Kvendúxinn María Bjarnadóttir skrifar 24. nóvember 2017 13:30 Árið 1941 fékk dúx Menntaskólans í Reykjavík ekki styrk frá stjórnvöldum til þess að stunda háskólanám við erlendan háskóla eins og áður hafði tíðkast, heldur semi-dúxinn. Þetta gerðist auðvitað áður en hugtakið „stjórnsýslulög“ fékk eitthvert raunverulegt gildi á Íslandi svo að það var engin kærunefnd fyrir dúxinn að leita til. Þetta er meðal umfjöllunarefna í bókinni Íslenska menntakonan verður til, eftir Valborgu Sigurðardóttur. Í bókinni er einnig listi yfir fyrstu konurnar sem tóku stúdentspróf og háskólapróf á Íslandi og þegar hann er lesinn saman við frásögnina af dúxinum er ljóst að höfundurinn hefur haft ansi persónulega innsýn í málið. Dúxinn fékk ekki styrkinn af því að hún var kona. Hún var sannarlega dúx og átti rétt á styrknum miðað við reglurnar, en stjórnvöldum þótti þó ekki skynsamlegt að styrkja kvendúx til náms erlendis. Reglurnar voru jú skrifaðar þegar það voru bara karlnemendur og því aðeins karldúxar. Synjunin var réttlætt þannig að líkur voru á að kvendúx myndi giftast útlendingi og ílengjast á erlendri grundu við húsmóðurstörf og uppeldi. Með stuðningi við kvendúx væru stjórnvöld því í raun að kasta fé á glæ. Þess vegna þótti vænlegra að veðja á karlkyns semi-dúxinn þótt það þýddi að beygja aðeins reglurnar. Það er gott að minna á að þrátt fyrir sterkar vísbendingar um annað í vikunni, hefur eitthvað unnist í jafnréttisbaráttunni. Nú getum við öll skuldsett okkur fyrir menntun, óháð kyni. Það er eitthvað! Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Árið 1941 fékk dúx Menntaskólans í Reykjavík ekki styrk frá stjórnvöldum til þess að stunda háskólanám við erlendan háskóla eins og áður hafði tíðkast, heldur semi-dúxinn. Þetta gerðist auðvitað áður en hugtakið „stjórnsýslulög“ fékk eitthvert raunverulegt gildi á Íslandi svo að það var engin kærunefnd fyrir dúxinn að leita til. Þetta er meðal umfjöllunarefna í bókinni Íslenska menntakonan verður til, eftir Valborgu Sigurðardóttur. Í bókinni er einnig listi yfir fyrstu konurnar sem tóku stúdentspróf og háskólapróf á Íslandi og þegar hann er lesinn saman við frásögnina af dúxinum er ljóst að höfundurinn hefur haft ansi persónulega innsýn í málið. Dúxinn fékk ekki styrkinn af því að hún var kona. Hún var sannarlega dúx og átti rétt á styrknum miðað við reglurnar, en stjórnvöldum þótti þó ekki skynsamlegt að styrkja kvendúx til náms erlendis. Reglurnar voru jú skrifaðar þegar það voru bara karlnemendur og því aðeins karldúxar. Synjunin var réttlætt þannig að líkur voru á að kvendúx myndi giftast útlendingi og ílengjast á erlendri grundu við húsmóðurstörf og uppeldi. Með stuðningi við kvendúx væru stjórnvöld því í raun að kasta fé á glæ. Þess vegna þótti vænlegra að veðja á karlkyns semi-dúxinn þótt það þýddi að beygja aðeins reglurnar. Það er gott að minna á að þrátt fyrir sterkar vísbendingar um annað í vikunni, hefur eitthvað unnist í jafnréttisbaráttunni. Nú getum við öll skuldsett okkur fyrir menntun, óháð kyni. Það er eitthvað! Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun