Enda er það svo að samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup sem birtist 20. september, að aðeins þrjú prósent kjósenda VG vilja sjá að fara í ríkisstórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Þarna virðist vera gjá milli almennra flokksmanna og svo forystumanna.
„Ég varð persónulega vitni að þessu samtali og mér er það ljóst að VG og Sjálfstæðisflokkurinn ætluðu í samstarf löngu fyrir kosningar,“ segir Sigrún Sól í samtali við Vísi.
Traustustu og bestu flokkarnir
Hún segir svo frá að 25. september hafi hún verið í „flugvél á leiðinni frá Akureyri og fyrir aftan mig sat Steingrímur Joð og fór mikinn við sessunaut sinn- ungan sjálfstæðismann.“
Sigrún Sól komst ekki hjá því að heyra tal þeirra tveggja.

Steingrímur roðnaði og blánaði
Sigrún Sól gat ekki stillt sig og spurði Steingrím nánar út í þetta samtal, sem henni þótti furðu sæta, strax eftir flugferðina. Steingrími var brugðið, virtist ekki hafa áttað sig á því að það hlutu að vera vitni af þessu samtali.
„Hann bara roðnaði og blánaði og gat ekkert sagt- honum var brugðið - ég sagði reyndar að mér hefði orðið óglatt og hvatti hann til að koma hreint fram við kjósendur með þessi áform.“
Sigrún Sól segist ekki vita nánari deili á viðmælanda Steingríms en ekki hafi farið á milli mála að þar var um Sjálfstæðismann að ræða.
Vísir reyndi að ná tali af Steingrími nú í morgun vegna þessarar frásagnar Sigrúnar Sólar en hann svaraði ekki síma sínum.
Kjósendur blekktir
Sigrún Sól fylgdi þessu eftir og sendi Katrínu Jakobsdóttur, formanni flokksins, erindi strax í kjölfar þessa en þær þekkjast. Þar segir meðal annars:

Katrín svaraði erindi Sigrúnar Sólar aldrei.
Flokksforystan gælir við hugmyndina
Áhugafólk um stjórnmál reynir nú að rýna í stöðuna sem best það má. Svo virðist vera, ef til að mynda má marka umræður á Facebookvegg Svavars Gestssonar, fyrrum formanni Alþýðubandalagsins, að áhrifafólk innan VG auk Steingríms sé áfram um að á þetta samstarf verði látið reyna: Svandís Svavarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir auk þess sem Kolbeinn Óttarsson Proppé og Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður hafa talað fyrir því að það verði að sýna viðræðunum tillit. Er þá vísað til þess að VG hafi ekki útilokað neitt fyrir kosningar.
#höfumhátt https://t.co/DjYGicr1ZE
— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) November 13, 2017