Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Sveinn Arnarsson skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Ásmundur Friðriksson vildi ekki svara hve mikið hann hefur fengið endurgreitt vegna aksturskotnaðar. vísir/vilhelm Á árunum 2013 til ársloka 2016 hafa þingmenn fengið 163 milljónir króna greiddar vegna aksturs eigin bifreiða. Þingmenn geta haldið akstursdagbækur. Þingmenn Suðurkjördæmis fá mun hærri endurgreiðslu en aðrir þingmenn. Þetta kemur fram í svari þáverandi forseta þingsins, Unnar Brár Konráðsdóttur, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um ferðakostnað alþingismanna. Í fyrra endurgreiddi þingið um 35 milljónir króna til þingmanna vegna aksturs eigin bíla. Þar af fóru 22,2 milljónir til þingmanna í Suðurkjördæmi eða tvær af hverjum þremur krónum. Alþingi hefur ítrekað neitað því að greina greiðslur til einstakra þingmanna niður og því fæst ekki frekari sundurliðun. Í svari Unnar Brár kemur fram að endurgreiðslur til þingmanna í Norðvesturkjördæmi hafi dregist verulega saman árið 2015 eftir að þingmenn fóru greinilega að nýta sér bílaleigubíla í meiri mæli. Þingið hefur mælst til þess að þingmenn nýti sér bílaleigubíla þar sem það er ódýrari kostur fyrir þingið.Allt eftir bókinni „Ég hef ekkert skoðað það sérstaklega hvað það kostar að taka bílaleigubíl. Ég er bara með minn bíl og hann er skrifstofan mín. Ég skrái niður akstur minn samviskusamlega og samkvæmt mínum kjörum er mér heimilt að nota bílinn minn. Ég hef alltaf gert þetta í samræmi við lög og reglur og ekki fengið neinar athugasemdir frá yfirboðurum mínum,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar hann er spurður hvort hann vilji upplýsa hversu mikið hann ók á síðasta ári og hversu háar upphæðir hann fékk greiddar vegna aksturs var hann ekki tilbúinn til þess. „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda, er það? Þið viljið ekki að þeir missi spón úr aski sínum?“ Lítill sem enginn vilji virðist vera fyrir því hjá þingmönnum Suðurkjördæmis að nýta bílaleigubíla. Árið 2016 greiddi þingið 8.301 krónur vegna bílaleigubíla þingmanna kjördæmisins. Aksturskostnaður þingmanna Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Á árunum 2013 til ársloka 2016 hafa þingmenn fengið 163 milljónir króna greiddar vegna aksturs eigin bifreiða. Þingmenn geta haldið akstursdagbækur. Þingmenn Suðurkjördæmis fá mun hærri endurgreiðslu en aðrir þingmenn. Þetta kemur fram í svari þáverandi forseta þingsins, Unnar Brár Konráðsdóttur, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um ferðakostnað alþingismanna. Í fyrra endurgreiddi þingið um 35 milljónir króna til þingmanna vegna aksturs eigin bíla. Þar af fóru 22,2 milljónir til þingmanna í Suðurkjördæmi eða tvær af hverjum þremur krónum. Alþingi hefur ítrekað neitað því að greina greiðslur til einstakra þingmanna niður og því fæst ekki frekari sundurliðun. Í svari Unnar Brár kemur fram að endurgreiðslur til þingmanna í Norðvesturkjördæmi hafi dregist verulega saman árið 2015 eftir að þingmenn fóru greinilega að nýta sér bílaleigubíla í meiri mæli. Þingið hefur mælst til þess að þingmenn nýti sér bílaleigubíla þar sem það er ódýrari kostur fyrir þingið.Allt eftir bókinni „Ég hef ekkert skoðað það sérstaklega hvað það kostar að taka bílaleigubíl. Ég er bara með minn bíl og hann er skrifstofan mín. Ég skrái niður akstur minn samviskusamlega og samkvæmt mínum kjörum er mér heimilt að nota bílinn minn. Ég hef alltaf gert þetta í samræmi við lög og reglur og ekki fengið neinar athugasemdir frá yfirboðurum mínum,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar hann er spurður hvort hann vilji upplýsa hversu mikið hann ók á síðasta ári og hversu háar upphæðir hann fékk greiddar vegna aksturs var hann ekki tilbúinn til þess. „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda, er það? Þið viljið ekki að þeir missi spón úr aski sínum?“ Lítill sem enginn vilji virðist vera fyrir því hjá þingmönnum Suðurkjördæmis að nýta bílaleigubíla. Árið 2016 greiddi þingið 8.301 krónur vegna bílaleigubíla þingmanna kjördæmisins.
Aksturskostnaður þingmanna Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira