Hvetja alla til að skrá sig úr Zúistum Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2017 09:59 Fornminjar frá samfélagi Súmera. Er þeir komu fyrst fram, sögðu zúistar félagið snúast um átrúnað á guði Súmera. Vísir/Getty Fyrrverandi Öldungaráð Zúista hvetur alla meðlimi félagsins til að skrá sig úr félaginu fyrir 1. desember. Ráðið segist harma þá stöðu sem sé nú uppi í félaginu og þakkar fylgjendum félagsins fyrir þolinmæði og stuðning undanfarin ár. Nú sé hins vegar komið að leikslokum. Félag Zúista hefur mikið verið í umræðunni eftir að Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hafði verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra. Deilt hafði verið um hver færi með stjórn félagsins en embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra varð við kröfu Ágústs Arnars Ágústssonar um að skrá hann sem forstöðumann trúfélagsins. Ágúst Arnar er annar svokallaðra Kickstarter-bræðra, en bróðir hans Einar Ágústsson, var í desember 2013 skráður sem forsvarsmaður félagsins í fyrirtækjaskrá eftir að upphaflegur formaður hætti. Einar hlaut í júní þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik, en báðir bræðurnir voru til rannsóknar í málinu en aðeins gefin út ákæra á hendur Einari, líkt og segir í frétt Fréttablaðsins.Sjá einnig: Um sjö prósent Zúista sögðu sig úr söfnuðinum á þriðjudaginn Deilurnar um félagið má rekja til þess þegar hópur manna tók félagið yfir árið 2015 og hóf að safna meðlimum í stórum stíl þar sem því var heitið að endurgreiða þeim út tæplega 11 þúsund króna sóknargjöld sem renna árlega úr ríkissjóði til trúfélaga fyrir hvern skráðan meðlim. Um þrjú þúsund manns skráðu sig þá í félagið. Forstöðumaður fyrir hönd þessa hóps, Ísak Andri Ólafsson, var hins vegar settur af með úrskurði innanríkisráðuneytisins í janúar á þessu ári eftir að Ágúst gerði kröfu um það. Öldungaráðið fyrrverandi rifjar upp forsögu þess að þó tóku yfir stjórn félagsins með því markmiði að endurgreiða sóknargjöldin til meðlima. Eftir tveggja ára baráttu sé nú ljóst að málið sé tapað. „Ágúst Arnar Ágústsson er nú forstöðumaður félagsins og sú opinbera viðurkenning sem okkur var látin í té af yfirvöldum í júní 2015 hefur verið felld úr gildi. Við höfum því engin ítök eða völd lengur í trúfélaginu Zuism og getum þar af leiðandi ekki borið ábyrgð á því að sóknargjöld verði endurgreidd eða gefin til góðgerðarmála. Við frábiðjum okkur einnig tilraunir núverandi forráðamanna félagsins til að eigna sér upphafleg markmið okkar með gjörningnum, enda komu þeir hvergi að þeirri hugmyndavinnu.“Segjast ætla að hefja endurgreiðslur í mánuðinum Núverandi stjórnendur Zústia hafa einnig sent frá sér tilkynningu þar sem segir að endurgreiðslur úr sóknargjöldum til meðlima félagsins muni hefjast upp úr miðjum nóvember. Ágúst Arnar Ágústsson segir að umsóknarfrestur sé til 15. nóvember og stefnt sé að því að greiða tveimur dögum eftir að honum lýkur. Þetta kemur fram á vef félagsins.Sjá einnig: Zúistar vilja hefja endurgreiðslu á sóknargjöldum í nóvember „Eftir langa bið og mikla baráttu er loksins komið að því að Zúistar geti fengið endurgreiðslu á sóknargjöldum. Meðlimum er einnig boðið að láta sóknargjöldin renna til góðgerðarmála. Zuism hefur nú þegar styrkt Barnaspítala Hringsins um 1,1 milljón til tækjakaupa. Félagið styrkti einnig neyðarsjóð UNICEF með 300 þúsund króna framlagi í fyrradag og mun halda áfram að styrkja önnur góðgerðarmálefni á næstu misserum. Zuism er eina trúfélag landsins sem leyfir sóknarbörnum að ráðstafa sínum sóknargjöldum. Við hvetjum fólk til að skrá sig í félagið fyrir 1. desember því stefnt er að því að endurgreiðslur muni halda áfram á næsta ári,“ segir Ágúst.Yfirlýsinguna frá öldungaráði Zúista má sjá hér að neðan:Við undirrituð hörmum innilega þá stöðu sem nú er uppi í trúfélaginu Zuism og hvetjum alla meðlimi til að skrá sig úr félaginu í síðasta lagi fyrir 1. desember. Við þökkum fylgjendum okkar fyrir þolinmæði og stuðning undanfarin ár en nú er því miður komið að leikslokum hjá okkur.Upphaf þessa máls var fjölmiðlaumfjöllun vorið 2015 um trúfélagið Zuism sem enginn virtist gangast við og hafði einungis fjóra meðlimi. Þar kom fram að embætti sýslumanns á Norðurlandi eystra hefði með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu skorað á meðlimi félagsins að gefa sig fram. Að öðrum kosti yrði félagið lagt niður þar sem lágmarksfjöldi meðlima var langt frá því að uppfylla viðmið í reglugerð ráðuneytis um skráningu opinberra trú- og lífsskoðunarfélaga.Við, sem kölluðum okkur öldungaráð Zúista, fórum fyrir stórum hópi fólks sem vildi umbætur á lagaumhverfi trúfélaga. Vegna þess hversu erfitt er að fá ný trúfélög viðurkennd sáum við tækifæri í þeirri stöðu sem var uppi í trúfélaginu Zúism. Við söfnuðum því lágmarksfjölda meðlima og gáfum okkur fram við sýslumann svo að félagið yrði ekki afskráð. Við litum á þetta sem tækifæri til að skapa umræðu um hið gallaða og óréttláta trúfélaga- og sóknargjaldakerfi.Í kjölfarið fengum við leiðbeiningar frá embætti sýslumanns um hvernig við tækjum við stjórn félagsins sem við fórum eftir og skiluðum öllum tilhlýðilegum gögnum sem óskað var eftir. Þann 1. júní 2015 fékk fulltrúi okkar opinbera viðurkenningu embættis sýslumanns að hann væri forstöðumaður trúfélagsins og að við færum með völd í þessu umkomulausa trúfélagi.Niðurstaða okkar hugmyndavinnu var að bjóða félagsmönnum að fá sóknargjöldin endurgreidd eða gefa þau aftur til samfélagsins með því að styrkja góðgerðarmál. Í krafti hinnar opinberu viðurkenningar hófum við svo í nóvember 2015 gjörninginn þar sem við auglýstum zúistafélagið og endurgreiðsluleiðina. Á einungis tveimur vikum fengum við um 3000 nýja meðlimi og vakti félagið athygli langt út fyrir landsteinana. Þann 1. desember 2015 var félagið orðið eitt stærsta trúfélag landsins.Snemma í desember 2015 hófst svo stjórnsýslumartröð, sem hefur nú loksins tekið enda. Þá kom í ljós að upphaflegu stofnendur trúfélagsins, sem voru algjörlega ótengdir okkur og okkar áformum, voru enn í forsvari fyrir rekstrarfélag á bak við trúfélagið. Þetta kom okkur á óvart svo ekki sé meira sagt, sérstaklega í ljósi þess að leiðbeiningar stjórnvaldsins til okkar höfðu ávallt verið að þetta væri alls ekki vandamál, trúfélag í skilningi laganna væri sjálfstæð eining og óháð rekstrarfélaginu á bak við það. Það væri því einfalt mál að stofna nýtt rekstrarfélag fyrir trúfélagið, enda værum við opinberlega viðurkenndir forráðamenn trúfélagsins.Í janúar 2016 hófumst við því handa við að stofna nýtt rekstrarfélag til að taka við sóknargjöldunum svo við gætum í kjölfarið greitt þau út til okkar meðlima eins og við höfðum gert ráð fyrir. Þá kom í ljós að innan stjórnkerfisins var hreint ekki alls staðar sami skilningur lagður í lög um skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Þrátt fyrir skýrar fyrri leiðbeiningar þess efnis þá var okkur nú synjað um stofnun nýs rekstrarfélags þar sem ekki væri hægt að aðgreina trúfélög og rekstrarfélög. Það var ljóst að án rekstrarfélagsins gætum við hvorki móttekið né ráðstafað þeim fjármunum sem félagið átti tilkall til. Í febrúar 2016 óskuðum við því eftir því að allar greiðslur frá Fjársýslu ríkisins til trúfélagsins yrðu frystar til að vernda hagsmuni meðlima trúfélagsins. Fjársýslan varð við þeirri beiðni og voru fjármunir félagsins í frystingu hjá ríkissjóði fram á haust 2017.Nú í byrjun nóvember, eftir um tveggja ára baráttu okkar fyrir yfirráðum í félaginu, er endanlega ljóst að málið er tapað. Ágúst Arnar Ágústsson er nú forstöðumaður félagsins og sú opinbera viðurkenning sem okkur var látin í té af yfirvöldum í júní 2015 hefur verið felld úr gildi. Við höfum því engin ítök eða völd lengur í trúfélaginu Zuism og getum þar af leiðandi ekki borið ábyrgð á því að sóknargjöld verði endurgreidd eða gefin til góðgerðarmála. Við frábiðjum okkur einnig tilraunir núverandi forráðamanna félagsins til að eigna sér upphafleg markmið okkar með gjörningnum, enda komu þeir hvergi að þeirri hugmyndavinnu.Niðurstaðan í þessu máli er afleiðing stjórnsýslumistaka sem skrifast á þá lagaumgjörð sem við vorum upphaflega að gagnrýna með gjörningi okkar. Vonandi verða þessi fjarstæðukenndu málalok til þess að lagaumhverfi kerfisins verði breytt.Virðingarfyllst,Fyrrum öldungaráð ZúistaArnór Bjarki Svarfdal Arnarson, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Holger Páll Sæmundsson, Ísak Andri Ólafsson, Snæbjörn Guðmundsson, Sveinn Þórhallsson Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til beggja tilkynninga. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00 Segir að trúfélagsgjöld Zúista verði endurgreidd eða renni til góðgerðamála Ágúst Arnar Ágústsson, sem nýverið var skráður forstöðumaður trúfélagsins Zuism eftir áralanga deilu, segir að trúfélagsgjöld þeirra sem skráð hafi sig í trúfélagið verði endurgreidd. Þá verði einnig í boði að ráðstafa sóknargjöldum til góðgerðarmála. 24. október 2017 14:30 Enn stjórnlaust hjá zúistum sem eiga nú um 50 milljóna króna sjóð Enginn hefur enn náð stjórnartaumum í trúfélagi zúista eftir að innanríkisráðuneytið úrskurðaði í janúar síðastliðnum að Ísak Andri Ólafsson, sem verið hafði forstöðumaður frá 1. júní 2015, væri ekki réttmætur fyrirsvarsmaður félagsins. 3. október 2017 06:00 Um sjö prósent Zúista sögðu sig úr söfnuðinum á þriðjudag Enn eru 2.385 manns skráðir í söfnuð Zúista. 26. október 2017 13:03 Segir þá sem skráðu sig úr Zuism ekki fá greitt Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélags zúista, segir starfsmann sýslumanns hafa gefið villandi upplýsingar og eytt gögnum um samskipti við keppinauta hans um völd í trúfélaginu. Boðar lofaða útgreiðslu sóknargjalda. 25. október 2017 06:00 Svarar ekki gagnrýni forstöðumanns Zúista Daginn sem Fréttablaðið sagði frá viðurkenningu á Ágústi Arnari Ágústssyni sem forstöðumanni Zuism skráðu 168 manns sig úr félaginu. 28. október 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Fyrrverandi Öldungaráð Zúista hvetur alla meðlimi félagsins til að skrá sig úr félaginu fyrir 1. desember. Ráðið segist harma þá stöðu sem sé nú uppi í félaginu og þakkar fylgjendum félagsins fyrir þolinmæði og stuðning undanfarin ár. Nú sé hins vegar komið að leikslokum. Félag Zúista hefur mikið verið í umræðunni eftir að Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hafði verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra. Deilt hafði verið um hver færi með stjórn félagsins en embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra varð við kröfu Ágústs Arnars Ágústssonar um að skrá hann sem forstöðumann trúfélagsins. Ágúst Arnar er annar svokallaðra Kickstarter-bræðra, en bróðir hans Einar Ágústsson, var í desember 2013 skráður sem forsvarsmaður félagsins í fyrirtækjaskrá eftir að upphaflegur formaður hætti. Einar hlaut í júní þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik, en báðir bræðurnir voru til rannsóknar í málinu en aðeins gefin út ákæra á hendur Einari, líkt og segir í frétt Fréttablaðsins.Sjá einnig: Um sjö prósent Zúista sögðu sig úr söfnuðinum á þriðjudaginn Deilurnar um félagið má rekja til þess þegar hópur manna tók félagið yfir árið 2015 og hóf að safna meðlimum í stórum stíl þar sem því var heitið að endurgreiða þeim út tæplega 11 þúsund króna sóknargjöld sem renna árlega úr ríkissjóði til trúfélaga fyrir hvern skráðan meðlim. Um þrjú þúsund manns skráðu sig þá í félagið. Forstöðumaður fyrir hönd þessa hóps, Ísak Andri Ólafsson, var hins vegar settur af með úrskurði innanríkisráðuneytisins í janúar á þessu ári eftir að Ágúst gerði kröfu um það. Öldungaráðið fyrrverandi rifjar upp forsögu þess að þó tóku yfir stjórn félagsins með því markmiði að endurgreiða sóknargjöldin til meðlima. Eftir tveggja ára baráttu sé nú ljóst að málið sé tapað. „Ágúst Arnar Ágústsson er nú forstöðumaður félagsins og sú opinbera viðurkenning sem okkur var látin í té af yfirvöldum í júní 2015 hefur verið felld úr gildi. Við höfum því engin ítök eða völd lengur í trúfélaginu Zuism og getum þar af leiðandi ekki borið ábyrgð á því að sóknargjöld verði endurgreidd eða gefin til góðgerðarmála. Við frábiðjum okkur einnig tilraunir núverandi forráðamanna félagsins til að eigna sér upphafleg markmið okkar með gjörningnum, enda komu þeir hvergi að þeirri hugmyndavinnu.“Segjast ætla að hefja endurgreiðslur í mánuðinum Núverandi stjórnendur Zústia hafa einnig sent frá sér tilkynningu þar sem segir að endurgreiðslur úr sóknargjöldum til meðlima félagsins muni hefjast upp úr miðjum nóvember. Ágúst Arnar Ágústsson segir að umsóknarfrestur sé til 15. nóvember og stefnt sé að því að greiða tveimur dögum eftir að honum lýkur. Þetta kemur fram á vef félagsins.Sjá einnig: Zúistar vilja hefja endurgreiðslu á sóknargjöldum í nóvember „Eftir langa bið og mikla baráttu er loksins komið að því að Zúistar geti fengið endurgreiðslu á sóknargjöldum. Meðlimum er einnig boðið að láta sóknargjöldin renna til góðgerðarmála. Zuism hefur nú þegar styrkt Barnaspítala Hringsins um 1,1 milljón til tækjakaupa. Félagið styrkti einnig neyðarsjóð UNICEF með 300 þúsund króna framlagi í fyrradag og mun halda áfram að styrkja önnur góðgerðarmálefni á næstu misserum. Zuism er eina trúfélag landsins sem leyfir sóknarbörnum að ráðstafa sínum sóknargjöldum. Við hvetjum fólk til að skrá sig í félagið fyrir 1. desember því stefnt er að því að endurgreiðslur muni halda áfram á næsta ári,“ segir Ágúst.Yfirlýsinguna frá öldungaráði Zúista má sjá hér að neðan:Við undirrituð hörmum innilega þá stöðu sem nú er uppi í trúfélaginu Zuism og hvetjum alla meðlimi til að skrá sig úr félaginu í síðasta lagi fyrir 1. desember. Við þökkum fylgjendum okkar fyrir þolinmæði og stuðning undanfarin ár en nú er því miður komið að leikslokum hjá okkur.Upphaf þessa máls var fjölmiðlaumfjöllun vorið 2015 um trúfélagið Zuism sem enginn virtist gangast við og hafði einungis fjóra meðlimi. Þar kom fram að embætti sýslumanns á Norðurlandi eystra hefði með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu skorað á meðlimi félagsins að gefa sig fram. Að öðrum kosti yrði félagið lagt niður þar sem lágmarksfjöldi meðlima var langt frá því að uppfylla viðmið í reglugerð ráðuneytis um skráningu opinberra trú- og lífsskoðunarfélaga.Við, sem kölluðum okkur öldungaráð Zúista, fórum fyrir stórum hópi fólks sem vildi umbætur á lagaumhverfi trúfélaga. Vegna þess hversu erfitt er að fá ný trúfélög viðurkennd sáum við tækifæri í þeirri stöðu sem var uppi í trúfélaginu Zúism. Við söfnuðum því lágmarksfjölda meðlima og gáfum okkur fram við sýslumann svo að félagið yrði ekki afskráð. Við litum á þetta sem tækifæri til að skapa umræðu um hið gallaða og óréttláta trúfélaga- og sóknargjaldakerfi.Í kjölfarið fengum við leiðbeiningar frá embætti sýslumanns um hvernig við tækjum við stjórn félagsins sem við fórum eftir og skiluðum öllum tilhlýðilegum gögnum sem óskað var eftir. Þann 1. júní 2015 fékk fulltrúi okkar opinbera viðurkenningu embættis sýslumanns að hann væri forstöðumaður trúfélagsins og að við færum með völd í þessu umkomulausa trúfélagi.Niðurstaða okkar hugmyndavinnu var að bjóða félagsmönnum að fá sóknargjöldin endurgreidd eða gefa þau aftur til samfélagsins með því að styrkja góðgerðarmál. Í krafti hinnar opinberu viðurkenningar hófum við svo í nóvember 2015 gjörninginn þar sem við auglýstum zúistafélagið og endurgreiðsluleiðina. Á einungis tveimur vikum fengum við um 3000 nýja meðlimi og vakti félagið athygli langt út fyrir landsteinana. Þann 1. desember 2015 var félagið orðið eitt stærsta trúfélag landsins.Snemma í desember 2015 hófst svo stjórnsýslumartröð, sem hefur nú loksins tekið enda. Þá kom í ljós að upphaflegu stofnendur trúfélagsins, sem voru algjörlega ótengdir okkur og okkar áformum, voru enn í forsvari fyrir rekstrarfélag á bak við trúfélagið. Þetta kom okkur á óvart svo ekki sé meira sagt, sérstaklega í ljósi þess að leiðbeiningar stjórnvaldsins til okkar höfðu ávallt verið að þetta væri alls ekki vandamál, trúfélag í skilningi laganna væri sjálfstæð eining og óháð rekstrarfélaginu á bak við það. Það væri því einfalt mál að stofna nýtt rekstrarfélag fyrir trúfélagið, enda værum við opinberlega viðurkenndir forráðamenn trúfélagsins.Í janúar 2016 hófumst við því handa við að stofna nýtt rekstrarfélag til að taka við sóknargjöldunum svo við gætum í kjölfarið greitt þau út til okkar meðlima eins og við höfðum gert ráð fyrir. Þá kom í ljós að innan stjórnkerfisins var hreint ekki alls staðar sami skilningur lagður í lög um skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Þrátt fyrir skýrar fyrri leiðbeiningar þess efnis þá var okkur nú synjað um stofnun nýs rekstrarfélags þar sem ekki væri hægt að aðgreina trúfélög og rekstrarfélög. Það var ljóst að án rekstrarfélagsins gætum við hvorki móttekið né ráðstafað þeim fjármunum sem félagið átti tilkall til. Í febrúar 2016 óskuðum við því eftir því að allar greiðslur frá Fjársýslu ríkisins til trúfélagsins yrðu frystar til að vernda hagsmuni meðlima trúfélagsins. Fjársýslan varð við þeirri beiðni og voru fjármunir félagsins í frystingu hjá ríkissjóði fram á haust 2017.Nú í byrjun nóvember, eftir um tveggja ára baráttu okkar fyrir yfirráðum í félaginu, er endanlega ljóst að málið er tapað. Ágúst Arnar Ágústsson er nú forstöðumaður félagsins og sú opinbera viðurkenning sem okkur var látin í té af yfirvöldum í júní 2015 hefur verið felld úr gildi. Við höfum því engin ítök eða völd lengur í trúfélaginu Zuism og getum þar af leiðandi ekki borið ábyrgð á því að sóknargjöld verði endurgreidd eða gefin til góðgerðarmála. Við frábiðjum okkur einnig tilraunir núverandi forráðamanna félagsins til að eigna sér upphafleg markmið okkar með gjörningnum, enda komu þeir hvergi að þeirri hugmyndavinnu.Niðurstaðan í þessu máli er afleiðing stjórnsýslumistaka sem skrifast á þá lagaumgjörð sem við vorum upphaflega að gagnrýna með gjörningi okkar. Vonandi verða þessi fjarstæðukenndu málalok til þess að lagaumhverfi kerfisins verði breytt.Virðingarfyllst,Fyrrum öldungaráð ZúistaArnór Bjarki Svarfdal Arnarson, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Holger Páll Sæmundsson, Ísak Andri Ólafsson, Snæbjörn Guðmundsson, Sveinn Þórhallsson Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til beggja tilkynninga.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00 Segir að trúfélagsgjöld Zúista verði endurgreidd eða renni til góðgerðamála Ágúst Arnar Ágústsson, sem nýverið var skráður forstöðumaður trúfélagsins Zuism eftir áralanga deilu, segir að trúfélagsgjöld þeirra sem skráð hafi sig í trúfélagið verði endurgreidd. Þá verði einnig í boði að ráðstafa sóknargjöldum til góðgerðarmála. 24. október 2017 14:30 Enn stjórnlaust hjá zúistum sem eiga nú um 50 milljóna króna sjóð Enginn hefur enn náð stjórnartaumum í trúfélagi zúista eftir að innanríkisráðuneytið úrskurðaði í janúar síðastliðnum að Ísak Andri Ólafsson, sem verið hafði forstöðumaður frá 1. júní 2015, væri ekki réttmætur fyrirsvarsmaður félagsins. 3. október 2017 06:00 Um sjö prósent Zúista sögðu sig úr söfnuðinum á þriðjudag Enn eru 2.385 manns skráðir í söfnuð Zúista. 26. október 2017 13:03 Segir þá sem skráðu sig úr Zuism ekki fá greitt Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélags zúista, segir starfsmann sýslumanns hafa gefið villandi upplýsingar og eytt gögnum um samskipti við keppinauta hans um völd í trúfélaginu. Boðar lofaða útgreiðslu sóknargjalda. 25. október 2017 06:00 Svarar ekki gagnrýni forstöðumanns Zúista Daginn sem Fréttablaðið sagði frá viðurkenningu á Ágústi Arnari Ágústssyni sem forstöðumanni Zuism skráðu 168 manns sig úr félaginu. 28. október 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00
Segir að trúfélagsgjöld Zúista verði endurgreidd eða renni til góðgerðamála Ágúst Arnar Ágústsson, sem nýverið var skráður forstöðumaður trúfélagsins Zuism eftir áralanga deilu, segir að trúfélagsgjöld þeirra sem skráð hafi sig í trúfélagið verði endurgreidd. Þá verði einnig í boði að ráðstafa sóknargjöldum til góðgerðarmála. 24. október 2017 14:30
Enn stjórnlaust hjá zúistum sem eiga nú um 50 milljóna króna sjóð Enginn hefur enn náð stjórnartaumum í trúfélagi zúista eftir að innanríkisráðuneytið úrskurðaði í janúar síðastliðnum að Ísak Andri Ólafsson, sem verið hafði forstöðumaður frá 1. júní 2015, væri ekki réttmætur fyrirsvarsmaður félagsins. 3. október 2017 06:00
Um sjö prósent Zúista sögðu sig úr söfnuðinum á þriðjudag Enn eru 2.385 manns skráðir í söfnuð Zúista. 26. október 2017 13:03
Segir þá sem skráðu sig úr Zuism ekki fá greitt Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélags zúista, segir starfsmann sýslumanns hafa gefið villandi upplýsingar og eytt gögnum um samskipti við keppinauta hans um völd í trúfélaginu. Boðar lofaða útgreiðslu sóknargjalda. 25. október 2017 06:00
Svarar ekki gagnrýni forstöðumanns Zúista Daginn sem Fréttablaðið sagði frá viðurkenningu á Ágústi Arnari Ágústssyni sem forstöðumanni Zuism skráðu 168 manns sig úr félaginu. 28. október 2017 06:00