Byrjuð að ræða skiptingu ráðuneyta Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 15. nóvember 2017 12:00 Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson við upphaf fundar formannanna í gær. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að byrjað sé að ræða skiptingu ráðuneyta í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokksins við Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn sem nú standa yfir. Eina sem liggur fyrir í því hvernig ráðuneytum verður skipt er það að lagt er upp með að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði forsætisráðherra. Þá er byrjað að skrifa málefnasamninginn en heimildir fréttastofu herma að samningurinn verði lagður fyrir flokksráð Vinstri grænna á laugardag og kosið um hann. Flokksráðið þarf að samþykkja málefnasamninginn svo flokkurinn taki sæti í ríkisstjórn en eins og greint hefur verið frá er mikil ólga innan VG vegna viðræðnanna við Sjálfstæðisflokkinn. Til að mynda greiddu tveir þingmenn flokksins atkvæði gegn því á þingflokksfundi að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. Sigurður Ingi segir í samtali við fréttastofu að viðræðurnar gangi vel en formennirnir hittust á fundi núna fyrir hádegi. „Við höldum bara áfram með það sem við vorum að vinna með í gær og það er í sjálfu sér lítið að frétta á meðan þessi vinna er í gangi þessa dagana,“ segir Sigurður Ingi. Hlutirnir ættu að skýrast undir lok vikunnar. „Við erum annars að vegar að viða að okkur efni og hins vegar að skrifa málefnasamning, þannig að það er svona ýmislegt í gangi.“Er farið að raða niður ráðuneytum? „Þetta er bara eitt af því sem við þurfum að ræða og erum að ræða þannig að það mun skýrast,“ segir Sigurður Ingi. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00 Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. 15. nóvember 2017 09:53 Kæmi þægilega á óvart ef stjórnarsamstarfið gengur snurðulaust fyrir sig Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir það ákveðið stílbrot í íslenskum stjórnmálum ef flokkarnir sem eru lengst til hægri og vinstri, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, fara saman í ríkisstjórn. 14. nóvember 2017 13:15 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að byrjað sé að ræða skiptingu ráðuneyta í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokksins við Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn sem nú standa yfir. Eina sem liggur fyrir í því hvernig ráðuneytum verður skipt er það að lagt er upp með að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði forsætisráðherra. Þá er byrjað að skrifa málefnasamninginn en heimildir fréttastofu herma að samningurinn verði lagður fyrir flokksráð Vinstri grænna á laugardag og kosið um hann. Flokksráðið þarf að samþykkja málefnasamninginn svo flokkurinn taki sæti í ríkisstjórn en eins og greint hefur verið frá er mikil ólga innan VG vegna viðræðnanna við Sjálfstæðisflokkinn. Til að mynda greiddu tveir þingmenn flokksins atkvæði gegn því á þingflokksfundi að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. Sigurður Ingi segir í samtali við fréttastofu að viðræðurnar gangi vel en formennirnir hittust á fundi núna fyrir hádegi. „Við höldum bara áfram með það sem við vorum að vinna með í gær og það er í sjálfu sér lítið að frétta á meðan þessi vinna er í gangi þessa dagana,“ segir Sigurður Ingi. Hlutirnir ættu að skýrast undir lok vikunnar. „Við erum annars að vegar að viða að okkur efni og hins vegar að skrifa málefnasamning, þannig að það er svona ýmislegt í gangi.“Er farið að raða niður ráðuneytum? „Þetta er bara eitt af því sem við þurfum að ræða og erum að ræða þannig að það mun skýrast,“ segir Sigurður Ingi.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00 Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. 15. nóvember 2017 09:53 Kæmi þægilega á óvart ef stjórnarsamstarfið gengur snurðulaust fyrir sig Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir það ákveðið stílbrot í íslenskum stjórnmálum ef flokkarnir sem eru lengst til hægri og vinstri, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, fara saman í ríkisstjórn. 14. nóvember 2017 13:15 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00
Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. 15. nóvember 2017 09:53
Kæmi þægilega á óvart ef stjórnarsamstarfið gengur snurðulaust fyrir sig Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir það ákveðið stílbrot í íslenskum stjórnmálum ef flokkarnir sem eru lengst til hægri og vinstri, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, fara saman í ríkisstjórn. 14. nóvember 2017 13:15