Á tónleikunum leikur Víkingur Píanókonsert nr. 24 eftir Mozart en það er í fyrsta skipti sem hann leikur Mozart með Sinfóníuhljómsveit Íslands en hann þreytti frumraun sína með hljómsveitinni árið 2001.
Auk píanókonsertsins hljómar Hetjulíf eftir Richard Strauss sem er eitt glæsilegasta tónverk sem samið hefur verið fyrir sinfóníuhljómsveit.
Hljómsveitarstjóri á tónleikunum er Dima Slobodeniouk.