Brynjar um stjórnarslitin: „Sennilega stærstu pólitísku mistök lýðveldisins“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 12:45 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Valhöll daginn eftir að stjórnin sprakk í september síðastliðnum. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að reynt fólk í pólitík hefði ekki gert það sem Björt framtíð gerði í haust, það er að slíta ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Ég held að þau hljóti að þau hljóti að átta sig á því í dag allavega. Þetta eru sennilega stærstu pólitísku mistök lýðveldisins,“ sagði Brynjar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og annað í pólitíkinni ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni, Pírata. Helgi Hrafn tók ekki undir það að Björt framtíð hefði verið reynslulítill flokkur á þingi þegar þau settust í ríkisstjórn enda hefði flokkurinn átt þingmenn áður. Aðspurður hvernig honum litist á Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, sem forsætisráðherra sagðist Brynjar hafa unnið með Katrínu og að hann viti hvað hún getur. „Þetta er bráðgreind kona, fljót að átta sig á hlutum. Eini gallinn við hana er að hún er ekki með nógu góðar skoðanir en ég get ekki ætlast til þess að allir hafi sömu skoðanir og ég. Hún er allavega skynsöm og þegar fólk er skynsamt þá nær það svona langt þó að skoðanir séu á flakki.“En hefur hann áhyggjur af málum sem kunna að koma upp, eftir að búið er að rita stjórnarsáttmála, sem geta valdið deilum á milli flokkanna þriggja? „Jú, það er auðvitað alltaf hættan. Það er kannski eina vandamálið þegar menn eru svona á sitthvorum pólnum en það getur líka alveg gerst á milli annarra flokka. Reynt fólk bara leysir það einhvern veginn. Það eru stóru hagsmunirnir sem fólk á að hugsa um,“ sagði Brynjar. Helgi Hrafn var spurður að því af hvejru hann hefði mestar áhyggjur í ríkisstjórnarsamstarfi þessara þriggja flokka. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta verði frekar íhaldssamt og lítið um mikilvægar breytingar. Auðvitað hefur enginn þessara flokka nema Vinstri græn á köflum barist fyrir því að það verði einhverjar alvöru kerfisbreytingar hérna. [...] Ég óttast að það verði meiri feimni við meira frjálslyndi, til dæmis í vímuefnamálum sem okkur er mjög annt um að verði og að vinnu við það haldi áfram,“ sagði Helgi Hrafn. Hlusta má á spjall þeirra Brynjars í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Óttarr segir Bjarta eiga framtíðina fyrir sér Stefna Bjartrar framtíðar eigi enn ríkt erindi en þegar menn séu farnir að þvælast fyrir sé rétt að þeir dragi sig í hlé. 31. október 2017 19:30 Tíu vikna atburðarás sem lauk með ríkisstjórn sem sprakk eftir 247 daga Tíu dagar eru nú liðnir frá því að landsmenn kusu til Alþingis í annað skiptið á einu ári. Vísir rifjar því upp atburðarásina í kringum stjórnarmyndunarviðræðurnar í fyrra sem voru nokkuð ólíkar þeim sem fara fram núna, að minnsta kosti enn sem komið er. 8. nóvember 2017 13:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að reynt fólk í pólitík hefði ekki gert það sem Björt framtíð gerði í haust, það er að slíta ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Ég held að þau hljóti að þau hljóti að átta sig á því í dag allavega. Þetta eru sennilega stærstu pólitísku mistök lýðveldisins,“ sagði Brynjar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og annað í pólitíkinni ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni, Pírata. Helgi Hrafn tók ekki undir það að Björt framtíð hefði verið reynslulítill flokkur á þingi þegar þau settust í ríkisstjórn enda hefði flokkurinn átt þingmenn áður. Aðspurður hvernig honum litist á Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, sem forsætisráðherra sagðist Brynjar hafa unnið með Katrínu og að hann viti hvað hún getur. „Þetta er bráðgreind kona, fljót að átta sig á hlutum. Eini gallinn við hana er að hún er ekki með nógu góðar skoðanir en ég get ekki ætlast til þess að allir hafi sömu skoðanir og ég. Hún er allavega skynsöm og þegar fólk er skynsamt þá nær það svona langt þó að skoðanir séu á flakki.“En hefur hann áhyggjur af málum sem kunna að koma upp, eftir að búið er að rita stjórnarsáttmála, sem geta valdið deilum á milli flokkanna þriggja? „Jú, það er auðvitað alltaf hættan. Það er kannski eina vandamálið þegar menn eru svona á sitthvorum pólnum en það getur líka alveg gerst á milli annarra flokka. Reynt fólk bara leysir það einhvern veginn. Það eru stóru hagsmunirnir sem fólk á að hugsa um,“ sagði Brynjar. Helgi Hrafn var spurður að því af hvejru hann hefði mestar áhyggjur í ríkisstjórnarsamstarfi þessara þriggja flokka. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta verði frekar íhaldssamt og lítið um mikilvægar breytingar. Auðvitað hefur enginn þessara flokka nema Vinstri græn á köflum barist fyrir því að það verði einhverjar alvöru kerfisbreytingar hérna. [...] Ég óttast að það verði meiri feimni við meira frjálslyndi, til dæmis í vímuefnamálum sem okkur er mjög annt um að verði og að vinnu við það haldi áfram,“ sagði Helgi Hrafn. Hlusta má á spjall þeirra Brynjars í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Óttarr segir Bjarta eiga framtíðina fyrir sér Stefna Bjartrar framtíðar eigi enn ríkt erindi en þegar menn séu farnir að þvælast fyrir sé rétt að þeir dragi sig í hlé. 31. október 2017 19:30 Tíu vikna atburðarás sem lauk með ríkisstjórn sem sprakk eftir 247 daga Tíu dagar eru nú liðnir frá því að landsmenn kusu til Alþingis í annað skiptið á einu ári. Vísir rifjar því upp atburðarásina í kringum stjórnarmyndunarviðræðurnar í fyrra sem voru nokkuð ólíkar þeim sem fara fram núna, að minnsta kosti enn sem komið er. 8. nóvember 2017 13:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00
Óttarr segir Bjarta eiga framtíðina fyrir sér Stefna Bjartrar framtíðar eigi enn ríkt erindi en þegar menn séu farnir að þvælast fyrir sé rétt að þeir dragi sig í hlé. 31. október 2017 19:30
Tíu vikna atburðarás sem lauk með ríkisstjórn sem sprakk eftir 247 daga Tíu dagar eru nú liðnir frá því að landsmenn kusu til Alþingis í annað skiptið á einu ári. Vísir rifjar því upp atburðarásina í kringum stjórnarmyndunarviðræðurnar í fyrra sem voru nokkuð ólíkar þeim sem fara fram núna, að minnsta kosti enn sem komið er. 8. nóvember 2017 13:45