Segir vandamálið varða geðheilbrigði, ekki byssur Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2017 11:10 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ekki hægt að kenna byssulögum í Bandaríkjunum um það að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og í skotheldu vesti myrti 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í gær. Þess í stað sé um geðheilbrigðisvandamál að ræða. Tuttugu eru særðir en fórnarlömbin eru á aldrinum fimm til 72 ára. „Ég held að geðheilbrigði sé vandamálið hér,“ sagði forsetinn þegar hann var spurður hvað gera ætti til að koma í veg fyrir árásir sem þessar, sem eru algengar í Bandaríkjunum. Hann sagði einnig að Bandaríkin, eins og önnur lönd, ættu við stórt slíkt vandamál að etja. „Þetta er ekki byssumál. Við gætum farið nánar út í það, en það er svolítið snemmt. Sem betur fer var einhver annar einnig með byssu og skaut á móti árásarmanninum. Annars hefði þetta verið eins slæmt og það var. Það hefði verið mun verra. En, þetta er geðheilbrigðisvandamál á háu stigi. Þetta er mjög mjög sorglegur atburður. Þetta er frábært fólk og mjög mjög sorglegur atburður, en þetta er mín skoðun.“ Búið er að bera kennsl á árásarmanninn, Devin Kelley. Hann var 26 ára gamall og fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna. Hann var rekinn þaðan með skömm árið 2014 en árið 2012 hafði hann verið ákærður fyrir að ráðast á konu sína og barn.Sjá einnig: Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásirSamkvæmt Washington Post liggja þó engar upplýsingar fyrir um hugarástand hans og geðheilsu.Kelley flúði af vettvangi eftir að heimamaður skaut á hann og eltu vopnaðir heimamenn hann ásamt lögreglu. Kelley fannst látinn í bíl sínum en ekki er vitað hvort hann skaut sig sjálfur eða hvort hann var skotinn af almennum borgara. Fjöldamorðið er er það versta í nútímasögu Texas og ein af verstu skotárásum Bandaríkjanna á undanförnum árum.Samkvæmt frétt Guardian sagði þingmaðurinn Ken Paxton, nokkrum tímum eftir árásina, að kirkjur Bandaríkjanna ættu að vopnvæða söfnuði sína eða ráða öryggisverði. Því ljóst væri að þetta myndi gerast aftur. Þannig gætu vopnaðir kirkjugestir fellt árásarmenn áður en þeir fengju tækifæri á því að myrða mjög marga, eins og hann orðaði það. Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ekki hægt að kenna byssulögum í Bandaríkjunum um það að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og í skotheldu vesti myrti 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í gær. Þess í stað sé um geðheilbrigðisvandamál að ræða. Tuttugu eru særðir en fórnarlömbin eru á aldrinum fimm til 72 ára. „Ég held að geðheilbrigði sé vandamálið hér,“ sagði forsetinn þegar hann var spurður hvað gera ætti til að koma í veg fyrir árásir sem þessar, sem eru algengar í Bandaríkjunum. Hann sagði einnig að Bandaríkin, eins og önnur lönd, ættu við stórt slíkt vandamál að etja. „Þetta er ekki byssumál. Við gætum farið nánar út í það, en það er svolítið snemmt. Sem betur fer var einhver annar einnig með byssu og skaut á móti árásarmanninum. Annars hefði þetta verið eins slæmt og það var. Það hefði verið mun verra. En, þetta er geðheilbrigðisvandamál á háu stigi. Þetta er mjög mjög sorglegur atburður. Þetta er frábært fólk og mjög mjög sorglegur atburður, en þetta er mín skoðun.“ Búið er að bera kennsl á árásarmanninn, Devin Kelley. Hann var 26 ára gamall og fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna. Hann var rekinn þaðan með skömm árið 2014 en árið 2012 hafði hann verið ákærður fyrir að ráðast á konu sína og barn.Sjá einnig: Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásirSamkvæmt Washington Post liggja þó engar upplýsingar fyrir um hugarástand hans og geðheilsu.Kelley flúði af vettvangi eftir að heimamaður skaut á hann og eltu vopnaðir heimamenn hann ásamt lögreglu. Kelley fannst látinn í bíl sínum en ekki er vitað hvort hann skaut sig sjálfur eða hvort hann var skotinn af almennum borgara. Fjöldamorðið er er það versta í nútímasögu Texas og ein af verstu skotárásum Bandaríkjanna á undanförnum árum.Samkvæmt frétt Guardian sagði þingmaðurinn Ken Paxton, nokkrum tímum eftir árásina, að kirkjur Bandaríkjanna ættu að vopnvæða söfnuði sína eða ráða öryggisverði. Því ljóst væri að þetta myndi gerast aftur. Þannig gætu vopnaðir kirkjugestir fellt árásarmenn áður en þeir fengju tækifæri á því að myrða mjög marga, eins og hann orðaði það.
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14
Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28
Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15