Þórhildur um höfuðhöggið: Ég var mjög hrædd þegar ég vaknaði fyrst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2017 19:15 Haukastelpan Þórhildur Braga Þórðardóttir fékk slæmt höfuðhögg í leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna um helgina en gera þurfti 46 mínútna hlé á leiknum á meðan beðið var eftir sjúkrabíl. Þórhildur Braga fékk höfuðhögg og rotaðist í upphafi síðari hálfleiks og það leit ekki vel út. Biðin eftir sjúkrabílnum var löng og erfið en hann kom ekki fyrr en eftir tæpar 40 mínútur. Guðjón Guðmundsson hitti Þórhildi í dag en hún segist lítið muna eftir atvikinu á Ásvöllum á sunnudagskvöldinu. „Ég rankaði við mér stuttu eftir og vissi ekkert hvað var að gerast. Ég man voða lítið eftir þessu sem er óþægilegt. Ég vissi því ekki mikið hvað var að gerast,“ sagði Þórhildur Braga Þórðardóttir í samtali við Gaupa. „Ég dett út í nokkrar sekúndur en það var ekki langur tími. Ég man að ég var að detta út inn á milli og þeir voru að reyna að halda mér vakandi,“ sagði Þórhildur Braga. „Ég var mjög hrædd þegar ég vaknaði fyrst. Ég fór þá aðeins að gráta en ég róaðist mjög fljótt því þeir náðu að róa mig mikið niður,“ sagði Þórhildur Braga og hún gerði sér grein fyrir því að þetta væri alvarlegt. „Þegar hann sagði að ég ætla að kalla á sjúkrabíl þá skynjaði ég það auðvitað,“ sagði Þórhildur Braga en hún fór í myndatöku til að taka af allan vafa en um heilahristing var að ræða. Guðjón ræddi við Þórhildi Brögu og þjálfara hennar Elías Már Halldórsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö en það má sjá alla fréttina í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Þórhildur Braga rotaðist en er á batavegi Meiðsli handknattleikskonunnar Þórhildar Brögu Þórðardóttur eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. 6. nóvember 2017 10:45 Elías: Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti "Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. 5. nóvember 2017 23:26 Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Haukastelpan Þórhildur Braga Þórðardóttir fékk slæmt höfuðhögg í leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna um helgina en gera þurfti 46 mínútna hlé á leiknum á meðan beðið var eftir sjúkrabíl. Þórhildur Braga fékk höfuðhögg og rotaðist í upphafi síðari hálfleiks og það leit ekki vel út. Biðin eftir sjúkrabílnum var löng og erfið en hann kom ekki fyrr en eftir tæpar 40 mínútur. Guðjón Guðmundsson hitti Þórhildi í dag en hún segist lítið muna eftir atvikinu á Ásvöllum á sunnudagskvöldinu. „Ég rankaði við mér stuttu eftir og vissi ekkert hvað var að gerast. Ég man voða lítið eftir þessu sem er óþægilegt. Ég vissi því ekki mikið hvað var að gerast,“ sagði Þórhildur Braga Þórðardóttir í samtali við Gaupa. „Ég dett út í nokkrar sekúndur en það var ekki langur tími. Ég man að ég var að detta út inn á milli og þeir voru að reyna að halda mér vakandi,“ sagði Þórhildur Braga. „Ég var mjög hrædd þegar ég vaknaði fyrst. Ég fór þá aðeins að gráta en ég róaðist mjög fljótt því þeir náðu að róa mig mikið niður,“ sagði Þórhildur Braga og hún gerði sér grein fyrir því að þetta væri alvarlegt. „Þegar hann sagði að ég ætla að kalla á sjúkrabíl þá skynjaði ég það auðvitað,“ sagði Þórhildur Braga en hún fór í myndatöku til að taka af allan vafa en um heilahristing var að ræða. Guðjón ræddi við Þórhildi Brögu og þjálfara hennar Elías Már Halldórsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö en það má sjá alla fréttina í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Þórhildur Braga rotaðist en er á batavegi Meiðsli handknattleikskonunnar Þórhildar Brögu Þórðardóttur eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. 6. nóvember 2017 10:45 Elías: Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti "Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. 5. nóvember 2017 23:26 Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Þórhildur Braga rotaðist en er á batavegi Meiðsli handknattleikskonunnar Þórhildar Brögu Þórðardóttur eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. 6. nóvember 2017 10:45
Elías: Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti "Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. 5. nóvember 2017 23:26
Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14