Slakur lokahringur hjá Ólafíu sem lauk leik í 35. sæti í Kína Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. nóvember 2017 10:15 Ólafía Þórunn slær hér upphafshögg á mótaröðinni fyrr á þessu ári. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafnaði í 35. sæti ásamt þremur öðrum kylfingum á Blue Bay Classic mótinu í Kína sem lauk nú í morgun en þetta var seinasta mót Ólafíu á fyrsta keppnistímabili hennar á þessari sterkustu mótaröð heims. Ólafía hóf hringinn í 23-25. sæti eftir að hafa leikið þriðja hring mótsins á einu höggi undir pari en hún var lengi af stað á lokadeginum í dag. Byrjaði hún daginn á skolla á fyrstu braut sem hún fékk fugl á deginum áður og fékk annan skolla á fjórðu braut. Tveir skollar til viðbótar fylgdu á fyrri níu og var hún á fjórum höggum yfir pari þegar lokahringurinn var hálfnaður. Tveir skollar á fyrstu tveimur brautum seinni hluta vallarins þýddi að Ólafía var skyndilega komin sex höggum yfir pari á deginum en hún náði aðeins að laga stöðuna með tveimur fuglum á 13. og 14. braut. Þýddi það að hún lék daginn á fjórum höggum yfir pari og lauk mótinu á sjö höggum yfir pari en hún var þrettán höggum frá heimakonunni Shanshan Feng sem vann mótið á níu höggum undir pari. Var þetta 25. mót hennar á mótaröðinni á fyrsta tímabili hennar en hún var í 73. sæti peningalistans fyrir þetta mót með rúmlega 210 þúsund dollara í verðlaunafé. Ætti það að tryggja henni fullan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári en hún verður ekki meðal efstu kylfinga sem taka þátt í lokamóti mótaraðarinnar í Flórída um næstu helgi. Það þýðir þó ekki að Ólafía sé hætt en hún verður hluti af Evrópuúrvali sem tekur þátt í The Queens mótinu í Japan í byrjun desember en einnig tekur hún þátt í sérstöku styrktarmóti hjá vinkonu sinni, Söndru Gal frá Þýskalandi. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafnaði í 35. sæti ásamt þremur öðrum kylfingum á Blue Bay Classic mótinu í Kína sem lauk nú í morgun en þetta var seinasta mót Ólafíu á fyrsta keppnistímabili hennar á þessari sterkustu mótaröð heims. Ólafía hóf hringinn í 23-25. sæti eftir að hafa leikið þriðja hring mótsins á einu höggi undir pari en hún var lengi af stað á lokadeginum í dag. Byrjaði hún daginn á skolla á fyrstu braut sem hún fékk fugl á deginum áður og fékk annan skolla á fjórðu braut. Tveir skollar til viðbótar fylgdu á fyrri níu og var hún á fjórum höggum yfir pari þegar lokahringurinn var hálfnaður. Tveir skollar á fyrstu tveimur brautum seinni hluta vallarins þýddi að Ólafía var skyndilega komin sex höggum yfir pari á deginum en hún náði aðeins að laga stöðuna með tveimur fuglum á 13. og 14. braut. Þýddi það að hún lék daginn á fjórum höggum yfir pari og lauk mótinu á sjö höggum yfir pari en hún var þrettán höggum frá heimakonunni Shanshan Feng sem vann mótið á níu höggum undir pari. Var þetta 25. mót hennar á mótaröðinni á fyrsta tímabili hennar en hún var í 73. sæti peningalistans fyrir þetta mót með rúmlega 210 þúsund dollara í verðlaunafé. Ætti það að tryggja henni fullan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári en hún verður ekki meðal efstu kylfinga sem taka þátt í lokamóti mótaraðarinnar í Flórída um næstu helgi. Það þýðir þó ekki að Ólafía sé hætt en hún verður hluti af Evrópuúrvali sem tekur þátt í The Queens mótinu í Japan í byrjun desember en einnig tekur hún þátt í sérstöku styrktarmóti hjá vinkonu sinni, Söndru Gal frá Þýskalandi.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira