Verklagsbreytingar í dómgæslu: Útilokun fylgir nú alltaf blátt spjald Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2017 14:58 Frammarinn Sigurður Örn Þorsteinsson fékk umdeilt rautt og blátt spjald á dögunum. mynd/skjáskot Gerðar hafa verið verklagsbreytingar varðandi rauð og blá spjöld í dómgæslu í handboltanum hérna heima. Blátt spjald fylgir nú alltaf rauðu spjaldi, sem er ekki fyrir þrjár tveggja mínútna brottvísanir, og málið fer alltaf fyrir aganefnd HSÍ. Þetta verklag tók gildi í síðustu viku. „Við erum ekki að breyta reglum, heldur verklaginu hvernig við klárum þetta. Dómurum var uppálagt, ef þeir voru í vafa hvort greinar 8.6 og 8.10 sem krefjast bláa spjaldsins, ættu við, að lyfta bláa spjaldinu. Þeir gætu því annað hvort dregið það til baka eða það færi áfram fyrir aganefnd,“ sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, í samtali við Vísi. „Ef þeir gerðu það ekki og brotið verðskuldaði bláa spjaldið gátu þeir ekki bætt því við. Breytingin er sú að alltaf þegar rautt spjald er gefið, fyrir annað en þriðju brottvísun, á bláa spjaldið alltaf að fylgja. Hugmyndin er að þetta fari alltaf fyrir aganefnd.“ Guðjón segir að það séu fyrirmæli til allra dómara og eftirlitsmanna hjá EHF að rauðu spjaldi eigi alltaf að fylgja blátt spjald. En hver er þá tilgangurinn með þessu umtalaða bláa spjaldi? „Upphaflega var þetta hugsað til að greina á milli alvarleika brota. En það hefur sýnt sig að dómarar eru ekki tilbúnir að taka þessa ákvörðun inni á velli með tilvísun í ákveðna reglu. Það virkar ekki. Þess vegna setur EHF þetta sem kröfu, að það sé alltaf blátt spjald með útilokun og það svo tæklað eftir leik,“ sagði Guðjón. Hann bætti því við að í þarsíðustu umferð Olís-deildar karla hafi sést að gamla fyrirkomulagið virki ekki. „Það fóru nokkur rauð spjöld á loft en ekki blátt nema í einu tilfelli. Það voru brot þar, sem verðskulduðu greinilega blátt líka, sem ekkert var hægt að gera við. Það er ekki sanngjarnt gagnvart einum eða neinum,“ sagði Guðjón að lokum. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
Gerðar hafa verið verklagsbreytingar varðandi rauð og blá spjöld í dómgæslu í handboltanum hérna heima. Blátt spjald fylgir nú alltaf rauðu spjaldi, sem er ekki fyrir þrjár tveggja mínútna brottvísanir, og málið fer alltaf fyrir aganefnd HSÍ. Þetta verklag tók gildi í síðustu viku. „Við erum ekki að breyta reglum, heldur verklaginu hvernig við klárum þetta. Dómurum var uppálagt, ef þeir voru í vafa hvort greinar 8.6 og 8.10 sem krefjast bláa spjaldsins, ættu við, að lyfta bláa spjaldinu. Þeir gætu því annað hvort dregið það til baka eða það færi áfram fyrir aganefnd,“ sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, í samtali við Vísi. „Ef þeir gerðu það ekki og brotið verðskuldaði bláa spjaldið gátu þeir ekki bætt því við. Breytingin er sú að alltaf þegar rautt spjald er gefið, fyrir annað en þriðju brottvísun, á bláa spjaldið alltaf að fylgja. Hugmyndin er að þetta fari alltaf fyrir aganefnd.“ Guðjón segir að það séu fyrirmæli til allra dómara og eftirlitsmanna hjá EHF að rauðu spjaldi eigi alltaf að fylgja blátt spjald. En hver er þá tilgangurinn með þessu umtalaða bláa spjaldi? „Upphaflega var þetta hugsað til að greina á milli alvarleika brota. En það hefur sýnt sig að dómarar eru ekki tilbúnir að taka þessa ákvörðun inni á velli með tilvísun í ákveðna reglu. Það virkar ekki. Þess vegna setur EHF þetta sem kröfu, að það sé alltaf blátt spjald með útilokun og það svo tæklað eftir leik,“ sagði Guðjón. Hann bætti því við að í þarsíðustu umferð Olís-deildar karla hafi sést að gamla fyrirkomulagið virki ekki. „Það fóru nokkur rauð spjöld á loft en ekki blátt nema í einu tilfelli. Það voru brot þar, sem verðskulduðu greinilega blátt líka, sem ekkert var hægt að gera við. Það er ekki sanngjarnt gagnvart einum eða neinum,“ sagði Guðjón að lokum.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira