Lilja Rafney: „Minn tími mun koma“ Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2017 13:58 Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur átt sæti á þingi frá árinu 2009. Vísir/Ernir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, segist lítast vel á þá úr röðum Vinstri grænna sem munu gegna ráðherraembættum. Nafn Lilju Rafneyjar hafði oft komið upp í umræðum um mögulega ráðherra Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, greindi frá því í hádeginu að hún muni gegna embætti forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir embætti heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson embætti umhverfisráðherra. „Við fáum þarna góðan einstakling inn í umhverfisráðuneytið. Ég hefði algerlega við tilbúin að taka að mér ráðuneyti, líkt og fleiri í þingflokknum. Það var hins vegar niðurstaðan að þetta væri gott fyrir okkur sem heild að breikka hópinn og fá þarna inn mann sem hefur starfað lengi með Landvernd og þekkir þennan geira vel. Þetta er öflugur liðsauki,“ segir Lilja Rafney um Guðmund Inga. Lilja segist ekki vera svekkt eða sár að hún hafi sjálf ekki fengið ráðherraembætti. „Ég tek við þeim verkefnum sem koma hverju sinni. Minn tími mun koma svo ég endurtaki orð góðrar konu. Það veit enginn hvað verður gert síðar á kjörtímabilinu í þessum efnum.“ Lilja Rafney segist reikna með að henni verði falin formennska í nefnd þó að enn eigi eftir að ganga frá því.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, segist lítast vel á þá úr röðum Vinstri grænna sem munu gegna ráðherraembættum. Nafn Lilju Rafneyjar hafði oft komið upp í umræðum um mögulega ráðherra Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, greindi frá því í hádeginu að hún muni gegna embætti forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir embætti heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson embætti umhverfisráðherra. „Við fáum þarna góðan einstakling inn í umhverfisráðuneytið. Ég hefði algerlega við tilbúin að taka að mér ráðuneyti, líkt og fleiri í þingflokknum. Það var hins vegar niðurstaðan að þetta væri gott fyrir okkur sem heild að breikka hópinn og fá þarna inn mann sem hefur starfað lengi með Landvernd og þekkir þennan geira vel. Þetta er öflugur liðsauki,“ segir Lilja Rafney um Guðmund Inga. Lilja segist ekki vera svekkt eða sár að hún hafi sjálf ekki fengið ráðherraembætti. „Ég tek við þeim verkefnum sem koma hverju sinni. Minn tími mun koma svo ég endurtaki orð góðrar konu. Það veit enginn hvað verður gert síðar á kjörtímabilinu í þessum efnum.“ Lilja Rafney segist reikna með að henni verði falin formennska í nefnd þó að enn eigi eftir að ganga frá því.
Kosningar 2017 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira