Skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi verði hvorki þaggað niður eða umborið Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2017 17:49 Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor. Vísir/GVA „Það er skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi á borð við það sem #metoo hreyfingin hefur afhjúpað verði hvorki þaggað niður eða umborið,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans, í yfirlýsingu til fjölmiðla vegna #metoo-byltingarinnar. Í yfirlýsingunni kemur fram að í ljósi þess að Listaháskólinn sé nefndur sem vettvangur einhverra frásagna sem konur hafa deilt undanfarna daga vilja stjórnendur taka skýrt fram að þeir harmi mjög slík atvik. Þar segir jafnframt að Listaháskólinn taki umræðunni og upplýsingunni sem henni fylgir af auðmýkt og lýsi samstöðu sinni með þolendum. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að brugðist hafi verið við innan skólans um leið og umræðan hófst og á meðan henni stendur hafi verið unnið við að bæta viðbragðsáætlun sem miðar að því að tryggja öllum öruggt umhverfi. Yfirlýsinguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Sú umræða sem komin er upp á yfirborðið í tengslum við afhjúpanir #metoo hreyfingarinnar undanfarnar vikur á sér engin fordæmi. Þótt afhjúpanirnar séu vitaskuld löngu tímabærar, hefur samstaða í samfélaginu um að útrýma valdbeitingu, kynferðislega áreitni og ofbeldi í garð kvenna ekki verið nægilega rík fram að þessu til að umræðan næði því máli að hún gæti skipt sköpum líkt og nú.Listaháskóli Íslands tekur umræðunni og upplýsingunni sem henni fylgir af auðmýkt og lýsir samstöðu sinni með þolendum.Brugðist var við innan skólans um leið og umræðan hófst og á meðan á henni stendur hefur verið unnið við að bæta viðbragðsáætlun sem miðar að því að tryggja öllum öruggt umhverfi. Í ljósi þess aðListaháskólinn er á lokaspretti stefnumótunarvinnu hefur einnig verið hafist handa við að endurskoða gagnasöfnun og aðgerðir með það í huga að fyrirbyggja áreitni, valdníðslu og kynbundið ofbeldi innan Listaháskólans. Markmiðið er að taka af allan vafa um að slíkt atferli verði ekki liðið, hvort heldur sem litið er til nemenda eða starfsmanna. Einnig verður í auknum mæli horft til valdeflingar nemenda í námi til þess að þeir gangi styrkari inn í þau kerfi sem þeir koma til með að starfa í þegar námi lýkur. Listaháskólinn ber ríka ábyrgð við að gæta þess að nemendur hans geti eftir útskrift stuðlað að umbyltingu og þróun samfélagsgerðarinnar á þann veg að jafnræðis sé gætt í öllu orði og æði innan þeirra list- og hönnunargreina sem kenndar eru við skólann.Í ljósi þess að Listaháskólinn, á þeim tveimur áratugum sem hann hefur starfað, er nefndur sem vettvangur einhverra þeirra frásagna sem konur hafa deilt undanfarna daga vilja stjórnendur skólans taka skýrt fram að þeir harma mjög slík atvik. Það er skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi á borð við það sem #metoo hreyfingin hefur afhjúpað verði hvorki þaggað niður eða umborið.Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor. Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum bregðast við stöðunni innan menningargeirans Stjórnendur menningarstofnana hér á landi ætla að láta gera faglega úttekt á áreitni, ofbeldi og hvers konar misbeitingu valds í menningargeiranum. 29. nóvember 2017 11:21 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
„Það er skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi á borð við það sem #metoo hreyfingin hefur afhjúpað verði hvorki þaggað niður eða umborið,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans, í yfirlýsingu til fjölmiðla vegna #metoo-byltingarinnar. Í yfirlýsingunni kemur fram að í ljósi þess að Listaháskólinn sé nefndur sem vettvangur einhverra frásagna sem konur hafa deilt undanfarna daga vilja stjórnendur taka skýrt fram að þeir harmi mjög slík atvik. Þar segir jafnframt að Listaháskólinn taki umræðunni og upplýsingunni sem henni fylgir af auðmýkt og lýsi samstöðu sinni með þolendum. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að brugðist hafi verið við innan skólans um leið og umræðan hófst og á meðan henni stendur hafi verið unnið við að bæta viðbragðsáætlun sem miðar að því að tryggja öllum öruggt umhverfi. Yfirlýsinguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Sú umræða sem komin er upp á yfirborðið í tengslum við afhjúpanir #metoo hreyfingarinnar undanfarnar vikur á sér engin fordæmi. Þótt afhjúpanirnar séu vitaskuld löngu tímabærar, hefur samstaða í samfélaginu um að útrýma valdbeitingu, kynferðislega áreitni og ofbeldi í garð kvenna ekki verið nægilega rík fram að þessu til að umræðan næði því máli að hún gæti skipt sköpum líkt og nú.Listaháskóli Íslands tekur umræðunni og upplýsingunni sem henni fylgir af auðmýkt og lýsir samstöðu sinni með þolendum.Brugðist var við innan skólans um leið og umræðan hófst og á meðan á henni stendur hefur verið unnið við að bæta viðbragðsáætlun sem miðar að því að tryggja öllum öruggt umhverfi. Í ljósi þess aðListaháskólinn er á lokaspretti stefnumótunarvinnu hefur einnig verið hafist handa við að endurskoða gagnasöfnun og aðgerðir með það í huga að fyrirbyggja áreitni, valdníðslu og kynbundið ofbeldi innan Listaháskólans. Markmiðið er að taka af allan vafa um að slíkt atferli verði ekki liðið, hvort heldur sem litið er til nemenda eða starfsmanna. Einnig verður í auknum mæli horft til valdeflingar nemenda í námi til þess að þeir gangi styrkari inn í þau kerfi sem þeir koma til með að starfa í þegar námi lýkur. Listaháskólinn ber ríka ábyrgð við að gæta þess að nemendur hans geti eftir útskrift stuðlað að umbyltingu og þróun samfélagsgerðarinnar á þann veg að jafnræðis sé gætt í öllu orði og æði innan þeirra list- og hönnunargreina sem kenndar eru við skólann.Í ljósi þess að Listaháskólinn, á þeim tveimur áratugum sem hann hefur starfað, er nefndur sem vettvangur einhverra þeirra frásagna sem konur hafa deilt undanfarna daga vilja stjórnendur skólans taka skýrt fram að þeir harma mjög slík atvik. Það er skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi á borð við það sem #metoo hreyfingin hefur afhjúpað verði hvorki þaggað niður eða umborið.Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor.
Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum bregðast við stöðunni innan menningargeirans Stjórnendur menningarstofnana hér á landi ætla að láta gera faglega úttekt á áreitni, ofbeldi og hvers konar misbeitingu valds í menningargeiranum. 29. nóvember 2017 11:21 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum bregðast við stöðunni innan menningargeirans Stjórnendur menningarstofnana hér á landi ætla að láta gera faglega úttekt á áreitni, ofbeldi og hvers konar misbeitingu valds í menningargeiranum. 29. nóvember 2017 11:21