Fljúga yfir Öræfajökul til að kanna aðstæður: „Engar vísbendingar um eldgos“ Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 18. nóvember 2017 12:15 Gervihnattarhynd 17. nóvember 2017. Veðurstofa Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku. Sterka brennisteinslykt leggur frá Vestari-Kvíá sem liggur undan jöklinum. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna jökulsins. Í byrjun október var jarðskjálfti í Öræfajökli sem mældist 3,5 að stærð og var það stærsti jarðskjálfti sem hefur orðið í jöklinum frá upphafi mælinga. Í kjölfarið þétti Veðurstofan mælanet á svæðinu. Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill myndaðist í öskjunni síðastliðna viku.Í fyrrakvöld fékk Veðurstofan tilkynningu frá leiðsögumanni um sterka brennisteinslykt við Vestari-Kvíá sem kemur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls. Rögnvaldur Ólafsson er hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir rólegt yfir svæðinu. „Það er náttúrulega búin að vera meiri virkni svona heldur en búið er að vera undanfarin ár. Það var í kjölfarið ákveðið að lýsa yfir óvissustigi Almannavarna og það gengur svolítið út á að gera kannski meira sýnilegt gagnvart almenningi hvað við erum að gera,“ sagði Rögnvaldur í hádegisfréttum á Bylgjunni. Svo virðist sem jarðhitavatn hafi lekið hægt undan katlinum og komið fram undan Kvíárjökli. Talið er að mesta vatnið sé nú þegar runnið undan katlinum. Áréttað er að engin merki eru um gosóróa eða yfirvofandi eldgos. „Það er augljóst að það er meiri hiti þarna undir fjallinu en hefur verið, allavega nóg til þess að búa til ketil sem menn hafa ekki séð áður. Þannig að það er ýmislegt að gerast þarna. Það er ýmislegt að gerast þarna en það eru engar vísbendingar á þessum tímapunkti að það sé eitthvað sérstakt að gerast, það er að segja það eru ekki sjáanlegar kvikuhreyfingar og það eru engar vísbendingar um eldgos.“ Ríkislögreglustjóri lýsti í gærkvöldi yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í jöklinum en það er gert þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- og mannavöldum sem geti síðar leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Vegna þess var Lögreglan á Suðurlandi með vakt á þjóðveginum við Kvíá í nótt. Tekin verður ákvörðun um áframhaldandi vakt síðar í dag. „Við ætlum að taka stöðuna á því eftir flug sem er í gangi núna.“ Rögnvaldur segir að viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Öræfajökli er ekki til en unnið er hratt að gerð hennar. Rafleiðni í Múlkvísl hefur hækkað til muna frá því í gær en vatnsmagn þar hefur ekki aukist.Vísindamenn veðurstofunnar koma til með að fljúga þangað líka í dag auk þess að skoða Jökulsá á Fjöllum þar sem rafleiðni mældist á í síðustu viku en hefur farið lækkandi. Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands far einnig í dag með flugvél ISAVIA til að gera radarmælingar á Mýrdalsjökli, Öræfajökli og Bárðarbungu. Ætlunin er að nýta alla þá dagsbirtu sem hægt er til þess að taka sýni úr ám eins og hægt er, bæði vatn og mögulega gas. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í Öræfajökli. 17. nóvember 2017 22:46 Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira
Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku. Sterka brennisteinslykt leggur frá Vestari-Kvíá sem liggur undan jöklinum. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna jökulsins. Í byrjun október var jarðskjálfti í Öræfajökli sem mældist 3,5 að stærð og var það stærsti jarðskjálfti sem hefur orðið í jöklinum frá upphafi mælinga. Í kjölfarið þétti Veðurstofan mælanet á svæðinu. Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill myndaðist í öskjunni síðastliðna viku.Í fyrrakvöld fékk Veðurstofan tilkynningu frá leiðsögumanni um sterka brennisteinslykt við Vestari-Kvíá sem kemur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls. Rögnvaldur Ólafsson er hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir rólegt yfir svæðinu. „Það er náttúrulega búin að vera meiri virkni svona heldur en búið er að vera undanfarin ár. Það var í kjölfarið ákveðið að lýsa yfir óvissustigi Almannavarna og það gengur svolítið út á að gera kannski meira sýnilegt gagnvart almenningi hvað við erum að gera,“ sagði Rögnvaldur í hádegisfréttum á Bylgjunni. Svo virðist sem jarðhitavatn hafi lekið hægt undan katlinum og komið fram undan Kvíárjökli. Talið er að mesta vatnið sé nú þegar runnið undan katlinum. Áréttað er að engin merki eru um gosóróa eða yfirvofandi eldgos. „Það er augljóst að það er meiri hiti þarna undir fjallinu en hefur verið, allavega nóg til þess að búa til ketil sem menn hafa ekki séð áður. Þannig að það er ýmislegt að gerast þarna. Það er ýmislegt að gerast þarna en það eru engar vísbendingar á þessum tímapunkti að það sé eitthvað sérstakt að gerast, það er að segja það eru ekki sjáanlegar kvikuhreyfingar og það eru engar vísbendingar um eldgos.“ Ríkislögreglustjóri lýsti í gærkvöldi yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í jöklinum en það er gert þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- og mannavöldum sem geti síðar leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Vegna þess var Lögreglan á Suðurlandi með vakt á þjóðveginum við Kvíá í nótt. Tekin verður ákvörðun um áframhaldandi vakt síðar í dag. „Við ætlum að taka stöðuna á því eftir flug sem er í gangi núna.“ Rögnvaldur segir að viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Öræfajökli er ekki til en unnið er hratt að gerð hennar. Rafleiðni í Múlkvísl hefur hækkað til muna frá því í gær en vatnsmagn þar hefur ekki aukist.Vísindamenn veðurstofunnar koma til með að fljúga þangað líka í dag auk þess að skoða Jökulsá á Fjöllum þar sem rafleiðni mældist á í síðustu viku en hefur farið lækkandi. Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands far einnig í dag með flugvél ISAVIA til að gera radarmælingar á Mýrdalsjökli, Öræfajökli og Bárðarbungu. Ætlunin er að nýta alla þá dagsbirtu sem hægt er til þess að taka sýni úr ám eins og hægt er, bæði vatn og mögulega gas.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í Öræfajökli. 17. nóvember 2017 22:46 Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í Öræfajökli. 17. nóvember 2017 22:46
Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04