Úrslitasund í íslandsmeistaramótinu í sundi lauk núna síðdegis niður í Laugardal en þar gerðust mikið af athyglisverðum hlutum en Aron Örn Stefánsson, sundmaður úr SH, náði meðal annars lágmárki á Evrópumeistaramótið í 100m skriðsundi og nældi í tvenn gullverðlaun í leiðinni.
Aron náði lágmarkinu í undanrásum í hádeginu en þá synti hann á 48,89 sekúndum, en lágmarkið er 49,67 og þess vegna hafði möguleika til þess að bæta sig enn frekar í úrslitasundinu. Hann gerði það þó ekki því í úrslitasundinu synti hann á 49,83 sem var þó nóg til þess að tryggja honum 1.sætið og gullið. Davíð Fannar Rangarson úr Sunddeild Breiðarbliks hirti annað sæti og synti á 53,13 sekúndum á meðan Kristján Gylfi Þórisson endaði í 3.sæti en hann synti á 53,34 sekúndum.
Aron tók einnig gullið í 50 metra bringusundi á tímanum 28,61 sekúndu en Baldvin Sigmarsson var annar á 30,17 og þriðji var Sævar Berg Sigurðarsson á 30,52 sekúndum.
Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti við sig gulli í dag í 100 metra baksundi þegar hún synti á tímanum 1:00,20 mínútum sem var lágmark inn á EM. Eygló vann einnig silfur í 50 metra baksundi sem einnig var undir lágmarki inn á EM en í þeirri grein fór Ingbjörg Kristín Jónsdóttir með sigur af hólmi.
Í úrslitum í 100m skriðsundi 16 ára og yngri kvenna var það Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr SH sem endaði í 1.sæti en hún synti á 57,24 sekúndum en með því náði hún lágmarki fyrir Norðurlandameistaramót 16 ára og yngri.
Kristinn Þórarinsson, úr Ægi, tryggði sig inná EM25 í Kaupmannahöfn núna ó desember en hann sigraði 100m fjórsund á tímanum 55, 04 sekúndum en lágmarkið er 55,83 sekúndur.
Í 50m bringusundi kvenna setti Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, Íslandsmet, 30,42 sekúndur. Gamla metið átti Hrafnhildur sjálf en það var 30,47 sekæúndur sem hún setti í Windsor í Kanada á HM25 í fyrra.
Aron Örn nældi sér í tvenn gullverðlaun
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið



„Ég trúi þessu varla“
Sport




Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn

United hættir að bjóða upp á frían hádegismat
Enski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn

Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum
Enski boltinn