Íslandsferð varúlfsins „ótrúlegasta ævintýri lífsins“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2017 12:41 Joe Manganiello skemmti sér konunglega á Íslandi. Bandaríski leikarinn Joe Manganello, sem frægastur er fyrir hlutverk sitt sem varúlfurinn Alcide Herveaux í sjónvarpsþáttunum True Blood, var staddur á Íslandi á dögunum. Hann virðist hafa orðið algjörlega heillaður af Íslandi. „Ég elska útivist og það eru fáir staðir eftir í heiminum jafn ósnortnir og Ísland,“ segir Manganello í samtali við bandaríska tímaritið People þar sem hann ræddi um Íslandsheimsóknina. Með í för voru félagar leikarans en svo virðist sem að eiginkona hans, Modern Family stjarnan Sofia Vergara, hafi verið eftir heima í þetta skipti. Ef marka má Instagram-síðu Manganello er ljóst að leikarinn sat ekki auðum höndum á meðan hann dvaldi hér. Ferðaðist hann um landið og virðist hann einkum hafa stundað útivist. Skellti hann sér á kajak um Jökulsárlón, heimsótti strendur á Suðurströnd Íslands auk þess hann fór í ísklifur á Vatnajökli, svo dæmi séu tekin. „Ég vildi fara í ævintýraferð,“ sagði Manganello um ferðina. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Það eru hlutir sem maður les um í bókum þegar maður er krakki en maður heldur að þeir séu ekki til neins staðar nema í huga manns,“ sagði Manganello um Ísland. Manganello og félagar eyddu heilli viku á Íslandi sem Manganello segir að hafi verið „ótrúlegasta ævintýri lífsins.“ Aðspurður um hvað hefði verið uppáhaldsdagurinn hans á Íslandi sagði leikarinn að dagurinn við Jökulsárlón hafi verið sá besti. Hann hafi byrjað á því að þeir hafi fundið listaverk eftir götulistamanninn fræga Banksy á brúnni undir Jökulsá á Sólheimasandi. „Hver dagur var ævintýri líkastur,“ sagði Manganello en rétt er að taka fram að listaverkið sem fann og taldi vera eftir Banksy er að öllum líkindum ekki eftir listamanninn fræga.Sjá má myndir frá Íslandsdvöl Manganello hér fyrir neðan. Íslandsvinir Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Sjá meira
Bandaríski leikarinn Joe Manganello, sem frægastur er fyrir hlutverk sitt sem varúlfurinn Alcide Herveaux í sjónvarpsþáttunum True Blood, var staddur á Íslandi á dögunum. Hann virðist hafa orðið algjörlega heillaður af Íslandi. „Ég elska útivist og það eru fáir staðir eftir í heiminum jafn ósnortnir og Ísland,“ segir Manganello í samtali við bandaríska tímaritið People þar sem hann ræddi um Íslandsheimsóknina. Með í för voru félagar leikarans en svo virðist sem að eiginkona hans, Modern Family stjarnan Sofia Vergara, hafi verið eftir heima í þetta skipti. Ef marka má Instagram-síðu Manganello er ljóst að leikarinn sat ekki auðum höndum á meðan hann dvaldi hér. Ferðaðist hann um landið og virðist hann einkum hafa stundað útivist. Skellti hann sér á kajak um Jökulsárlón, heimsótti strendur á Suðurströnd Íslands auk þess hann fór í ísklifur á Vatnajökli, svo dæmi séu tekin. „Ég vildi fara í ævintýraferð,“ sagði Manganello um ferðina. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Það eru hlutir sem maður les um í bókum þegar maður er krakki en maður heldur að þeir séu ekki til neins staðar nema í huga manns,“ sagði Manganello um Ísland. Manganello og félagar eyddu heilli viku á Íslandi sem Manganello segir að hafi verið „ótrúlegasta ævintýri lífsins.“ Aðspurður um hvað hefði verið uppáhaldsdagurinn hans á Íslandi sagði leikarinn að dagurinn við Jökulsárlón hafi verið sá besti. Hann hafi byrjað á því að þeir hafi fundið listaverk eftir götulistamanninn fræga Banksy á brúnni undir Jökulsá á Sólheimasandi. „Hver dagur var ævintýri líkastur,“ sagði Manganello en rétt er að taka fram að listaverkið sem fann og taldi vera eftir Banksy er að öllum líkindum ekki eftir listamanninn fræga.Sjá má myndir frá Íslandsdvöl Manganello hér fyrir neðan.
Íslandsvinir Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Sjá meira