Stjórnmálamenn sýni meiri ábyrgð þegar kemur að stöðugleika á vinnumarkaði Höskuldur Kári Schram skrifar 4. nóvember 2017 20:11 Sigurður Bessason, formaður Eflingar og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Vísir Formaður Eflingar segir að stjórnmálamenn verði að sýna meiri ábyrgð þegar kemur að stöðugleika á vinnumarkaði og telur að skattkerfisbreytingar á undanförnum árum hafi haft neikvæð áhrif á þá hópa sem eru með lægstu launin. Sautján aðildarfélög Bandalags háskólamanna hafa verið með lausa samninga við ríkið frá fyrsta september síðastliðnum. Viðræður við samninganefnd ríkisins hafa legið niðri eftir ríkisstjórnin sprakk í haust. Ljóst er að samningar ríkisins við opinbera starfsmenn mun hafa mikil áhrif á kjaraviðræður á hinum almenna vinnumarkaði sem hefjast á næsta ári. Forystumenn þeirra fjögurra flokka sem nú ræða myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa sagt að eitt stærsta verkefni stjórnvalda á komandi mánuðum sé að ná sátt á vinnumarkaði. Fjallað var um þetta mál í Víglínunni í dag en formaður Bandalags háskólamanna segir miður að viðræður hafi tafist líkt og raun ber vitni. „Við sjáum auðvitað fram á það að þetta verður mjög langur vetur. Það eru ekki vara við sem þurfum að semja við ríkið, eins og þú varst að nefna, það eru aðrir í þeirri biðröð. Hvort sem það eru ríkisstarfsmenn og svo er það auðvitað almenni vinnumarkaðurinn eftir áramót,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Formaður Eflingar, segir ljóst að með ákvörðun kjararáðs um hækkun launa embættismanna hafi ríkið sett stefnuna varðandi komandi samninga. Hann segir að stjórnmálamenn verði að sýna meiri ábyrgð þegar kemur að stöðugleika á vinnumarkaði. „Við tölum gjarnan um stöðugleika á vinnumarkaði og höfum gert í langan tíma. Það vantar alveg stöðugleika á hinn endann, sem er bara stjórnmálaumhverfi Íslands,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar. Þá vill hann einnig ræða skattkerfisbreytingar í komandi kjaraviðræðum. „Það sem við erum að sjá núna er að þeir sem voru á lægstu tekjunum og þeir sem eru á millitekjunum, þessir hópar, þeirra kaupmáttur hefur verið tekinn í burtu í gegnum skattkerfið. Það er hlutur sem við viljum fá rætt um.“ Kjaramál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Formaður Eflingar segir að stjórnmálamenn verði að sýna meiri ábyrgð þegar kemur að stöðugleika á vinnumarkaði og telur að skattkerfisbreytingar á undanförnum árum hafi haft neikvæð áhrif á þá hópa sem eru með lægstu launin. Sautján aðildarfélög Bandalags háskólamanna hafa verið með lausa samninga við ríkið frá fyrsta september síðastliðnum. Viðræður við samninganefnd ríkisins hafa legið niðri eftir ríkisstjórnin sprakk í haust. Ljóst er að samningar ríkisins við opinbera starfsmenn mun hafa mikil áhrif á kjaraviðræður á hinum almenna vinnumarkaði sem hefjast á næsta ári. Forystumenn þeirra fjögurra flokka sem nú ræða myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa sagt að eitt stærsta verkefni stjórnvalda á komandi mánuðum sé að ná sátt á vinnumarkaði. Fjallað var um þetta mál í Víglínunni í dag en formaður Bandalags háskólamanna segir miður að viðræður hafi tafist líkt og raun ber vitni. „Við sjáum auðvitað fram á það að þetta verður mjög langur vetur. Það eru ekki vara við sem þurfum að semja við ríkið, eins og þú varst að nefna, það eru aðrir í þeirri biðröð. Hvort sem það eru ríkisstarfsmenn og svo er það auðvitað almenni vinnumarkaðurinn eftir áramót,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Formaður Eflingar, segir ljóst að með ákvörðun kjararáðs um hækkun launa embættismanna hafi ríkið sett stefnuna varðandi komandi samninga. Hann segir að stjórnmálamenn verði að sýna meiri ábyrgð þegar kemur að stöðugleika á vinnumarkaði. „Við tölum gjarnan um stöðugleika á vinnumarkaði og höfum gert í langan tíma. Það vantar alveg stöðugleika á hinn endann, sem er bara stjórnmálaumhverfi Íslands,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar. Þá vill hann einnig ræða skattkerfisbreytingar í komandi kjaraviðræðum. „Það sem við erum að sjá núna er að þeir sem voru á lægstu tekjunum og þeir sem eru á millitekjunum, þessir hópar, þeirra kaupmáttur hefur verið tekinn í burtu í gegnum skattkerfið. Það er hlutur sem við viljum fá rætt um.“
Kjaramál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira