Mikið álag á fíkniefnaleitarhundinum Krafti í desember Anton Egilsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. desember 2017 23:18 Það er í nógu að snúast hjá fíkniefnaleitarhundinum Krafti en hans helsta verkefni er að leita að fíkniefnum í pökkum hjá Póstinum en þeir eru aldrei fleiri en í desember. Labradorhundurinn Kraftur er fíkniefnaleitarhundur tollgæslunnar og hefur hann starfað sem slíkur í rúm sex ár. Verkefnin þessa dagana snúa aðallega að því að leita í tugum póstsendinga hjá Póstmiðstöðinni en í desember er ansi mikið að gera hjá þeim Krafti og Stefáni Geir Sigurbjörnssyni, þjálfara hans. „Þetta er mjög mikið álag hjá Krafti núna. Margfalt póstmagn sem kemur og lítil pása,“ sagði Stefán í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Stefán segir að vikulega finni Kraftur fíkniefni en vill af öryggisástæðum ekki gefa það nákvæmara upp. Helstu efnin sem hann er þjálfaður á eru amfetamín, kókaín, alsæla, hass og marijúana. Það er augljóst að Kraftur er starfi sínu vaxinn en í myndskeiðinu hér að ofan má sjá þegar hann finnur 10 grömm af kókaíni sem einhver reyndi að smygla til landsins en efnið var vel falið í einum pakkanum. Stefán verðlaunar Kraft svo fyrir fíkniefnafundinn með því að leyfa honum að leika sér með bolta. Segir hann að Kraftur sé ákveðinn en afar ljúfur og góður. „Hann fær oftast sínu framgengt og það er kannski líka einn af þeim þáttum fyrir þá hunda sem veljast í þetta starf að það er að hafa háa veiðihvöt og að geta unnið alveg sleitulaust.“ Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Það er í nógu að snúast hjá fíkniefnaleitarhundinum Krafti en hans helsta verkefni er að leita að fíkniefnum í pökkum hjá Póstinum en þeir eru aldrei fleiri en í desember. Labradorhundurinn Kraftur er fíkniefnaleitarhundur tollgæslunnar og hefur hann starfað sem slíkur í rúm sex ár. Verkefnin þessa dagana snúa aðallega að því að leita í tugum póstsendinga hjá Póstmiðstöðinni en í desember er ansi mikið að gera hjá þeim Krafti og Stefáni Geir Sigurbjörnssyni, þjálfara hans. „Þetta er mjög mikið álag hjá Krafti núna. Margfalt póstmagn sem kemur og lítil pása,“ sagði Stefán í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Stefán segir að vikulega finni Kraftur fíkniefni en vill af öryggisástæðum ekki gefa það nákvæmara upp. Helstu efnin sem hann er þjálfaður á eru amfetamín, kókaín, alsæla, hass og marijúana. Það er augljóst að Kraftur er starfi sínu vaxinn en í myndskeiðinu hér að ofan má sjá þegar hann finnur 10 grömm af kókaíni sem einhver reyndi að smygla til landsins en efnið var vel falið í einum pakkanum. Stefán verðlaunar Kraft svo fyrir fíkniefnafundinn með því að leyfa honum að leika sér með bolta. Segir hann að Kraftur sé ákveðinn en afar ljúfur og góður. „Hann fær oftast sínu framgengt og það er kannski líka einn af þeim þáttum fyrir þá hunda sem veljast í þetta starf að það er að hafa háa veiðihvöt og að geta unnið alveg sleitulaust.“
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira