Burkhart var efnilegur skíðamaður og hann var að undirbúa sig fyrir Nor-Am skíðakeppnina þegar slysið varð í fyrrdag.
Max var meðlimur í Partenkirchen skíðaklúbbnum í Þýskalandi en var nemandi í Sugar Bowl skíðakademíunni í Kaliforníu. Hann var í æfinga- og keppnisferð í Kanada.
Update | German skier succumbs to injuries sustained during Tuesday's NorAm Cup competition at Lake Louise. Officials confirm Max Burkhart, 17, passed away in hospital on Wednesday https://t.co/Fqsp27Yecc#yyc (image: Instagram) pic.twitter.com/ZbiFccfGy9
— CTV Calgary (@CTVCalgary) December 7, 2017
Læknalið á staðnum gerði að sárum hans í hálftíma áður en hann var fluttur á sjúkrahús í þyrlu. Farið var með Max á Foothills spítalann í Calgary.
Ekki tókst að bjarga lífi hans á spítalanum og hann lést af sárum sínum á sjúkrahúsinu í Calgary.
Þetta er annað dauðaslysið á stuttum tíma á skíðaheiminum því franski alpaskíðamaðurinn David Poisson lést fyrir nokkrum vikum eftir slys á æfingu í Nakiska.
Lindsey Vonn sendi fjölskyldu Max Burkhart samúðarkveðjur á Twitter.
Another death in racing. Deviating news. My condolences to Max’s family and friends #R.I.P. https://t.co/eHmzuNsuSq
— lindsey vonn (@lindseyvonn) December 7, 2017