Háir vextir Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 20. október 2017 11:15 Undirliggjandi vandi hagkerfisins er háir vextir sem hafa mikil áhrif á gengisflökt krónunnar. Seðlabankinn tekur ákvörðun um hversu hátt vaxtastigið eigi að vera. Eins og staðan er í dag, er fólk þvingað til að taka verðtryggð lán. Hver greiðsla er lægri af láninu í hverjum mánuði, en heildarlánið verður hærra. Verðtryggð lán taka mið af vísitölu neysluverðs á hverjum tíma, en verðbólga veldur tugi milljarða hækkun á skuldum heimilanna. Þess vegna þarf að banna verðtryggingu á nýjum neytenda- og íbúðalánum. Í kjölfarið munu bankarnir fara að bjóða lægri vexti.Húsnæðisliður út úr vísitölu Húsnæðisliðurinn skekkir vísitölu neysluverðs. Til að sporna við því að íbúðarlánið hækki á lánstímanum þarf að byrja á því að fjarlægja húsnæðisliðinn út úr vísitölunni og banna verðtrygginguna. Framboðið af húsnæði hefur ekki haldið í gríðarlega eftirspurn sem leitt hefur til meiri verðhækkana á húsnæði en verð á öðrum vörum og þjónustu. Vísitalan tekur mið af verðhækkunum og heimili landsins blæða. Það er með öllu óásættanlegt að borga þurfi aukalega himinháa verðtryggingu sökum þessa.Afnemum verðtryggingu Afnám verðtryggingar mun leiða til þess að bankarnir þurfa að bjóða óverðtryggð lán sem verða hagstæðari en nú þekkist. Lífeyrissjóðirnir hafa einnig komið sterkir inn á markaðinn og sýnt að þeir eru vel samkeppnishæfir við bankana. Við þurfum einnig að bregðast við fákeppninni sem ríkir á bankamarkaði. Því er nauðsynlegt að ríkið eigi einn af stóru bönkunum og marki honum stefnu um að efla samkeppni í bankaþjónustu, almenningi og atvinnulífi til hagsbóta. Síðast en ekki síst þá er mikilvægt að við öll tökum nú höndum saman og knýjum fram vaxtalækkun til að tryggja stöðugleika hjá hverju og einu okkar. Ríkisvaldið, Seðlabankinn, sveitarfélögin og aðilar vinnumarkaðarins þurfa því að sammælast um að lækka vexti í landinu. Þannig tryggjum við stöðuga krónu og aukum kaupmátt hjá okkur öllum. Getum við ekki öll verið sammála um það? Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Undirliggjandi vandi hagkerfisins er háir vextir sem hafa mikil áhrif á gengisflökt krónunnar. Seðlabankinn tekur ákvörðun um hversu hátt vaxtastigið eigi að vera. Eins og staðan er í dag, er fólk þvingað til að taka verðtryggð lán. Hver greiðsla er lægri af láninu í hverjum mánuði, en heildarlánið verður hærra. Verðtryggð lán taka mið af vísitölu neysluverðs á hverjum tíma, en verðbólga veldur tugi milljarða hækkun á skuldum heimilanna. Þess vegna þarf að banna verðtryggingu á nýjum neytenda- og íbúðalánum. Í kjölfarið munu bankarnir fara að bjóða lægri vexti.Húsnæðisliður út úr vísitölu Húsnæðisliðurinn skekkir vísitölu neysluverðs. Til að sporna við því að íbúðarlánið hækki á lánstímanum þarf að byrja á því að fjarlægja húsnæðisliðinn út úr vísitölunni og banna verðtrygginguna. Framboðið af húsnæði hefur ekki haldið í gríðarlega eftirspurn sem leitt hefur til meiri verðhækkana á húsnæði en verð á öðrum vörum og þjónustu. Vísitalan tekur mið af verðhækkunum og heimili landsins blæða. Það er með öllu óásættanlegt að borga þurfi aukalega himinháa verðtryggingu sökum þessa.Afnemum verðtryggingu Afnám verðtryggingar mun leiða til þess að bankarnir þurfa að bjóða óverðtryggð lán sem verða hagstæðari en nú þekkist. Lífeyrissjóðirnir hafa einnig komið sterkir inn á markaðinn og sýnt að þeir eru vel samkeppnishæfir við bankana. Við þurfum einnig að bregðast við fákeppninni sem ríkir á bankamarkaði. Því er nauðsynlegt að ríkið eigi einn af stóru bönkunum og marki honum stefnu um að efla samkeppni í bankaþjónustu, almenningi og atvinnulífi til hagsbóta. Síðast en ekki síst þá er mikilvægt að við öll tökum nú höndum saman og knýjum fram vaxtalækkun til að tryggja stöðugleika hjá hverju og einu okkar. Ríkisvaldið, Seðlabankinn, sveitarfélögin og aðilar vinnumarkaðarins þurfa því að sammælast um að lækka vexti í landinu. Þannig tryggjum við stöðuga krónu og aukum kaupmátt hjá okkur öllum. Getum við ekki öll verið sammála um það? Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar