Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2017 11:25 Menn hafa bætt í bruna á jarðefnaeldsneyti á sama tíma og þörf er á hröðum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Vísir/AFP Losun manna á gróðurhúsalofttegundum stefnir í að vaxa á milli ára á þessu ári eftir tveggja ára stöðnun. Útblásturinn hefur aldrei verið meiri og útlit er fyrir að hann aukist áfram á næsta ári samkvæmt nýjum tölum sem kynntar voru á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í dag. Aukning losunar á þessu ári stefnir í að verða 2% miðað við árið í fyrra. Hún verði um 37 milljarðar tonna af koltvísýringi samkvæmt mati Global Carbon Project sem Washington Post segir frá. Grein um matið birtist einnig í Environmental Research Letters. Frá 2014 til 2016 hafði losunin haldist meira eða minna óbreytt í um 36 milljörðum tonna þrátt fyrir hagvöxt í heiminum. Það hafði vakið von í brjósti manna um að losunin hefði náð hámarki sínu. Nýja matið þýðir að enn erfiðara verður að ná markmiðum um að takmarka hlýnun jarðar á þessari öld til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Orsök aukningarinnar nú er meðal annars meiri bruni Kínverja og fleiri þjóða á jarðefnaeldsneyti. „Við höfum verið heppin að losunin hefur flast út síðustu þrjú árin án þess að nokkur raunveruleg stefna búi það að baki. Ef við viljum tryggja að losunin fletjist áfram út verðum við að móta stefnu...og annað skrefið er að byrja að minnka losunina,“ segir Glen Peters, einn af höfundum skýrslunnar frá Alþjóðlegu loftslagsrannsóknastofnunarinnar í Osló. Til þess að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C, og helst 1,5°C, miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu þarf losun gróðurhúsalofttegunda að dragast hratt saman á allra næstu árum og áratugum. Því meiri sem losunin er nú, því róttækari aðgerðir þarf í framtíðinni til að minnka losun."It's sort of, lose one year now, you have to pick up five years later" https://t.co/ctZP76hGt4 pic.twitter.com/GFN5BOzJHZ— Chris Mooney (@chriscmooney) November 13, 2017 Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17 Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27 Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Losun manna á gróðurhúsalofttegundum stefnir í að vaxa á milli ára á þessu ári eftir tveggja ára stöðnun. Útblásturinn hefur aldrei verið meiri og útlit er fyrir að hann aukist áfram á næsta ári samkvæmt nýjum tölum sem kynntar voru á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í dag. Aukning losunar á þessu ári stefnir í að verða 2% miðað við árið í fyrra. Hún verði um 37 milljarðar tonna af koltvísýringi samkvæmt mati Global Carbon Project sem Washington Post segir frá. Grein um matið birtist einnig í Environmental Research Letters. Frá 2014 til 2016 hafði losunin haldist meira eða minna óbreytt í um 36 milljörðum tonna þrátt fyrir hagvöxt í heiminum. Það hafði vakið von í brjósti manna um að losunin hefði náð hámarki sínu. Nýja matið þýðir að enn erfiðara verður að ná markmiðum um að takmarka hlýnun jarðar á þessari öld til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Orsök aukningarinnar nú er meðal annars meiri bruni Kínverja og fleiri þjóða á jarðefnaeldsneyti. „Við höfum verið heppin að losunin hefur flast út síðustu þrjú árin án þess að nokkur raunveruleg stefna búi það að baki. Ef við viljum tryggja að losunin fletjist áfram út verðum við að móta stefnu...og annað skrefið er að byrja að minnka losunina,“ segir Glen Peters, einn af höfundum skýrslunnar frá Alþjóðlegu loftslagsrannsóknastofnunarinnar í Osló. Til þess að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C, og helst 1,5°C, miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu þarf losun gróðurhúsalofttegunda að dragast hratt saman á allra næstu árum og áratugum. Því meiri sem losunin er nú, því róttækari aðgerðir þarf í framtíðinni til að minnka losun."It's sort of, lose one year now, you have to pick up five years later" https://t.co/ctZP76hGt4 pic.twitter.com/GFN5BOzJHZ— Chris Mooney (@chriscmooney) November 13, 2017
Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17 Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27 Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17
Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58
Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27
Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39