Yrði hissa ef fjárlagafrumvarpið yrði lagt óbreytt fyrir þingið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2017 15:38 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG. Vísir/Vilhelm Þingmaður Vinstri grænna segir að það kæmi sér mjög á óvart ef fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar yrði lagt fram á Alþingi í óbreytti mynd. Fréttastofa RÚV hefur heimildir fyrir því að það sé vilji formanna flokkanna að leggja frumvarpið fram óbreytt, með nýjum formála þó, í því skyni að flýta fyrir setningu Alþingis. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að hún vonaðist eftir því að þing gæti komið saman í næstu viku. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að það kæmi sér mjög á óvart ef frumvarpið fráfarandi ráðherra yrði lagt fram. Það væri skrýtið en það sé þó bara hennar skoðun. „Þau hafa ekki tekið neina ákvörðun hvernig þau haga þessu,“ segir Bjarkey. Ljóst er að nokkrir möguleikar eru í stöðunni fyrir formenn flokkanna er varðar nýtt fjárlagafrumvarp. Hægt væri að leggja það óbreytt fram með eða án nýs formála, gera breytingar í ákveðnum köflum eða smíða nýtt frá grunni. Ljóst er að síðasti kosturinn er sá tímafrekasti og má telja líklegt að formennirnir forðist þann kost. Bjarkey minnir jafnframt á að fjárlagafrumvörp taki alltaf breytingum í meðferð þingsins. Frumvarpið fer fram í þremur umræðum með tilheyrandi atkvæðagreiðslum. „Það eru gerðar töluverðar breytingar á frumvarpinu milli breytinga. Það yrði ekkert öðruvísi með þetta.“ Fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar hlaut töluverða gagnrýni frá Katrínu Jakobsdóttur og sagði hún meðal annars að „sveltistefna“ væri lögfest með frumvarpinu. Þá sagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins að engin af skattahækkunartillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu í þingnefndum undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Bjarkey sagði fund þingmanna VG með formanninum á öðrum tímanum hafa verið góðan. Málefnasamningur flokkanna hafi verið kynntur en hún hafi eins og fleiri þingmenn, sem starfað hafi að sáttmálanum, verið að mestu meðvituð um innihald hans. Nú stendur yfir fundur formanna allra flokka þar sem fjárlagafrumvarpið er meðal umræðuefna.Að neðan má sjá upptöku frá kynningu fráfarandi fjármálaráðherra á fjárlagafrumvarpinu. Kosningar 2017 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna segir að það kæmi sér mjög á óvart ef fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar yrði lagt fram á Alþingi í óbreytti mynd. Fréttastofa RÚV hefur heimildir fyrir því að það sé vilji formanna flokkanna að leggja frumvarpið fram óbreytt, með nýjum formála þó, í því skyni að flýta fyrir setningu Alþingis. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að hún vonaðist eftir því að þing gæti komið saman í næstu viku. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að það kæmi sér mjög á óvart ef frumvarpið fráfarandi ráðherra yrði lagt fram. Það væri skrýtið en það sé þó bara hennar skoðun. „Þau hafa ekki tekið neina ákvörðun hvernig þau haga þessu,“ segir Bjarkey. Ljóst er að nokkrir möguleikar eru í stöðunni fyrir formenn flokkanna er varðar nýtt fjárlagafrumvarp. Hægt væri að leggja það óbreytt fram með eða án nýs formála, gera breytingar í ákveðnum köflum eða smíða nýtt frá grunni. Ljóst er að síðasti kosturinn er sá tímafrekasti og má telja líklegt að formennirnir forðist þann kost. Bjarkey minnir jafnframt á að fjárlagafrumvörp taki alltaf breytingum í meðferð þingsins. Frumvarpið fer fram í þremur umræðum með tilheyrandi atkvæðagreiðslum. „Það eru gerðar töluverðar breytingar á frumvarpinu milli breytinga. Það yrði ekkert öðruvísi með þetta.“ Fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar hlaut töluverða gagnrýni frá Katrínu Jakobsdóttur og sagði hún meðal annars að „sveltistefna“ væri lögfest með frumvarpinu. Þá sagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins að engin af skattahækkunartillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu í þingnefndum undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Bjarkey sagði fund þingmanna VG með formanninum á öðrum tímanum hafa verið góðan. Málefnasamningur flokkanna hafi verið kynntur en hún hafi eins og fleiri þingmenn, sem starfað hafi að sáttmálanum, verið að mestu meðvituð um innihald hans. Nú stendur yfir fundur formanna allra flokka þar sem fjárlagafrumvarpið er meðal umræðuefna.Að neðan má sjá upptöku frá kynningu fráfarandi fjármálaráðherra á fjárlagafrumvarpinu.
Kosningar 2017 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira