„Ég er glöð yfir að hafa fengið þetta tækifæri“ Guðný Hrönn skrifar 8. nóvember 2017 11:15 Ása tók þátt í Leitinni að upprunanum og leyfði þjóðinni að fylgjast með ferðalagi sínu til Srí Lanka. Þeir sem fylgjast með þáttunum Leitinni að upprunanum fengu í seinustu tveimur þáttum að fylgjast með ferðalagi Ásu Nishanthi Magnúsdóttur til Srí Lanka, landsins þar sem hún fæddist. Þar freistaði hún þess að finna móður sína með hjálp ættleiðingarskjala sem faðir hennar færði henni fyrir nokkrum árum. Þeim sem sáu ekki þáttinn á sunnudaginn en ætla sér að horfa á hann seinna er bent á að þessi grein gæti spillt fyrir þeim sem ekki vilja vita hvað gerðist. Ferðalag Ásu tók óvænta stefnu þegar í ljós kom að upplýsingarnar í ættleiðingarskjölum Ásu stóðust ekki. Það voru vissulega vonbrigði fyrir Ásu og ferðin tók á andlegu hliðina. En samt sem áður er Ása ánægð með að hafa látið vaða. „Ég er alveg mjög sátt. Auðvitað var þetta svekkjandi, að hafa ekki fundið hana. Og ég var náttúrulega búin að treysta á að pappírarnir myndu hjálpa mér, það var svona það eina sem ég gat notað til að finna hana. En þetta endaði samt vel, ég var líka í frábærum hóp þarna úti,“ segir Ása sem er búin að fá jákvæð viðbrögð frá fólki sem fylgdist spennt með þáttunum enda sýndi hún mikinn styrk. „Ég er náttúrulega bara búin að fá mikið knús og hrós frá fólki sem segir að ég hafi hafa staðið mig vel. Ég er glöð yfir að hafa fengið þetta tækifæri, að fara út og láta reyna á þetta. Og að kynnast menningunni og sjá landið.“ Spurð út í hvort hún ætli sér að fara aftur til Srí Lanka svarar hún hiklaust játandi.„Já. Ég vandist landinu og menningunni fljótt og þessu afslappaða andrúmslofti. Ég fer alveg pottþétt aftur og ætla þá að taka son minn með mér,“ útskýrir Ása sem á sex ára son. Í seinni þættinum um ferðalag Ásu kom fram að blaðamaður frá Srí Lanka, sem aðstoðaði Ásu og Sigrúnu Ósk, stjórnanda þáttanna, í leitinni, bauðst til að auglýsa opinberlega eftir blóðmóður Ásu eftir að í ljós kom að leitin myndi ekki ganga eins og skyldi. Ása afþakkaði það þar sem hún óttaðist að slík auglýsing gæti komið sér illa fyrir blóðmóður hennar. „Maður veit náttúrulega ekkert. Ég veit til dæmis ekki hvort hún er búin að gifta sig aftur og þá hvort hún er búin að segja manni sínum frá þessu.“ Ása er þó ekki búin að gefa upp alla von um að fá einhver svör um uppruna sinn. „Ég er búin að finna heimasíðu þar sem mæður sem hafa gefið frá sér börn eru að leita að börnunum sínum. Ég er búin að vera að skoða hana aðeins og forvitnast. Og ég hugsa að ég setji inn mynd af henni og mynd af mér inn á þá síðu,“ útskýrir Ása og tekur fram að hún ætli að taka öllum upplýsingum sem hún gæti fengið í gegnum þá síðu með fyrirvara og ekki gera sér of miklar vonir. „En leitinni er ekki lokið.“ Leitin að upprunanum Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Þeir sem fylgjast með þáttunum Leitinni að upprunanum fengu í seinustu tveimur þáttum að fylgjast með ferðalagi Ásu Nishanthi Magnúsdóttur til Srí Lanka, landsins þar sem hún fæddist. Þar freistaði hún þess að finna móður sína með hjálp ættleiðingarskjala sem faðir hennar færði henni fyrir nokkrum árum. Þeim sem sáu ekki þáttinn á sunnudaginn en ætla sér að horfa á hann seinna er bent á að þessi grein gæti spillt fyrir þeim sem ekki vilja vita hvað gerðist. Ferðalag Ásu tók óvænta stefnu þegar í ljós kom að upplýsingarnar í ættleiðingarskjölum Ásu stóðust ekki. Það voru vissulega vonbrigði fyrir Ásu og ferðin tók á andlegu hliðina. En samt sem áður er Ása ánægð með að hafa látið vaða. „Ég er alveg mjög sátt. Auðvitað var þetta svekkjandi, að hafa ekki fundið hana. Og ég var náttúrulega búin að treysta á að pappírarnir myndu hjálpa mér, það var svona það eina sem ég gat notað til að finna hana. En þetta endaði samt vel, ég var líka í frábærum hóp þarna úti,“ segir Ása sem er búin að fá jákvæð viðbrögð frá fólki sem fylgdist spennt með þáttunum enda sýndi hún mikinn styrk. „Ég er náttúrulega bara búin að fá mikið knús og hrós frá fólki sem segir að ég hafi hafa staðið mig vel. Ég er glöð yfir að hafa fengið þetta tækifæri, að fara út og láta reyna á þetta. Og að kynnast menningunni og sjá landið.“ Spurð út í hvort hún ætli sér að fara aftur til Srí Lanka svarar hún hiklaust játandi.„Já. Ég vandist landinu og menningunni fljótt og þessu afslappaða andrúmslofti. Ég fer alveg pottþétt aftur og ætla þá að taka son minn með mér,“ útskýrir Ása sem á sex ára son. Í seinni þættinum um ferðalag Ásu kom fram að blaðamaður frá Srí Lanka, sem aðstoðaði Ásu og Sigrúnu Ósk, stjórnanda þáttanna, í leitinni, bauðst til að auglýsa opinberlega eftir blóðmóður Ásu eftir að í ljós kom að leitin myndi ekki ganga eins og skyldi. Ása afþakkaði það þar sem hún óttaðist að slík auglýsing gæti komið sér illa fyrir blóðmóður hennar. „Maður veit náttúrulega ekkert. Ég veit til dæmis ekki hvort hún er búin að gifta sig aftur og þá hvort hún er búin að segja manni sínum frá þessu.“ Ása er þó ekki búin að gefa upp alla von um að fá einhver svör um uppruna sinn. „Ég er búin að finna heimasíðu þar sem mæður sem hafa gefið frá sér börn eru að leita að börnunum sínum. Ég er búin að vera að skoða hana aðeins og forvitnast. Og ég hugsa að ég setji inn mynd af henni og mynd af mér inn á þá síðu,“ útskýrir Ása og tekur fram að hún ætli að taka öllum upplýsingum sem hún gæti fengið í gegnum þá síðu með fyrirvara og ekki gera sér of miklar vonir. „En leitinni er ekki lokið.“
Leitin að upprunanum Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira