Íslensku skrímslin munu fara alla leið til Japan Guðný Hrönn skrifar 8. nóvember 2017 11:00 Haldið verður útgáfuteiti í Hafnarborg Hafnarfirði vegna bókarinnar Skrímslin í Hraunlandi á laugardaginn. Íslenska fyrirtækið Monstri ehf. hefur handgert lítil ullarskrímsli úr afgangsefnum frá árinu 2011 sem hafa vakið lukku hjá bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum á Íslandi. En nú er fyrirtækið að færa út kvíarnar og fer alla leið til Japan. Það var síðastliðið haust sem japanskur dreifingaraðilli hafði samband við Ölmu Björk Ástþórsdóttur, eiganda Monstra ehf. Hann hafði heillast af skrímslunum þegar hann var hér á landi sem ferðamaður og vildi fá þau alla leið til Japans. Alma fékk þá hjálp frá sendiráði Íslands í Tókýó og Íslandsstofu við að koma á samstarfi. „Í febrúar fórum við svo til Tókýó þar sem ég skrifaði undir dreifingarsamninginn,“ segir Alma sem hefur háleit markmið. „Við ætlum ekkert að stoppa við Japan. Við sjáum það á erlendum viðskiptavinum okkar hérlendis að skrímslin eiga klárlega erindi um allan heim. Þau eru öll handgerð þar sem vandað er til verka og fólk kann að meta það.“ Spurð út í hvort hana hafi einhvern tímann grunað að skrímslin myndu ná svona langt segir Alma Björk: „Nei, alls ekki. Í fyrstu var hugsunin bara að gera eitthvað úr afgangsefnum í stað þess að henda þeim. Ég notaði alls kyns búta, afklippur og jafnvel gömul föt í útlimi. En salan fór strax vel af stað og áður en ég vissi af var ég farin að kaupa afgangsull hjá Glófa og góðar saumakonur í bænum voru duglegar að safna afskurði fyrir mig.“ Aðspurð hvar hún sjái skrímslin sín fyrir sér eftir 10 ár segir Alma næstu skref vera að stækka fyrirtækið enn frekar. „Næstu skref hjá okkur eru að stækka fyrirtækið, gefa út fleiri bækur og koma upp skrímslasmiðjum bæði hérlendis og erlendis.“ Nýverið kom svo út bók um skrímslin, bókin Skrímslin í Hraunlandi. „Í bókinni „Skrímslin í Hraunlandi“ fylgjumst við með því hvernig skrímslin þurftu að flýja heimili sín, torfbæina, sökum tækninnar og þurfa nú að læra að lifa af í íslenskri náttúru. Útgáfa bókarinnar á íslensku er liður í því að vaxa meira á innlendum markaði. Með bókinni viljum við kynna skrímslin betur fyrir íslenskum börnum enda hafa skrímslin tengingu í íslenska arfleifð og náttúru ásamt því að boða umhverfisvernd. Þannig fá börnin tækifæri til að kynnast þessum málefnum á skemmtilegan hátt.“ Tíska og hönnun Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Monstri ehf. hefur handgert lítil ullarskrímsli úr afgangsefnum frá árinu 2011 sem hafa vakið lukku hjá bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum á Íslandi. En nú er fyrirtækið að færa út kvíarnar og fer alla leið til Japan. Það var síðastliðið haust sem japanskur dreifingaraðilli hafði samband við Ölmu Björk Ástþórsdóttur, eiganda Monstra ehf. Hann hafði heillast af skrímslunum þegar hann var hér á landi sem ferðamaður og vildi fá þau alla leið til Japans. Alma fékk þá hjálp frá sendiráði Íslands í Tókýó og Íslandsstofu við að koma á samstarfi. „Í febrúar fórum við svo til Tókýó þar sem ég skrifaði undir dreifingarsamninginn,“ segir Alma sem hefur háleit markmið. „Við ætlum ekkert að stoppa við Japan. Við sjáum það á erlendum viðskiptavinum okkar hérlendis að skrímslin eiga klárlega erindi um allan heim. Þau eru öll handgerð þar sem vandað er til verka og fólk kann að meta það.“ Spurð út í hvort hana hafi einhvern tímann grunað að skrímslin myndu ná svona langt segir Alma Björk: „Nei, alls ekki. Í fyrstu var hugsunin bara að gera eitthvað úr afgangsefnum í stað þess að henda þeim. Ég notaði alls kyns búta, afklippur og jafnvel gömul föt í útlimi. En salan fór strax vel af stað og áður en ég vissi af var ég farin að kaupa afgangsull hjá Glófa og góðar saumakonur í bænum voru duglegar að safna afskurði fyrir mig.“ Aðspurð hvar hún sjái skrímslin sín fyrir sér eftir 10 ár segir Alma næstu skref vera að stækka fyrirtækið enn frekar. „Næstu skref hjá okkur eru að stækka fyrirtækið, gefa út fleiri bækur og koma upp skrímslasmiðjum bæði hérlendis og erlendis.“ Nýverið kom svo út bók um skrímslin, bókin Skrímslin í Hraunlandi. „Í bókinni „Skrímslin í Hraunlandi“ fylgjumst við með því hvernig skrímslin þurftu að flýja heimili sín, torfbæina, sökum tækninnar og þurfa nú að læra að lifa af í íslenskri náttúru. Útgáfa bókarinnar á íslensku er liður í því að vaxa meira á innlendum markaði. Með bókinni viljum við kynna skrímslin betur fyrir íslenskum börnum enda hafa skrímslin tengingu í íslenska arfleifð og náttúru ásamt því að boða umhverfisvernd. Þannig fá börnin tækifæri til að kynnast þessum málefnum á skemmtilegan hátt.“
Tíska og hönnun Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira