Öllu fórnandi Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 07:00 Fyrir viku síðan. Kjósandi: Logi, er ekki öruggt að Samfó vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB? Logi: Auðvitað, þetta er mesta hagsmunamál þjóðarinnar, annað kemur ekki til greina, ófrávíkjanlegt! Kjósandi: Og þið ætlið að koma Sjálfstæðisflokknum frá og láta verða af þessu? Logi: Nákvæmlega, Samfylkingin stendur við sitt eina stefnumál, ESB er málið, evran er málið. Viltu ekki lægri vexti og betra veður, evrópskt veður? Kjósandi: Já, rólegur, er þetta þá eina stefnumálið ykkar? Logi: Tja, kannski ekki alveg eina, en já, þetta er aðalmálið, halda áfram með aðildarferlið, þjóðin á kröfu á því að fá að kjósa, engar refjar. Fimmtudagurinn í þessari viku. Kjósandi: Logi, er ekki öruggt að Samfó vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB? Logi: Ehm, jú, sjáðu, þetta er nú kannski ekki alveg einfalt mál. Kjósandi: Ha, eruð þið ekki að fara í ríkisstjórn? Logi: Það er algjörlega klárt mál að ef Samfylkingin ætlar að vera áhrifavaldur í íslenskum stjórnmálum á næstu árum þá þurfum við að vera skynsöm og raunsæ og við munum nálgast málið út frá því – (hér endurtekur Logi svar sitt á RÚV um sama mál). Kjósandi: Bíddu, ertu að segja að það sé skynsemi og raunsæi að leyfa ekki þjóðinni að kjósa um áframhaldandi aðildarumsókn? Logi: Það hefur margt breyst. Kjósandi: Frá því í síðustu viku? Logi: Æ, þú skilur ekki stjórnmál. Kjósandi: Heyrðu Logi, er það kannski pólitískt ómögulegt fyrir þessa ríkisstjórn að leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um málið? Logi: Tja, já svona þannig, já. Kjósandi: Pólitískur ómöguleiki, já, nú skil ég. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun
Fyrir viku síðan. Kjósandi: Logi, er ekki öruggt að Samfó vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB? Logi: Auðvitað, þetta er mesta hagsmunamál þjóðarinnar, annað kemur ekki til greina, ófrávíkjanlegt! Kjósandi: Og þið ætlið að koma Sjálfstæðisflokknum frá og láta verða af þessu? Logi: Nákvæmlega, Samfylkingin stendur við sitt eina stefnumál, ESB er málið, evran er málið. Viltu ekki lægri vexti og betra veður, evrópskt veður? Kjósandi: Já, rólegur, er þetta þá eina stefnumálið ykkar? Logi: Tja, kannski ekki alveg eina, en já, þetta er aðalmálið, halda áfram með aðildarferlið, þjóðin á kröfu á því að fá að kjósa, engar refjar. Fimmtudagurinn í þessari viku. Kjósandi: Logi, er ekki öruggt að Samfó vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB? Logi: Ehm, jú, sjáðu, þetta er nú kannski ekki alveg einfalt mál. Kjósandi: Ha, eruð þið ekki að fara í ríkisstjórn? Logi: Það er algjörlega klárt mál að ef Samfylkingin ætlar að vera áhrifavaldur í íslenskum stjórnmálum á næstu árum þá þurfum við að vera skynsöm og raunsæ og við munum nálgast málið út frá því – (hér endurtekur Logi svar sitt á RÚV um sama mál). Kjósandi: Bíddu, ertu að segja að það sé skynsemi og raunsæi að leyfa ekki þjóðinni að kjósa um áframhaldandi aðildarumsókn? Logi: Það hefur margt breyst. Kjósandi: Frá því í síðustu viku? Logi: Æ, þú skilur ekki stjórnmál. Kjósandi: Heyrðu Logi, er það kannski pólitískt ómögulegt fyrir þessa ríkisstjórn að leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um málið? Logi: Tja, já svona þannig, já. Kjósandi: Pólitískur ómöguleiki, já, nú skil ég. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun