„Fólk komið með ógeð á auglýsingum á Snapchat“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. nóvember 2017 10:30 Manúela er mjög stór á bæði Snapchat og Instagram. „Fólk er komið með svolítið ógeð á þessum eilífu auglýsingum,” segir Manúela Ósk Harðardóttir, ein vinsælasta snappstjarna landsins um auglýsingar á Snapchat. Á síðustu tveimur árum hefur þeim fjölgað hratt sem auglýsa vörur og þjónustu á Snapchat. Samkvæmt upplýsingum frá umboðsskrifstofunni Eylendu eru 20-30 íslenskir áhrifavaldar með um 10.000 áhorf daglega á sitt efni en uppundir 30 þúsund fylgjast daglega með stærstu íslensku snöppurunum. Talið er að samfélagsmiðlar séu í dag með um 15-20% af auglýsingamarkaðnum, þar af sé Snapchat með um 3%. „Og fyrirtæki eru kannski ekki heldur að fatta það að þessi markaðssetning er svolítið farin að snúast við. Fólk verður svo pirrað að sjá sömu vöruna hjá öllum snöppurum endalaust þegar það opnar Snapchat að það frekar sniðgengur vöruna,” segir Manúela sem var ein af tveimur Snapchat stjörnum sem var ítarlega rætt við í þættinum Snapparar í gærkvöldi. Snapparar er nýjasta þáttaröðin úr smiðju Lóu Pind. Í þeim er fylgst með nokkrum af helstu snöppurum landsins. Allt sjarmerandi fólk með ríkulega athyglisþörf sem hefur náð að laða þúsundir, sumir tugþúsundir Íslendinga til að fylgjast með lífi sínu á Snapchat. Hvaða fólk er þetta og hvers konar fólk nær að slá í gegn á Snapchat? Getur maður lifað á því að vera atvinnuáhrifavaldur? Fyrsti þáttur Snappara var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi kl. 19:55 þar sem við kynntumst meðal annars snappstjörnunum Binna Glee og Manúelu Ósk. Umsjón þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, upptökustjórn og klippingu annaðist Lúðvík Páll Lúðvíksson. Samfélagsmiðlar Snapparar Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Lífið samstarf Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Fleiri fréttir Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan fór út blautbolakeppni Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Sjá meira
„Fólk er komið með svolítið ógeð á þessum eilífu auglýsingum,” segir Manúela Ósk Harðardóttir, ein vinsælasta snappstjarna landsins um auglýsingar á Snapchat. Á síðustu tveimur árum hefur þeim fjölgað hratt sem auglýsa vörur og þjónustu á Snapchat. Samkvæmt upplýsingum frá umboðsskrifstofunni Eylendu eru 20-30 íslenskir áhrifavaldar með um 10.000 áhorf daglega á sitt efni en uppundir 30 þúsund fylgjast daglega með stærstu íslensku snöppurunum. Talið er að samfélagsmiðlar séu í dag með um 15-20% af auglýsingamarkaðnum, þar af sé Snapchat með um 3%. „Og fyrirtæki eru kannski ekki heldur að fatta það að þessi markaðssetning er svolítið farin að snúast við. Fólk verður svo pirrað að sjá sömu vöruna hjá öllum snöppurum endalaust þegar það opnar Snapchat að það frekar sniðgengur vöruna,” segir Manúela sem var ein af tveimur Snapchat stjörnum sem var ítarlega rætt við í þættinum Snapparar í gærkvöldi. Snapparar er nýjasta þáttaröðin úr smiðju Lóu Pind. Í þeim er fylgst með nokkrum af helstu snöppurum landsins. Allt sjarmerandi fólk með ríkulega athyglisþörf sem hefur náð að laða þúsundir, sumir tugþúsundir Íslendinga til að fylgjast með lífi sínu á Snapchat. Hvaða fólk er þetta og hvers konar fólk nær að slá í gegn á Snapchat? Getur maður lifað á því að vera atvinnuáhrifavaldur? Fyrsti þáttur Snappara var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi kl. 19:55 þar sem við kynntumst meðal annars snappstjörnunum Binna Glee og Manúelu Ósk. Umsjón þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, upptökustjórn og klippingu annaðist Lúðvík Páll Lúðvíksson.
Samfélagsmiðlar Snapparar Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Lífið samstarf Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Fleiri fréttir Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan fór út blautbolakeppni Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Sjá meira