Aðventan nálgast: Hér eru þrjár sigursælar smákökuuppskriftir Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 21:30 Piparsveinar urðu í fyrsta sæti. Það voru þær Ástrós Guðjónsdóttir, Valgerður Guðmundsdóttir og Sylwia Olszewska sem báru sigur úr býtum í smákökukeppni Kornax í ár. Ástrós nældi sér í fyrsta sætið með uppskrift að Piparsveinum, Valgerður vermdi annað sæti með Versala kökum og Sylwia bakaði sig í þriðja sætið með kökurnar Ljós. Hér eru uppskriftirnar að þessum þremur sigursælu smákökusortum, sem ættu að gefa einhverjum innblástur í jólabakstrinum. Ástrós Guðjónsdóttir, 1. sæti (til hægri), Valgerður Guðmundsdóttir, 2. sæti (fyrir miðju) og Sylwia Olszewska, 3. sæti (til vinstri). 1 .sæti - Piparsveinar Uppskrift: Piparkúlukaramella 2 pokar piparkúlur frá Nóa Síríus 250 ml rjómi Aðferð: Setjið piparkúlurnar og rjómann í pott, bræðið saman á miðlungs hita og látið þykkna í pottinum. Það getur tekið nokkrar mínútu. Mjög mikilvægt er að hræra í pottinum allan tímann, annars er hætta á að karamellan brenni við. Kælið í ísskáp ca. 4-6 klukkustundir til þess að karamellan nái að þykkna, en ekki lengur svo að hún verði ekki of hörð. Kókosbotn: 125 gr Kornax hveiti 125 gr sykur 125 gr kókosmjöl 125 gr smjör v/stofuhita 1 egg Aðferð: Öllu er blandað í skál og hrært saman. Gott er að byrja á því að hræra deigið saman í vél og þegar smjörið er byrjað að mýkjast þá er gott að taka deigið upp úr og hnoða það betur saman með höndunum. Gerið litlar kúlur úr deiginu og fletjið aðeins út , setjið á plötu og inn í ofn. Kökurnar eru bakaðar við 180°C í 5-7 mínútur (fer eftir þykkt kökunnar). Þegar botnarnir og karamellan er tilbúin , þá smyrjum við karamellunni á botnana og hjúpum þá með suðusúkkulaði frá Nóa Síríus, einnig er fallegt að nota bráðið hvítt súkkulaði til skreytingar. Sigurkökurnar Piparsveinar. 2. sæti - Versalakökur Uppskrift: 2 egg 2 dl sykur 4 dl kókos ½ dl Kornax hveiti 1 dl möndlur saxaðar m/hýði 1 dl apríkósur saxaðar Aðferð: Hitið ofn í 180°C, þeytið egg og sykur þar til létt og ljóst. Blandið öllum hráefnum saman við með sleikju. Setjið deigið á plötu með 2 x skeiðum ca. 1 tsk hver kaka. Bakið í miðjum ofni í 10-12 mínútur. Ofan á kökur: 150 gr Nóa Siríus hvítir súkkulaðidropar Aðferð: Bræðið í vatnsbaði og dreifið hvítu súkkulaði yfir kaldar kökurnar. Versala kökurnar. 3. sæti - Ljós Uppskrift: 113 gr ósaltað smjör v/stofuhita 2/3 bolli sykur 1 egg stórt – (aðskilið) 2 msk mjólk 1 tsk vanilludropar ¼ tsk lyftiduft 1 bolli Kornax hveiti 1/3 bolli Nói Síríus kakó ¼ tsk salt 1 bolli pekanhnetur Aðferð kökur: Hrærið smjör og sykur saman í stórri skál á miðlungshraða þar til það er vel blandað og mjúkt. Bætið eggjarauðu, mjólk og vanilludropum saman við. Setjið eggjahvítu í sér ílát inn í ísskáp. Í miðlungsskál hrærið saman hveiti, kakói og salti. Bætið hveitiblöndunni rólega út í smjörblönduna og hrærið vel. Breiðið yfir deigið og setjið í kæli í ca.1 klukkustund eða yfir nótt. Hitið ofninn í 180° og setjið smjörpappír á ofnskúffu. Þeytið eggjahvítur. Mótið ca. 3 cm kúlur og dýfið hverri kúlu ofan í eggjahvítu, rúllið þeim svo yfir saxaðar pekanhnetur og setjið á ofnplötu. Þrýstið létt í miðju hverrar kúlu þannig að það myndast hola í kökurnar. Bakið í 12-13 mínútur. Takið úr ofni, þrýstið létt í miðju kökunnar þegar þær eru heitar, getið notað skaft á sleif. Leggið til hliðar, og þá skal gera karamelluna. Karamella – uppskrift: 20-25 Nói Síríus töggur ljósar 3 msk þeyttur rjómi Sjávarsalt (flögur) til að strá yfir. Aðferð: Setjið karamellur og rjóma í lítinn pott, bræðið yfir lágum hita. Hrærið í pottinum allan tímann svo karamellan brenni ekki. Þegar karamellan hefur þykknað og kólnað, setjið um ½ tsk af karamellu í holu á hverri köku. Stráið sjávarsalti yfir kökuna eftir smekk og látið karamelluna kólna. Súkkulaðitoppur uppskrift: 100 gr Nói Síríus suðusúkkulaði 1 tsk kókosolía Aðferð: Hitið suðusúkkulaði og kókosolíu í lítilli skál í örbylgjuofni í ca. 1 mínútu. Takið út og hrærið, setjið aftur inn í örbylgjuofn ef þarf. Þegar súkkulaði er bráðið setjið það í lítinn plastpoka og klippið lítið gat í hornið á pokanum. Sprautið súkkulaði yfir kökurnar og látið kólna. Í þriðja sæti voru kökurnar Ljós. Jól Jólamatur Kökur og tertur Smákökur Uppskriftir Tengdar fréttir Avocado- og súkkulaðismákökur Hildur Rut Ingimarsdóttir, höfundur matreiðslubókarinnar Avocado, hefur brennandi áhuga á hollri og einfaldri matargerð. 19. desember 2016 20:00 Þessar vinningskökur koma þér í jólaskap Smjör, sykur og fullt af súkkulaði - þarf eitthvað meira? 6. nóvember 2017 20:30 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Það voru þær Ástrós Guðjónsdóttir, Valgerður Guðmundsdóttir og Sylwia Olszewska sem báru sigur úr býtum í smákökukeppni Kornax í ár. Ástrós nældi sér í fyrsta sætið með uppskrift að Piparsveinum, Valgerður vermdi annað sæti með Versala kökum og Sylwia bakaði sig í þriðja sætið með kökurnar Ljós. Hér eru uppskriftirnar að þessum þremur sigursælu smákökusortum, sem ættu að gefa einhverjum innblástur í jólabakstrinum. Ástrós Guðjónsdóttir, 1. sæti (til hægri), Valgerður Guðmundsdóttir, 2. sæti (fyrir miðju) og Sylwia Olszewska, 3. sæti (til vinstri). 1 .sæti - Piparsveinar Uppskrift: Piparkúlukaramella 2 pokar piparkúlur frá Nóa Síríus 250 ml rjómi Aðferð: Setjið piparkúlurnar og rjómann í pott, bræðið saman á miðlungs hita og látið þykkna í pottinum. Það getur tekið nokkrar mínútu. Mjög mikilvægt er að hræra í pottinum allan tímann, annars er hætta á að karamellan brenni við. Kælið í ísskáp ca. 4-6 klukkustundir til þess að karamellan nái að þykkna, en ekki lengur svo að hún verði ekki of hörð. Kókosbotn: 125 gr Kornax hveiti 125 gr sykur 125 gr kókosmjöl 125 gr smjör v/stofuhita 1 egg Aðferð: Öllu er blandað í skál og hrært saman. Gott er að byrja á því að hræra deigið saman í vél og þegar smjörið er byrjað að mýkjast þá er gott að taka deigið upp úr og hnoða það betur saman með höndunum. Gerið litlar kúlur úr deiginu og fletjið aðeins út , setjið á plötu og inn í ofn. Kökurnar eru bakaðar við 180°C í 5-7 mínútur (fer eftir þykkt kökunnar). Þegar botnarnir og karamellan er tilbúin , þá smyrjum við karamellunni á botnana og hjúpum þá með suðusúkkulaði frá Nóa Síríus, einnig er fallegt að nota bráðið hvítt súkkulaði til skreytingar. Sigurkökurnar Piparsveinar. 