Alda Hrönn kölluð „kerlingartussa“ og líkt við vændiskonu Anton Egilsson skrifar 25. nóvember 2017 12:29 Alda Hrönn Jóhannsdóttir deilir reynslu sinni af kynferðislegri og kynbundinni áreitni innan kerfisins. Vísir/Pjetur Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, segir kynferðislega og kynbundna áreitni viðgangast innan kerfisins og lögreglunnar og að mikil þöggun sé til staðar um þá háttsemi. Um þetta skrifar hún í löngum pistli á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni „Er kynferðisleg- og kynbundin áreitni staðreynd innan réttarvörslukerfisins á Íslandi?” þar sem hún deilir eigin reynslu af áreitni af þessu tagi. „Ég hef lengi hugsað um að deila minni reynslu en hef verið hikandi, sjálfrar mín vegna og minna nánustu. Ég hef ákveðið að stíga fram með þá von í brjósti að saga mín og saga annarra verði til þess að breytingar verði á og að brugðist verði við áreitni og ofbeldi á vinnustöðum í samfélaginu öllu,” segir Alda Hrönn. Hún segir það hrein forréttindi að fá að starfa við það sem hún starfar við og sér í lagi að hafa tækifæri til að breyta „kerfinu“, bæta vinnubrögð í málum er varðar fólk í viðkvæmri stöðu. Erfiðasti hluti vinnu hennar sé þó ekki að takast á við þau verkefni sem berast inn á borð til hennar heldur sé það baráttan við kerfið en innan þess segir hún ríkja ósanngjarna og mengaða menningu. „Karllægt kerfi, karllæga menningu, þar sem við konurnar innan kerfisins njótum oft á tíðum ekki sannmælis. Almennt og ítrekað er gert lítið úr reynslu okkar, gert lítið úr þekkingu okkar og vísað til kynferðis, allt í skjóli valds og gamalla úreldra viðhorfa. Ef við, kvenkyns starfsmenn, fáum stöðuveitingu er svo tíðrætt um “hjá hverjum svaf hún eiginlega” og með því verið að vísa til þess að við höfum ekki áunnið okkur störf vegna eigin verðleika heldur á kynferðis tengdum forsendum. Svo er það hitt, kynferðisleg- og kynbundin áreitni og kvenfyrirlitning viðgengst nú sem áður og mikil þöggun er til staðar innan kerfisins og lögreglunnar um þá háttsemi.”Var sagt að falla frá kæru á hendur samstarfsmanniAlda Hrönn nefnir nokkur atvik byggð á eigin reynslu í pistli sínum. Nefnir hún atvik þar sem vitnað var til hennar sem „kerlingartussu“ af stjórnanda innan kerfisins að áheyrandi mörgum starfsmönnum sem undir hana heyrðu á þeim tíma. Þar á hún við ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, í sinn garð á göngum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra árið 2011.Sjá:Klúr fúkyrði um kvenkyns eftirmann ekki brotKvartaði Alda Hrönn í kjölfarið í til innanríkisráðherra og ríkislögreglustjóra vegna framkomu Helga. Taldi ríkissaksóknari að ummæli Helga vörðuðu ekki við lög. Var málinu svo vísað til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem taldi ekki ástæðu til að aðhafast í málinu og vísaði því frá. Varðandi þá niðurstöðu segir hún í pistli sínum:„Mér er því spurn, skiptir máli hvort valdhafar viðhafa slík ummæli við og um kollega sína eða brotamenn? Þá er rétt að geta þess að eftir að ég hafði lagt fram kæru vegna ærumeiðinga á hendur stjórnandanum hringdu í mig tveir háttsettir valdhafar innan kerfisins, annar karlkyns og hinn kvenkyns og lögðu að mér að falla frá kærunni og mitt í ráðaleysi kerfisins sem varpaði á milli sín húsbóndaábyrgð á starfsmanninum var viðkomandi skipaður í æðri stöðu innan kerfisins.” „Hinn góði og réttsýni lögreglustjóri sem er að laga allt með stelpunum”Þá segir hún frá því þegar að yfirmaður stofnunar utan réttarvörslukerfisins sendi tölvupóst til vinar síns og eins æðsta valdhafa innan lögreglu á þeim tíma. Fjallað var um umrædd tölvupóstsamskipti í DV í janúar í fyrra. Þar var greint frá því að kvörtun hefði borist menntamálaráðuneytinu og innanríkisráðuneytinu vegna ærumeiðandi og niðrandi ummæla í tölvupósti Ara Matthíassonar, þjóðleikhússtjóra, til Jóns H. B. Snorrasonar, sem þá var saksóknari hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í tölvupóstinum ritaði Ari um „hinn góða og réttsýna lögreglustjóra sem sé að laga allt með stelpunum og uppræta spillinguna“. „Fyrrverandi hæstaréttardómari var einn þeirra sem tók opinberlega upp hanskann fyrir aðilann og fullyrti að ég hefði með kvörtun minni til menntamála- og innanríkisráðherra brotið fjarskiptalög. Í kjölfarið kærði aðilinn mig fyrir brot á fjarskiptalögum sem Póst- og fjarskiptastofnun vísaði frá,” segir Alda Hrönn. Varð fyrir ítrekuðu kynferðislegu áreiti af hálfu stjórnandaÞá greinir hún frá því að hún hafi í fjölmörg skipti verið áreitt kynferðislega og vegna kynferðis, bæði sem almennur starfsmaður og sem stjórnandi innan lögreglu og ákæruvalds. Sú kynbundna áreitni sem hafi haft mestu áhrifin á hana innan lögreglu var af hálfu stjórnanda. „Áreitnin var ítrekuð og fólst í því að gera lítið úr athugasemdum mínum á fundum, setja út á klæðaburð minn, mér var líkt við vændiskonu, hann vitnaði til þess að til væru dónapóstar um mig og fleira í þeim dúr. Það versta var að allir þessir atburðir gerðust í áheyrn annarra stjórnenda, oft á tíðum á fjölmennum fundum og það án þess að nokkuð væri að gert, enginn sagði neitt og viðkomandi átti marga viðhlægjendur.” Þá hafi hún þurft að þola kynferðislega áreitni af hálfu lögmanna sem hafa starfað sem verjendur í málum sem hún hefur sótt. Áreitni eins lögmanns gekk svo langt að margir á vinnustaðnum vissu af því og var svo komið að samstarfsmenn gættu þess að gefa honum ekki samband við hana ef hann kom eða hringdi á skrifstofuna.Gagngerra og byltingarkenndra breytinga sé þörfAlda Hrönn segir að orð séu til alls fyrst en að þau séu ekki nægjanleg. Gagngerra og byltingarkenndra breytinga sé þörf og þær þoli ekki bið. Það verði að vera hægt að taka á kynferðislegri- og kynbundinni áreitni og slík háttsemi verði að hafa afleiðingar. „Vitni af slíkri háttsemi verða að stíga fram, hrista af sér meðvirkni með þeim aðilum sem sýna af sér slíka háttsemi og standa með þeim sem fyrir henni verða. Ef stjórnendur eru ekki tilbúnir til að stíga fram þegar þeir verða vitni af slíku, hvernig getum við þá ætlast til þess að almennir starfsmenn geri það? Er það eðlilegt að þetta sé bara “einkamál” þess sem fyrir slíkri háttsemi verður?”Pistil Öldu Hrannar má lesa í heild sinni hér að neðan. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, segir kynferðislega og kynbundna áreitni viðgangast innan kerfisins og lögreglunnar og að mikil þöggun sé til staðar um þá háttsemi. Um þetta skrifar hún í löngum pistli á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni „Er kynferðisleg- og kynbundin áreitni staðreynd innan réttarvörslukerfisins á Íslandi?” þar sem hún deilir eigin reynslu af áreitni af þessu tagi. „Ég hef lengi hugsað um að deila minni reynslu en hef verið hikandi, sjálfrar mín vegna og minna nánustu. Ég hef ákveðið að stíga fram með þá von í brjósti að saga mín og saga annarra verði til þess að breytingar verði á og að brugðist verði við áreitni og ofbeldi á vinnustöðum í samfélaginu öllu,” segir Alda Hrönn. Hún segir það hrein forréttindi að fá að starfa við það sem hún starfar við og sér í lagi að hafa tækifæri til að breyta „kerfinu“, bæta vinnubrögð í málum er varðar fólk í viðkvæmri stöðu. Erfiðasti hluti vinnu hennar sé þó ekki að takast á við þau verkefni sem berast inn á borð til hennar heldur sé það baráttan við kerfið en innan þess segir hún ríkja ósanngjarna og mengaða menningu. „Karllægt kerfi, karllæga menningu, þar sem við konurnar innan kerfisins njótum oft á tíðum ekki sannmælis. Almennt og ítrekað er gert lítið úr reynslu okkar, gert lítið úr þekkingu okkar og vísað til kynferðis, allt í skjóli valds og gamalla úreldra viðhorfa. Ef við, kvenkyns starfsmenn, fáum stöðuveitingu er svo tíðrætt um “hjá hverjum svaf hún eiginlega” og með því verið að vísa til þess að við höfum ekki áunnið okkur störf vegna eigin verðleika heldur á kynferðis tengdum forsendum. Svo er það hitt, kynferðisleg- og kynbundin áreitni og kvenfyrirlitning viðgengst nú sem áður og mikil þöggun er til staðar innan kerfisins og lögreglunnar um þá háttsemi.”Var sagt að falla frá kæru á hendur samstarfsmanniAlda Hrönn nefnir nokkur atvik byggð á eigin reynslu í pistli sínum. Nefnir hún atvik þar sem vitnað var