Lítill áhugi á kjarabótum aldraðra! Björgvin Guðmundsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Alþingiskosningar 2017 eru afstaðnar. Það sem vakti mesta athygli mína í kosningabaráttunni var það, að lítið var rætt um kjör aldraðra og öryrkja. Og þegar rætt var um þessi málefni var það yfirleitt með almennum orðum en ekki minnst á beinar aðgerðir eða tillögur. Flestir flokkanna vildu halda lífeyri óbreyttum en að hann ætti í framtíðinni að hækka í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Með öðrum orðum: Flokkarnir vildu ekki, að lífeyrir aldraðra og öryrja yrði hærri en lágmarkslaun. Í dag eru lágmarkslaun 230 þúsund kr. á mánuði eftir skatt hjá einstaklingum. Lífeyrir er sá sami hjá einstaklingum. Sem betur fer eru aðeins 5% verkafólks á lágmarkslaunum; hinir eru á hærri töxtum. Samt vilja menn miða lífeyri við lágmarkslaun. Það er þá verið að miða við pappírslaun, sem fáir eru á. Það er undarlegt.Aldraða úr fátæktargildrunni Félag eldri borgara í Reykjavík hélt opinn fund í Háskólabíói í október til þess að fjalla um kjör aldraðra. Yfirskrift fundarins var að ná öldruðum úr fátæktargildrunni. Með öðrum orðum: Félagið vildi koma öldruðum upp úr lágmarkslífeyri sem væri sá sami og lágmarkslaun. Það er enginn ágreiningur um það, að lífeyrir er of lágur; sá lífeyrir dugar ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum, dugar ekki fyrir framfærslukostnaði. Kjör aldraðra, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum, duga ekki. En samt vilja flokkarnir ekki, að lífeyrir sé hærri en lágmarkslaun. Ég tel, að þessu verði að breyta. Eðlilegt er, að baráttumenn aldraðra, félög eldri borgara, Landssamband eldri borgara, stjórnmálaflokkar sem berjast fyrir bættum kjörum aldraðra og aðrir baráttumen fyrir aldraða knýi fram hærri lífeyri aldraðra en það er síðan verkefni verkalýðshreyfingarinnar að berjast fyrir hækkun lágmarkslauna. Eldri borgarar geta ekki borið ábyrgð á lágmarkslaununum.Dugar ekki fyrir framfærslu Miðað við stefnu stjórnmálaflokkanna í málefnum aldraðra fyrir kosningar er ég svartsýnn á, að Alþingi geri stóra hluti í þágu aldraðra. Í rauninni bind ég einkum vonir við tvo flokka í því efni, þ.e. Flokk fólksins og Pírata. Flokkur fólksins boðaði 300 þúsund kr. skattleysismörk. Það jafngildir 300 þúsund kr. lífeyri eftir skatta hjá einstaklingi á mánuði. Píratar vilja einnig hækka persónuafsláttinn en auk þess vilja þeir afnema skerðingu lífeyris aldraðra hjá almannatryggingum vegna allra tekna (tekna af atvinnu, fjármagni og greiðslum úr lífeyrissjóði). Það kann að vera að erfitt verði að framkvæma þessa róttæku stefnu þessara flokka í einum áfanga en þá má gera það í áföngum. Það er hins vegar ekkert vitað hvort eða hvað VG og Samfylking vilja gera til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það eina, sem er handfast í því efni er, að lífeyrir eigi að fylgja lágmarkslaunum og duga fyrir framfærslukostnaði. En það er ekki nóg. Það er hvergi nærri nóg. Fram til þessa hafa stjórnmálaflokkarnir ekki gætt þess nógu vel, að lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum dugi fyrir framfærslukostnaði. Stjórnmálaflokkarnir hafa verið skeytingarlausir í þessu efni. Væntanlega verður breyting á í því efni. Það er þó ekki sjálfgefið. Flokkarnir þurfa mikið aðhald.Hættum smáskammtalækningum! Ég hef sagt, að tími væri kominn til þess að veita öldruðum og öryrkjum myndarlegar kjarabætur; ekki smáskammtalækningar, heldur svo myndarlega hækkun lífeyris, að aldraðir og öryrkjar gætu lifað með reisn. Þessir aðilar eiga ekki að þurfa stöðugt að kvíða morgundeginum. Í velferðarþjóðfélaginu Íslandi á að vera unnt að gera vel við eldri borgara, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag. Og það á einnig að gera vel við öryrkja. Úrbætur í málefnum þessa fólks eiga að vera fyrsta verkefni nýs Alþingis. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar 2017 eru afstaðnar. Það sem vakti mesta athygli mína í kosningabaráttunni var það, að lítið var rætt um kjör aldraðra og öryrkja. Og þegar rætt var um þessi málefni var það yfirleitt með almennum orðum en ekki minnst á beinar aðgerðir eða tillögur. Flestir flokkanna vildu halda lífeyri óbreyttum en að hann ætti í framtíðinni að hækka í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Með öðrum orðum: Flokkarnir vildu ekki, að lífeyrir aldraðra og öryrja yrði hærri en lágmarkslaun. Í dag eru lágmarkslaun 230 þúsund kr. á mánuði eftir skatt hjá einstaklingum. Lífeyrir er sá sami hjá einstaklingum. Sem betur fer eru aðeins 5% verkafólks á lágmarkslaunum; hinir eru á hærri töxtum. Samt vilja menn miða lífeyri við lágmarkslaun. Það er þá verið að miða við pappírslaun, sem fáir eru á. Það er undarlegt.Aldraða úr fátæktargildrunni Félag eldri borgara í Reykjavík hélt opinn fund í Háskólabíói í október til þess að fjalla um kjör aldraðra. Yfirskrift fundarins var að ná öldruðum úr fátæktargildrunni. Með öðrum orðum: Félagið vildi koma öldruðum upp úr lágmarkslífeyri sem væri sá sami og lágmarkslaun. Það er enginn ágreiningur um það, að lífeyrir er of lágur; sá lífeyrir dugar ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum, dugar ekki fyrir framfærslukostnaði. Kjör aldraðra, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum, duga ekki. En samt vilja flokkarnir ekki, að lífeyrir sé hærri en lágmarkslaun. Ég tel, að þessu verði að breyta. Eðlilegt er, að baráttumenn aldraðra, félög eldri borgara, Landssamband eldri borgara, stjórnmálaflokkar sem berjast fyrir bættum kjörum aldraðra og aðrir baráttumen fyrir aldraða knýi fram hærri lífeyri aldraðra en það er síðan verkefni verkalýðshreyfingarinnar að berjast fyrir hækkun lágmarkslauna. Eldri borgarar geta ekki borið ábyrgð á lágmarkslaununum.Dugar ekki fyrir framfærslu Miðað við stefnu stjórnmálaflokkanna í málefnum aldraðra fyrir kosningar er ég svartsýnn á, að Alþingi geri stóra hluti í þágu aldraðra. Í rauninni bind ég einkum vonir við tvo flokka í því efni, þ.e. Flokk fólksins og Pírata. Flokkur fólksins boðaði 300 þúsund kr. skattleysismörk. Það jafngildir 300 þúsund kr. lífeyri eftir skatta hjá einstaklingi á mánuði. Píratar vilja einnig hækka persónuafsláttinn en auk þess vilja þeir afnema skerðingu lífeyris aldraðra hjá almannatryggingum vegna allra tekna (tekna af atvinnu, fjármagni og greiðslum úr lífeyrissjóði). Það kann að vera að erfitt verði að framkvæma þessa róttæku stefnu þessara flokka í einum áfanga en þá má gera það í áföngum. Það er hins vegar ekkert vitað hvort eða hvað VG og Samfylking vilja gera til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það eina, sem er handfast í því efni er, að lífeyrir eigi að fylgja lágmarkslaunum og duga fyrir framfærslukostnaði. En það er ekki nóg. Það er hvergi nærri nóg. Fram til þessa hafa stjórnmálaflokkarnir ekki gætt þess nógu vel, að lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum dugi fyrir framfærslukostnaði. Stjórnmálaflokkarnir hafa verið skeytingarlausir í þessu efni. Væntanlega verður breyting á í því efni. Það er þó ekki sjálfgefið. Flokkarnir þurfa mikið aðhald.Hættum smáskammtalækningum! Ég hef sagt, að tími væri kominn til þess að veita öldruðum og öryrkjum myndarlegar kjarabætur; ekki smáskammtalækningar, heldur svo myndarlega hækkun lífeyris, að aldraðir og öryrkjar gætu lifað með reisn. Þessir aðilar eiga ekki að þurfa stöðugt að kvíða morgundeginum. Í velferðarþjóðfélaginu Íslandi á að vera unnt að gera vel við eldri borgara, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag. Og það á einnig að gera vel við öryrkja. Úrbætur í málefnum þessa fólks eiga að vera fyrsta verkefni nýs Alþingis. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun