Katrín svarar fyrir hvers vegna hún skrifaði ekki undir áskorun stjórnmálakvenna Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2017 22:51 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Vísir/Eyþór Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, greindi frá því í kvöld hvers vegna hún var ekki á meðal þeirra stjórnmálakvenna sem rituðu nafn sitt við áskorun um að tekið verði á kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum. Síðastliðin þriðjudag sendu rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálum hér á landi. Stofnaður var hópur á Facebook þar sem konur, sem tekið hafa þátt í stjórnmálum hér á landi, sögðu frá ofbeldi og áreitni af hendi kollega þeirra í pólitíkinni. Hópurinn fékk nafnið „Í skugga valdsins“ og er það jafnframt yfirskrift áskorunarinnar. Áskorunin vakti mikla athygli en Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, sagði á Twitter fyrr í dag að henni þætti sorglegt að verðandi forsætisráðherra, og vísaði þar til Katrínar Jakobsdóttur, væri ein örfárra stjórnmálakvenna sem ekki höfðu skrifað undir hana. Mér finnst sorglegt að verðandi forsætisráðherra skuli vera ein örfárra stjórnmálakvenna sem ekki hafa skrifað undir #metoo áskorunina. Og undarlegt að það hafi ekki verið gert að umtalsefni.— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) November 26, 2017 Katrín greinir frá því á Twitter fyrr í kvöld að hún hefði verið spurð hvers vegna hún skrifað ekki undir þessa áskorun. Hún segist ekki hafa vitað að það ætti að skrifa undir og bætir við að hún hefði ekki verið mikið á Facebook að undanförnu þar sem umræðan um áskorunina fór fram. „En hefði annars að sjálfsögðu gert það,“ segir Katrín. Var spurð hvers vegna ég skrifaði ekki undir #metoo stjórnmálakvenna. Ég vissi ekki að það ætti að skrifa undir (hef ekki verið mikið á fb að undanförnu) en hefði annars að sjálfsögðu gert það.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) November 26, 2017 MeToo Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00 Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, greindi frá því í kvöld hvers vegna hún var ekki á meðal þeirra stjórnmálakvenna sem rituðu nafn sitt við áskorun um að tekið verði á kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum. Síðastliðin þriðjudag sendu rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálum hér á landi. Stofnaður var hópur á Facebook þar sem konur, sem tekið hafa þátt í stjórnmálum hér á landi, sögðu frá ofbeldi og áreitni af hendi kollega þeirra í pólitíkinni. Hópurinn fékk nafnið „Í skugga valdsins“ og er það jafnframt yfirskrift áskorunarinnar. Áskorunin vakti mikla athygli en Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, sagði á Twitter fyrr í dag að henni þætti sorglegt að verðandi forsætisráðherra, og vísaði þar til Katrínar Jakobsdóttur, væri ein örfárra stjórnmálakvenna sem ekki höfðu skrifað undir hana. Mér finnst sorglegt að verðandi forsætisráðherra skuli vera ein örfárra stjórnmálakvenna sem ekki hafa skrifað undir #metoo áskorunina. Og undarlegt að það hafi ekki verið gert að umtalsefni.— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) November 26, 2017 Katrín greinir frá því á Twitter fyrr í kvöld að hún hefði verið spurð hvers vegna hún skrifað ekki undir þessa áskorun. Hún segist ekki hafa vitað að það ætti að skrifa undir og bætir við að hún hefði ekki verið mikið á Facebook að undanförnu þar sem umræðan um áskorunina fór fram. „En hefði annars að sjálfsögðu gert það,“ segir Katrín. Var spurð hvers vegna ég skrifaði ekki undir #metoo stjórnmálakvenna. Ég vissi ekki að það ætti að skrifa undir (hef ekki verið mikið á fb að undanförnu) en hefði annars að sjálfsögðu gert það.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) November 26, 2017
MeToo Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00 Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00
Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24