Leonid Mironov, varnarmaður Spartak Moskvu, hefur verið ákærður af UEFA fyrir kynþáttaníð gegn Rhian Brewster, sóknarmanni Liverpool.
Atvikið átti sér stað í leik unglingaliða liðanna í gær, en Liverpool vann leikinn 2-0.
Brewster, sem varð nýlega Heimsmeistari U17 með Englandi, lét dómara leiksins strax vita af atvikinu og kvartaði Liverpool til UEFA.
Knattspyrnusambandið mun taka málið fyrir aganefnd.
„Það er erfitt fyrir mig að segja eitthvað um þetta núna. Þetta er eitthvað sem félagið þarf að skoða,“ sagði Steven Gerrard, þjálfari unglingaliðs Liverpool, við Liverpool Echo eftir leikinn í gær.
„Ég vil frekar tala um frammistöðu hans. Hann var frábær. Það eina sem vantaði upp á var mark.“
UEFA ákærir Spartak
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn

Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn



Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn