„Krókódíllinn“ nær völdum í Simbabve með aðstoð hersins Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2017 13:26 Emmerson Mnangagwa er kallaður Krókódíllinn. Vísir/AFP Stjórnarflokkurinn í Simbabve, Zanu PF, hefur greint frá því að Emmerson Mnangagwa hafi tekið við embætti forseta landsins til bráðabirgða eftir að herinn setti Robert Mugabe í stofufangelsi. Hinn 93 ára Mugabe rak Mnangagwa úr embætti varaforseta landsins þann 6. nóvember og er talið að það hafi verið gert í þeim tilgangi að greiða leið eiginkonunnar, Grace Mugabe, til að taka við af Mugabe síðar meir. Mnangagwa, sem er 75 ára, hefur verið einn nánasti samstarfsmaður Mugabe frá því að hann tók við stjórn landsins árið 1980. Mnangagwa hefur gengið undir nafninu „Krókódíllinn“ þar sem hann leiddi uppreisnarhópinn „Crocodile Gang“ í sjálfstæðisbaráttunni gegn bresku nýlenduherrunum á sínum tíma. Á þessum tíma var hann handtekinn, pyndaður, og kynntist svo Robert Mugame þegar hann sat í fangelsi eftir að hafa hlotið tíu ára dóm.Tók þátt í ofsóknum Talið er að Mnangagwa hafi tekið virkan þátt í ofsóknum gegn hvítum jarðeigendum á áttunda áratugnum og hreinsusum á Ndebele-fólki í landinu. Er talið að um 20 þúsund hafi látið lífið í hreinsununum.Hjónin Robert og Grace Mugabe.Vísir/AFPMnangagwa var skipaður nánasti ráðgjafi Mugabe árið 1977 og hefur gegnt fjölda ráðherraembætta frá því að landið varð sjálfstætt. Hann var gerður að varaforseta að loknum kosningunum 2013.Óttaðist um líf sitt Mugabe rak Mnangagwa svo úr embætti í byrjun mánaðar þar sem hann sakaði varaforsetann um að skipuleggja valdarán. Mnangagwa sagist þá óttast um líf sitt og flúði land. Talið er að Grace Mugabe hafi haft sitt að segja um brottrekstur Mnangagwa en barátta hefur staðið milli þeirra um hver eigi að taka við stjórn Simbabve eftir Robert Mugabe. Greint var frá því í dag að Grace Mugabe hafi flúið til Namibíu. Namibía Tengdar fréttir Mugabe í haldi og sagður ætla að segja af sér Forseti Simbabve er nú í haldi en er heill á húfi að því er fram kemur á Twitter-síðu valdaflokksins Zanu PF. 15. nóvember 2017 08:27 Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. 15. nóvember 2017 06:58 Grace Mugabe hefur flúið land Her Simbabve er nú með forsetann Robert Mugabe í stofufangelsi í höfuðborginni Harare. 15. nóvember 2017 12:48 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira
Stjórnarflokkurinn í Simbabve, Zanu PF, hefur greint frá því að Emmerson Mnangagwa hafi tekið við embætti forseta landsins til bráðabirgða eftir að herinn setti Robert Mugabe í stofufangelsi. Hinn 93 ára Mugabe rak Mnangagwa úr embætti varaforseta landsins þann 6. nóvember og er talið að það hafi verið gert í þeim tilgangi að greiða leið eiginkonunnar, Grace Mugabe, til að taka við af Mugabe síðar meir. Mnangagwa, sem er 75 ára, hefur verið einn nánasti samstarfsmaður Mugabe frá því að hann tók við stjórn landsins árið 1980. Mnangagwa hefur gengið undir nafninu „Krókódíllinn“ þar sem hann leiddi uppreisnarhópinn „Crocodile Gang“ í sjálfstæðisbaráttunni gegn bresku nýlenduherrunum á sínum tíma. Á þessum tíma var hann handtekinn, pyndaður, og kynntist svo Robert Mugame þegar hann sat í fangelsi eftir að hafa hlotið tíu ára dóm.Tók þátt í ofsóknum Talið er að Mnangagwa hafi tekið virkan þátt í ofsóknum gegn hvítum jarðeigendum á áttunda áratugnum og hreinsusum á Ndebele-fólki í landinu. Er talið að um 20 þúsund hafi látið lífið í hreinsununum.Hjónin Robert og Grace Mugabe.Vísir/AFPMnangagwa var skipaður nánasti ráðgjafi Mugabe árið 1977 og hefur gegnt fjölda ráðherraembætta frá því að landið varð sjálfstætt. Hann var gerður að varaforseta að loknum kosningunum 2013.Óttaðist um líf sitt Mugabe rak Mnangagwa svo úr embætti í byrjun mánaðar þar sem hann sakaði varaforsetann um að skipuleggja valdarán. Mnangagwa sagist þá óttast um líf sitt og flúði land. Talið er að Grace Mugabe hafi haft sitt að segja um brottrekstur Mnangagwa en barátta hefur staðið milli þeirra um hver eigi að taka við stjórn Simbabve eftir Robert Mugabe. Greint var frá því í dag að Grace Mugabe hafi flúið til Namibíu.
Namibía Tengdar fréttir Mugabe í haldi og sagður ætla að segja af sér Forseti Simbabve er nú í haldi en er heill á húfi að því er fram kemur á Twitter-síðu valdaflokksins Zanu PF. 15. nóvember 2017 08:27 Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. 15. nóvember 2017 06:58 Grace Mugabe hefur flúið land Her Simbabve er nú með forsetann Robert Mugabe í stofufangelsi í höfuðborginni Harare. 15. nóvember 2017 12:48 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira
Mugabe í haldi og sagður ætla að segja af sér Forseti Simbabve er nú í haldi en er heill á húfi að því er fram kemur á Twitter-síðu valdaflokksins Zanu PF. 15. nóvember 2017 08:27
Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. 15. nóvember 2017 06:58
Grace Mugabe hefur flúið land Her Simbabve er nú með forsetann Robert Mugabe í stofufangelsi í höfuðborginni Harare. 15. nóvember 2017 12:48