2. sæti - Versalakökur Uppskrift: 2 egg 2 dl sykur 4 dl kókos ½ dl Kornax hveiti 1 dl möndlur saxaðar m/hýði 1 dl apríkósur saxaðar Aðferð: Hitið ofn í 180°C, þeytið egg og sykur þar til létt og ljóst. Blandið öllum hráefnum saman við með sleikju. Setjið deigið á plötu með 2 x skeiðum ca. 1 tsk hver kaka. Bakið í miðjum ofni í 10-12 mínútur. Ofan á kökur: 150 gr Nóa Siríus hvítir súkkulaðidropar Aðferð: Bræðið í vatnsbaði og dreifið hvítu súkkulaði yfir kaldar kökurnar. Versala kökurnar. 3. sæti - Ljós Uppskrift: 113 gr ósaltað smjör v/stofuhita 2/3 bolli sykur 1 egg stórt – (aðskilið) 2 msk mjólk 1 tsk vanilludropar ¼ tsk lyftiduft 1 bolli Kornax hveiti 1/3 bolli Nói Síríus kakó ¼ tsk salt 1 bolli pekanhnetur Aðferð kökur: Hrærið smjör og sykur saman í stórri skál á miðlungshraða þar til það er vel blandað og mjúkt. Bætið eggjarauðu, mjólk og vanilludropum saman við. Setjið eggjahvítu í sér ílát inn í ísskáp. Í miðlungsskál hrærið saman hveiti, kakói og salti. Bætið hveitiblöndunni rólega út í smjörblönduna og hrærið vel. Breiðið yfir deigið og setjið í kæli í ca.1 klukkustund eða yfir nótt. Hitið ofninn í 180° og setjið smjörpappír á ofnskúffu. Þeytið eggjahvítur. Mótið ca. 3 cm kúlur og dýfið hverri kúlu ofan í eggjahvítu, rúllið þeim svo yfir saxaðar pekanhnetur og setjið á ofnplötu. Þrýstið létt í miðju hverrar kúlu þannig að það myndast hola í kökurnar. Bakið í 12-13 mínútur. Takið úr ofni, þrýstið létt í miðju kökunnar þegar þær eru heitar, getið notað skaft á sleif. Leggið til hliðar, og þá skal gera karamelluna. Karamella – uppskrift: 20-25 Nói Síríus töggur ljósar 3 msk þeyttur rjómi Sjávarsalt (flögur) til að strá yfir. Aðferð: Setjið karamellur og rjóma í lítinn pott, bræðið yfir lágum hita. Hrærið í pottinum allan tímann svo karamellan brenni ekki. Þegar karamellan hefur þykknað og kólnað, setjið um ½ tsk af karamellu í holu á hverri köku. Stráið sjávarsalti yfir kökuna eftir smekk og látið karamelluna kólna. Súkkulaðitoppur uppskrift: 100 gr Nói Síríus suðusúkkulaði 1 tsk kókosolía Aðferð: Hitið suðusúkkulaði og kókosolíu í lítilli skál í örbylgjuofni í ca. 1 mínútu. Takið út og hrærið, setjið aftur inn í örbylgjuofn ef þarf. Þegar súkkulaði er bráðið setjið það í lítinn plastpoka og klippið lítið gat í hornið á pokanum. Sprautið súkkulaði yfir kökurnar og látið kólna. Í þriðja sæti voru kökurnar Ljós.
Jól Jólamatur Kökur og tertur Smákökur Uppskriftir Tengdar fréttir Avocado- og súkkulaðismákökur Hildur Rut Ingimarsdóttir, höfundur matreiðslubókarinnar Avocado, hefur brennandi áhuga á hollri og einfaldri matargerð. 19. desember 2016 20:00 Þessar vinningskökur koma þér í jólaskap Smjör, sykur og fullt af súkkulaði - þarf eitthvað meira? 6. nóvember 2017 20:30 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Avocado- og súkkulaðismákökur Hildur Rut Ingimarsdóttir, höfundur matreiðslubókarinnar Avocado, hefur brennandi áhuga á hollri og einfaldri matargerð. 19. desember 2016 20:00
Þessar vinningskökur koma þér í jólaskap Smjör, sykur og fullt af súkkulaði - þarf eitthvað meira? 6. nóvember 2017 20:30