til hennar sem „kerlingartussu“ af stjórnanda innan kerfisins að áheyrandi mörgum starfsmönnum sem undir hana heyrðu á þeim tíma. Þar á hún við ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, í sinn garð á göngum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra árið 2011.Sjá:Klúr fúkyrði um kvenkyns eftirmann ekki brotKvartaði Alda Hrönn í kjölfarið í til innanríkisráðherra og ríkislögreglustjóra vegna framkomu Helga. Taldi ríkissaksóknari að ummæli Helga vörðuðu ekki við lög. Var málinu svo vísað til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem taldi ekki ástæðu til að aðhafast í málinu og vísaði því frá. Varðandi þá niðurstöðu segir hún í pistli sínum:„Mér er því spurn, skiptir máli hvort valdhafar viðhafa slík ummæli við og um kollega sína eða brotamenn? Þá er rétt að geta þess að eftir að ég hafði lagt fram kæru vegna ærumeiðinga á hendur stjórnandanum hringdu í mig tveir háttsettir valdhafar innan kerfisins, annar karlkyns og hinn kvenkyns og lögðu að mér að falla frá kærunni og mitt í ráðaleysi kerfisins sem varpaði á milli sín húsbóndaábyrgð á starfsmanninum var viðkomandi skipaður í æðri stöðu innan kerfisins.” „Hinn góði og réttsýni lögreglustjóri sem er að laga allt með stelpunum”Þá segir hún frá því þegar að yfirmaður stofnunar utan réttarvörslukerfisins sendi tölvupóst til vinar síns og eins æðsta valdhafa innan lögreglu á þeim tíma. Fjallað var um umrædd tölvupóstsamskipti í DV í janúar í fyrra. Þar var greint frá því að kvörtun hefði borist menntamálaráðuneytinu og innanríkisráðuneytinu vegna ærumeiðandi og niðrandi ummæla í tölvupósti Ara Matthíassonar, þjóðleikhússtjóra, til Jóns H. B. Snorrasonar, sem þá var saksóknari hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í tölvupóstinum ritaði Ari um „hinn góða og réttsýna lögreglustjóra sem sé að laga allt með stelpunum og uppræta spillinguna“. „Fyrrverandi hæstaréttardómari var einn þeirra sem tók opinberlega upp hanskann fyrir aðilann og fullyrti að ég hefði með kvörtun minni til menntamála- og innanríkisráðherra brotið fjarskiptalög. Í kjölfarið kærði aðilinn mig fyrir brot á fjarskiptalögum sem Póst- og fjarskiptastofnun vísaði frá,” segir Alda Hrönn. Varð fyrir ítrekuðu kynferðislegu áreiti af hálfu stjórnandaÞá greinir hún frá því að hún hafi í fjölmörg skipti verið áreitt kynferðislega og vegna kynferðis, bæði sem almennur starfsmaður og sem stjórnandi innan lögreglu og ákæruvalds. Sú kynbundna áreitni sem hafi haft mestu áhrifin á hana innan lögreglu var af hálfu stjórnanda. „Áreitnin var ítrekuð og fólst í því að gera lítið úr athugasemdum mínum á fundum, setja út á klæðaburð minn, mér var líkt við vændiskonu, hann vitnaði til þess að til væru dónapóstar um mig og fleira í þeim dúr. Það versta var að allir þessir atburðir gerðust í áheyrn annarra stjórnenda, oft á tíðum á fjölmennum fundum og það án þess að nokkuð væri að gert, enginn sagði neitt og viðkomandi átti marga viðhlægjendur.” Þá hafi hún þurft að þola kynferðislega áreitni af hálfu lögmanna sem hafa starfað sem verjendur í málum sem hún hefur sótt. Áreitni eins lögmanns gekk svo langt að margir á vinnustaðnum vissu af því og var svo komið að samstarfsmenn gættu þess að gefa honum ekki samband við hana ef hann kom eða hringdi á skrifstofuna.Gagngerra og byltingarkenndra breytinga sé þörfAlda Hrönn segir að orð séu til alls fyrst en að þau séu ekki nægjanleg. Gagngerra og byltingarkenndra breytinga sé þörf og þær þoli ekki bið. Það verði að vera hægt að taka á kynferðislegri- og kynbundinni áreitni og slík háttsemi verði að hafa afleiðingar. „Vitni af slíkri háttsemi verða að stíga fram, hrista af sér meðvirkni með þeim aðilum sem sýna af sér slíka háttsemi og standa með þeim sem fyrir henni verða. Ef stjórnendur eru ekki tilbúnir til að stíga fram þegar þeir verða vitni af slíku, hvernig getum við þá ætlast til þess að almennir starfsmenn geri það? Er það eðlilegt að þetta sé bara “einkamál” þess sem fyrir slíkri háttsemi verður?”Pistil Öldu Hrannar má lesa í heild sinni hér að neðan.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira