Þjóðarsorg í Egyptalandi Jóhann Óli Eiðsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 25. nóvember 2017 07:00 Sjúkraliðar fá leiðsögn á vettvangi á Sínaískaga í gær. Nordicphotos/AFP Minnst 235 eru látnir og yfir hundrað sárir eftir að árás var gerð á mosku í þorpinu Bir al-Abd nyrst á Sínaískaga í Egyptalandi í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu vegna árásarinnar. Árásin fór þannig fram að sprengja sprakk við moskuna áður en fjögur ökutæki renndu upp að henni. Út úr þeim stigu menn sem hófu skothríð á þá sem þar voru staddir. Talið er að skotmark árásarinnar hafi verið stuðningsmenn öryggissveita stjórnvalda en þeir lágu á bæn á þeim tíma sem látið var til skarar skríða. Ekki liggur fyrir hverjir voru þar á ferð en egypsk stjórnvöld hafa frá árinu 2013 staðið í baráttu við herskáa öfgamenn íslamista á svæðinu. Átökin hófust eftir að íslamistanum Mohamed Morsi var bolað úr stóli forseta landsins. Að minnsta kosti þúsund meðlimir öryggissveita landsins hafa fallið í bardögunum. Fjöldi fallinna vígamanna liggur ekki fyrir. Aukin harka hefur færst í baráttuna undanfarnar vikur. Yfirlýst neyðarástand hefur verið á Sínaískaganum frá því að 31 hermaður féll í sprengjuárás árið 2014. Þá lýsti forseti landsins, Abdul Fattah al-Sisi, svæðinu sem „útungunarstöð fyrir hryðjuverkamenn“. Engir fjölmiðlar hafa fengið aðgang að svæðinu undanfarin ár. Gildir það einnig um miðla í eigu egypska ríkisins. Lítið er því að fá um upplýsingar frá svæðinu utan þeirra tilkynninga sem herinn sendir frá sér. Ef tala látinna fæst staðfest er um að ræða mannskæðustu árás í nútímasögu Egyptalands. Sú næstmannskæðasta var árásin á flugvél Metrojet árið 2015. Flugvélin var sprengd yfir norðanverðum Sínaískaga og fórust 224 í þeirri árás. Þá er árás gærdagsins jafnframt sú fyrsta þar sem vígamenn ráðast á safnaðarmeðlimi inni í mosku. Abdel Fattah el-Sisi, forseti Egyptalands, boðaði þjóðaröryggisráðið á fund stuttu eftir árásina. Lofaði Sisi að bregðast við árásinni af „mikilli hörku“. Ýmsir þjóðarleiðtogar tóku í sama streng og Sisi, meðal annars Donald Trump Bandaríkjaforseti. „Hryllileg og löðurmannleg árás á saklausa og varnarlausa Egypta. Heimurinn má ekki umbera hryðjuverkamenn. Við þurfum að beita hernaðarafli gegn þeim og afsanna þeirra öfgafullu hugmyndafræði,“ tísti Trump. Ahmed Aboul Gheit, leiðtogi Arababandalagsins, fordæmdi árásina einnig. „Hrikalegur glæpur sem sýnir enn á ný fram á að íslam á ekkert skylt við öfgafulla hugmyndafræði hryðjuverkamanna.“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, var afgerandi: „Ég fordæmi þessa villimannlegu hryðjuverkaárás á mosku á Sínaískaga. Hugur minn er hjá öllum þeim sem árásin hefur áhrif á og Egyptum öllum.“ Egyptaland er ekki aðili að NATO en George H. W. Bush útnefndi ríkið sérstakan bandamann NATO 1989. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á þriðja hundrað látnir í sprengjuárás á Sínaí-skaga Vígamenn réðust á mosku á Sínaískaga í Egyptalandi. Á þriðja hundrað eru látnir vegna sprengju- og skotárásarinnar. 24. nóvember 2017 12:33 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Minnst 235 eru látnir og yfir hundrað sárir eftir að árás var gerð á mosku í þorpinu Bir al-Abd nyrst á Sínaískaga í Egyptalandi í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu vegna árásarinnar. Árásin fór þannig fram að sprengja sprakk við moskuna áður en fjögur ökutæki renndu upp að henni. Út úr þeim stigu menn sem hófu skothríð á þá sem þar voru staddir. Talið er að skotmark árásarinnar hafi verið stuðningsmenn öryggissveita stjórnvalda en þeir lágu á bæn á þeim tíma sem látið var til skarar skríða. Ekki liggur fyrir hverjir voru þar á ferð en egypsk stjórnvöld hafa frá árinu 2013 staðið í baráttu við herskáa öfgamenn íslamista á svæðinu. Átökin hófust eftir að íslamistanum Mohamed Morsi var bolað úr stóli forseta landsins. Að minnsta kosti þúsund meðlimir öryggissveita landsins hafa fallið í bardögunum. Fjöldi fallinna vígamanna liggur ekki fyrir. Aukin harka hefur færst í baráttuna undanfarnar vikur. Yfirlýst neyðarástand hefur verið á Sínaískaganum frá því að 31 hermaður féll í sprengjuárás árið 2014. Þá lýsti forseti landsins, Abdul Fattah al-Sisi, svæðinu sem „útungunarstöð fyrir hryðjuverkamenn“. Engir fjölmiðlar hafa fengið aðgang að svæðinu undanfarin ár. Gildir það einnig um miðla í eigu egypska ríkisins. Lítið er því að fá um upplýsingar frá svæðinu utan þeirra tilkynninga sem herinn sendir frá sér. Ef tala látinna fæst staðfest er um að ræða mannskæðustu árás í nútímasögu Egyptalands. Sú næstmannskæðasta var árásin á flugvél Metrojet árið 2015. Flugvélin var sprengd yfir norðanverðum Sínaískaga og fórust 224 í þeirri árás. Þá er árás gærdagsins jafnframt sú fyrsta þar sem vígamenn ráðast á safnaðarmeðlimi inni í mosku. Abdel Fattah el-Sisi, forseti Egyptalands, boðaði þjóðaröryggisráðið á fund stuttu eftir árásina. Lofaði Sisi að bregðast við árásinni af „mikilli hörku“. Ýmsir þjóðarleiðtogar tóku í sama streng og Sisi, meðal annars Donald Trump Bandaríkjaforseti. „Hryllileg og löðurmannleg árás á saklausa og varnarlausa Egypta. Heimurinn má ekki umbera hryðjuverkamenn. Við þurfum að beita hernaðarafli gegn þeim og afsanna þeirra öfgafullu hugmyndafræði,“ tísti Trump. Ahmed Aboul Gheit, leiðtogi Arababandalagsins, fordæmdi árásina einnig. „Hrikalegur glæpur sem sýnir enn á ný fram á að íslam á ekkert skylt við öfgafulla hugmyndafræði hryðjuverkamanna.“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, var afgerandi: „Ég fordæmi þessa villimannlegu hryðjuverkaárás á mosku á Sínaískaga. Hugur minn er hjá öllum þeim sem árásin hefur áhrif á og Egyptum öllum.“ Egyptaland er ekki aðili að NATO en George H. W. Bush útnefndi ríkið sérstakan bandamann NATO 1989.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á þriðja hundrað látnir í sprengjuárás á Sínaí-skaga Vígamenn réðust á mosku á Sínaískaga í Egyptalandi. Á þriðja hundrað eru látnir vegna sprengju- og skotárásarinnar. 24. nóvember 2017 12:33 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Á þriðja hundrað látnir í sprengjuárás á Sínaí-skaga Vígamenn réðust á mosku á Sínaískaga í Egyptalandi. Á þriðja hundrað eru látnir vegna sprengju- og skotárásarinnar. 24. nóvember 2017 12:33
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent