„Maður fylltist nú öryggiskennd við að sjá allt þetta fólk“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2017 14:49 Hafdís situr hér fyrir miðju. Sigurður Gunnarsson Hafdís Roysdóttir, húsfreyja í Svínafelli, segir íbúafund um stöðu mála í Öræfajökli í gær hafa verið mjög góðan og að mikilvæg umræða hafi skapast. „Maður fylltist nú öryggiskennd við að sjá allt þetta fólk frá Rauða krossinum, lögreglunni, slökkviliðinu og annars staðar frá. Þá vissi maður að við erum ekki ein á báti og yrðum látin vita ef eitthvað myndi gerast,“ segir Hafdís í samtali við Vísi. „Maður fann að fólk er á tánum.“ Hafdís segir salinn í Hofgarði hafa verið þéttsetinn og giskar á að minnst 150 manns hafi sótt fundinn. Þar hafi ekki einungis verið um heimamenn í Öræfum að ræða heldur einnig fólk frá Höfn, Suðursveit, Klaustri og svo fólk sem komi að jarðvísindum. Haldin voru fræðsluerindi um Öræfajökul og hvernig hann hefur hagað sér í gosum í gegnum árin. Íbúum var tilkynnt að verið væri að koma fyrir frekari mælum til að fylgjast með jarðhræringum og leiðni í ám úr jöklunum væri oft mæld.Áhyggjur af dýrunum Áhyggjur heimamanna snerust að miklu leyti um slæmt símasamband og útvarpssamband á svæðinu og einnig um mögulegan brottflutning á dýrum. Hafdís segir Öræfi vera sjúkdómalaust svæði svo að ef flytja ætti fé af svæðinu mætti það líklegast ekki vera flutt aftur inn á svæðið. Þar að auki væri nýbúið að rýja allar kindur svo þær ættu erfitt með að vera úti um einhvern tíma. Fundargestum var tilkynnt að til stæði að bæta símasamband á svæðinu, auka styrk og bæta útvarpsskilyrði. Það er ekki einungis fyrir heimamenn því miðað við notkun símakerfis væru um tvö þúsund manns á svæðinu á vetrarmánuðum. „Á hverjum degi eru til dæmis hundruð ferðamanna uppi á jöklunum. Þau koma ekki niður í einum hvelli,“ segir Hafdís. Þá var íbúum sagt að ef til eldgoss kæmi myndu jarðskjálftar greinast í aðdraganda þess. Það yrði ekki án fyrirvara. Þrátt fyrir að fyrirvarinn gæti mögulega verið stuttur ef/þegar sjálft eldgosið hefst.Klár með neyðarkassa Því voru fundargestum veittar leiðbeiningar í að búa til nokkurskonar neyðarkassa. Þar væri hægt að taka til matvæli sem geymast lengi, vasaljós, fatnað, teppi og slíkt. Jafnvel spil og kerti einnig. Neyðarkassann væri svo hægt að taka með ef yfirgefa þurfi svæðið í flýti. Þá væri fólk betur tilbúið til að fara á fjöldahjálparstöð eða slíkt. Fundargestir voru einnig beðnir um að fylla út spurningalista á netinu þar sem spurt er út í fjölda íbúa, fjölda dýra, símasamband og slíkt. Það myndi gera yfirvöldum auðveldara að rýma svæðið undir Öræfajökli. „Þetta var mjög góður fundur. Það var gott að fá þessar upplýsingar og þá umræðu sem skapaðist. Það var gott fyrir okkur,“ segir Hafdís. „Þetta er svolítið sérkennilegt ástand, en það þýðir ekkert annað en að halda bara áfram.“ Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Hafdís Roysdóttir, húsfreyja í Svínafelli, segir íbúafund um stöðu mála í Öræfajökli í gær hafa verið mjög góðan og að mikilvæg umræða hafi skapast. „Maður fylltist nú öryggiskennd við að sjá allt þetta fólk frá Rauða krossinum, lögreglunni, slökkviliðinu og annars staðar frá. Þá vissi maður að við erum ekki ein á báti og yrðum látin vita ef eitthvað myndi gerast,“ segir Hafdís í samtali við Vísi. „Maður fann að fólk er á tánum.“ Hafdís segir salinn í Hofgarði hafa verið þéttsetinn og giskar á að minnst 150 manns hafi sótt fundinn. Þar hafi ekki einungis verið um heimamenn í Öræfum að ræða heldur einnig fólk frá Höfn, Suðursveit, Klaustri og svo fólk sem komi að jarðvísindum. Haldin voru fræðsluerindi um Öræfajökul og hvernig hann hefur hagað sér í gosum í gegnum árin. Íbúum var tilkynnt að verið væri að koma fyrir frekari mælum til að fylgjast með jarðhræringum og leiðni í ám úr jöklunum væri oft mæld.Áhyggjur af dýrunum Áhyggjur heimamanna snerust að miklu leyti um slæmt símasamband og útvarpssamband á svæðinu og einnig um mögulegan brottflutning á dýrum. Hafdís segir Öræfi vera sjúkdómalaust svæði svo að ef flytja ætti fé af svæðinu mætti það líklegast ekki vera flutt aftur inn á svæðið. Þar að auki væri nýbúið að rýja allar kindur svo þær ættu erfitt með að vera úti um einhvern tíma. Fundargestum var tilkynnt að til stæði að bæta símasamband á svæðinu, auka styrk og bæta útvarpsskilyrði. Það er ekki einungis fyrir heimamenn því miðað við notkun símakerfis væru um tvö þúsund manns á svæðinu á vetrarmánuðum. „Á hverjum degi eru til dæmis hundruð ferðamanna uppi á jöklunum. Þau koma ekki niður í einum hvelli,“ segir Hafdís. Þá var íbúum sagt að ef til eldgoss kæmi myndu jarðskjálftar greinast í aðdraganda þess. Það yrði ekki án fyrirvara. Þrátt fyrir að fyrirvarinn gæti mögulega verið stuttur ef/þegar sjálft eldgosið hefst.Klár með neyðarkassa Því voru fundargestum veittar leiðbeiningar í að búa til nokkurskonar neyðarkassa. Þar væri hægt að taka til matvæli sem geymast lengi, vasaljós, fatnað, teppi og slíkt. Jafnvel spil og kerti einnig. Neyðarkassann væri svo hægt að taka með ef yfirgefa þurfi svæðið í flýti. Þá væri fólk betur tilbúið til að fara á fjöldahjálparstöð eða slíkt. Fundargestir voru einnig beðnir um að fylla út spurningalista á netinu þar sem spurt er út í fjölda íbúa, fjölda dýra, símasamband og slíkt. Það myndi gera yfirvöldum auðveldara að rýma svæðið undir Öræfajökli. „Þetta var mjög góður fundur. Það var gott að fá þessar upplýsingar og þá umræðu sem skapaðist. Það var gott fyrir okkur,“ segir Hafdís. „Þetta er svolítið sérkennilegt ástand, en það þýðir ekkert annað en að halda bara áfram.“
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira