John Snorri um ferðina á K2: „Alveg sama hvað var að gerast í fjallinu þá var hugurinn alltaf rólegur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2017 10:34 John Snorri er fyrsti Íslendingurinn til að komast á topp K2. Kári Schram John Snorri Sigurjónsson sem komst á topp fjallsins K2 á árinu segir að honum hafi fundist hann skilja fjallið mjög vel þegar hann var á leiðinni upp en K2 er eitt erfiðasta fjall í heimi að eiga við. Fjallagarpurinn ræddi um leiðina upp á K2 í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann verður aðalfyrirlesari á háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands klukkan 20 í kvöld í Háskólabíói. „Ég hef ekki farið á öll fjöll í heimi en það er sagt að það sé eitt erfiðasta fjall í heimi til að eiga við – bæði svo mikið af snjóflóðum, veðurfarslega erfitt og svo er þetta klifurfjall, það er það er mikið klifur og hvergi sléttur flötur,“ sagði John Snorri og lýsti því meðal annars hvernig gist var á klettasyllum en oft reyndist erfitt að koma tjöldunum fyrir. Aðspurður hvort hann hefði aldrei orðið smeykur eða komist í hann krappann sagði John Snorri að hann hefði mjög oft komist í hann krappann á K2. „Í fimm skipti þurftum við að koma okkur frá snjóflóði, við vorum að koma niður og þurftum að koma okkur undan. Í eitt skipti lendi ég í snjóflóði og svo er grjóthrun í kringum okkur. Þá var læknir frá Singapúr sem kom með okkur upp í búðir tvö en á leiðinni upp í búðirnar verður grjóthrun fyrir aftan hann. Hefði hann verði 2 til 3 mínútum seinna þá hefði hann lent undir grjóthruninu. Þetta tók á hann og hann sneri við í búðum tvö.“Skilaboðin frá Íslendingum hlýjuðu í kuldanum John Snorri að honum hefði fundist hann öruggur þrátt fyrir aðstæður. „Mér fannst ég skilja fjallið mjög vel og mér fannst ég mjög öruggur þó að aðstæðurnar væru svona. Hugurinn var allan tímann mjög rólegur; alveg sama hvað var að gerast í fjallinu þá var hugurinn alltaf rólegur. Ég held að það hjálpi mjög mikið og vera með jákvæðar hugsanir,“ sagði John Snorri. Þá hlýjuðu allar kveðjurnar frá Íslendingum mjög uppi á fjallinu. „Ég fékk svo mikið af skilaboðum frá Íslendingum, baráttukveðjur og styrktarkveðjur. Maður er svo mikið einn á fjallinu, þó maður sé í hóp þá er maður einn og þetta hjálpaði. Ég fann að ég hitnaði að innan við allar þesar kveðjur og leið vel.“ Spjallið í Bítinu við John Snorra má heyra í spilaranum hér fyrir neðan en með honum var Ólafur Már Björnsson, augnlæknir, sem einnig gengur mikið á fjöll og mun segja frá ferðum sínum ásamt Tómasi Guðbjartssyni, lækni, á háfjallakvöldinu í kvöld. Fjallamennska Tengdar fréttir John Snorri brast í grát á toppnum: „Þetta var virkilega erfið ferð“ John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. 28. júlí 2017 11:39 John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38 Hlakkar til heimkomu eftir afrekið mikla á K2 John Snorri Sigurjónsson komst upp á topp hins ógnarháa fjalls K2 í gær. Ferðalagi hans er þó hvergi nærri lokið. Langar til að komast heim en John Snorri á um tveggja vikna ferðalag fram undan. Pólfari segir afrekið gríðarlegt. 29. júlí 2017 06:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
John Snorri Sigurjónsson sem komst á topp fjallsins K2 á árinu segir að honum hafi fundist hann skilja fjallið mjög vel þegar hann var á leiðinni upp en K2 er eitt erfiðasta fjall í heimi að eiga við. Fjallagarpurinn ræddi um leiðina upp á K2 í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann verður aðalfyrirlesari á háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands klukkan 20 í kvöld í Háskólabíói. „Ég hef ekki farið á öll fjöll í heimi en það er sagt að það sé eitt erfiðasta fjall í heimi til að eiga við – bæði svo mikið af snjóflóðum, veðurfarslega erfitt og svo er þetta klifurfjall, það er það er mikið klifur og hvergi sléttur flötur,“ sagði John Snorri og lýsti því meðal annars hvernig gist var á klettasyllum en oft reyndist erfitt að koma tjöldunum fyrir. Aðspurður hvort hann hefði aldrei orðið smeykur eða komist í hann krappann sagði John Snorri að hann hefði mjög oft komist í hann krappann á K2. „Í fimm skipti þurftum við að koma okkur frá snjóflóði, við vorum að koma niður og þurftum að koma okkur undan. Í eitt skipti lendi ég í snjóflóði og svo er grjóthrun í kringum okkur. Þá var læknir frá Singapúr sem kom með okkur upp í búðir tvö en á leiðinni upp í búðirnar verður grjóthrun fyrir aftan hann. Hefði hann verði 2 til 3 mínútum seinna þá hefði hann lent undir grjóthruninu. Þetta tók á hann og hann sneri við í búðum tvö.“Skilaboðin frá Íslendingum hlýjuðu í kuldanum John Snorri að honum hefði fundist hann öruggur þrátt fyrir aðstæður. „Mér fannst ég skilja fjallið mjög vel og mér fannst ég mjög öruggur þó að aðstæðurnar væru svona. Hugurinn var allan tímann mjög rólegur; alveg sama hvað var að gerast í fjallinu þá var hugurinn alltaf rólegur. Ég held að það hjálpi mjög mikið og vera með jákvæðar hugsanir,“ sagði John Snorri. Þá hlýjuðu allar kveðjurnar frá Íslendingum mjög uppi á fjallinu. „Ég fékk svo mikið af skilaboðum frá Íslendingum, baráttukveðjur og styrktarkveðjur. Maður er svo mikið einn á fjallinu, þó maður sé í hóp þá er maður einn og þetta hjálpaði. Ég fann að ég hitnaði að innan við allar þesar kveðjur og leið vel.“ Spjallið í Bítinu við John Snorra má heyra í spilaranum hér fyrir neðan en með honum var Ólafur Már Björnsson, augnlæknir, sem einnig gengur mikið á fjöll og mun segja frá ferðum sínum ásamt Tómasi Guðbjartssyni, lækni, á háfjallakvöldinu í kvöld.
Fjallamennska Tengdar fréttir John Snorri brast í grát á toppnum: „Þetta var virkilega erfið ferð“ John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. 28. júlí 2017 11:39 John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38 Hlakkar til heimkomu eftir afrekið mikla á K2 John Snorri Sigurjónsson komst upp á topp hins ógnarháa fjalls K2 í gær. Ferðalagi hans er þó hvergi nærri lokið. Langar til að komast heim en John Snorri á um tveggja vikna ferðalag fram undan. Pólfari segir afrekið gríðarlegt. 29. júlí 2017 06:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
John Snorri brast í grát á toppnum: „Þetta var virkilega erfið ferð“ John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. 28. júlí 2017 11:39
John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38
Hlakkar til heimkomu eftir afrekið mikla á K2 John Snorri Sigurjónsson komst upp á topp hins ógnarháa fjalls K2 í gær. Ferðalagi hans er þó hvergi nærri lokið. Langar til að komast heim en John Snorri á um tveggja vikna ferðalag fram undan. Pólfari segir afrekið gríðarlegt. 29. júlí 2017 06:00
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“