Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2017 08:57 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis að móðir barnsins, sem er brasilísk, skuli sæta farbanni en hún er grunuð um barnsrán. Vísir/gva Hlynur Jónsson, lögmaður manns sem á nú í forsjárdeilu við barnsmóður sína sem úrskurðuð hefur verið í farbann til 29. desember grunuð um barnsrán, segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föðurins við barnið þegar hann fór í forsjármál gegn konunni í haust. Þá hafi íslensk fjölskylda barnsins enga vitneskju um hvar það er búsett í Brasilíu, heimalandi móðurinnar, en móðirin fór með barnið þangað í mars síðastliðnum ásamt núverandi sambýlismanni. Var það án samþykkis og vitundar föðurins að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms. Barnið er þar enn en skömmu eftir að þau fóru til Brasilíu sneri móðirin aftur til Íslands til að vinna og er hún skráð til heimilis hér á landi. Í frétt Vísis í gær þar sem rætt var við lögmann konunnar kom bæði fram að samskipti við föður hefðu hvorki verið hindruð né að því væri haldið leyndu hvar barnið sé. Þvert á móti væri íslensk fjölskylda barnsins meðvituð um hvar barnið væri búsett í Brasilíu og að samskipti við barnið færu reglulega fram í gegnum Skype.Fékk að ræða við barnið framan af „Það er rétt að faðirinn fékk að tala við barnið í gegnum Skype framan af eftir að hún brottnumdi barnið á sínum tíma en því lauk þegar að minn umbjóðandi fór í forsjármál gegn konunni. Þá vildi hún ekki leyfa honum að tala áfram við barnið og klippti algjörlega á þau samskipti. [...] Þetta liggur alveg fyrir í málinu að hún hefur ekki leyft honum að tala við barnið eftir að hann höfðaði þetta mál,“ segir Hlynur, lögmaður mannsins, í samtali við Vísi en forsjárdeilan sem nú er í gangi hófst í haust. Fyrir um viku úrskurðaði svo Héraðsdómur Reykjaness að faðirinn skyldi fá bráðabirgðaforsjá barnsins. Þá segir Hlynur jafnframt að íslensk fjölskylda barnsins hafi enga vitneskju eða staðfestingu á því hvar barnið sé búsett í Brasilíu.„Ótrúleg málsástæða“ Forsaga málsins er sú að konan, sem er af erlendu bergi brotin, og barnsfaðir hennar skildu árið 2012. Fór þá í hönd forsjárdeila og að því er fram kom í frétt Vísis í gær þar sem rætt var við lögmann konunnar lauk henni með dómsátt sem laut að sameiginlegri forsjá þeirra yfir barninu. Sáttinni fylgdi að barnið hefði lögheimili hjá föður fyrstu tvö árin en lögheimili hjá konunni þar á eftir. Lögheimili barnsins hefur hins vegar ekki verið flutt til konunnar og telur hún barnsföður sinn hafa brotið þar gegn sér. Konan hefur neitað að koma með barnið aftur til Íslands fyrr en faðirinn flytur lögheimili þess á heimili hennar á höfuðborgarsvæðinu. Um þetta segir Hlynur að það hafi ekki verið skilyrðislaust í dómsáttinn að lögheimilið ætti að flytjast til móður eftir tvö ár. „Og það eru ákveðnar ástæður fyrir því að lögheimilið var ekki flutt á sínum tíma. Svo er það ótrúleg málsástæða í málinu að halda því fram að það réttlæti brottnám barnsins að lögheimili hafi ekki verið flutt. Ef móðir barnsins telur að lögheimilið átti að flytjast til hennar þá hefði hún átt að fara lögboðnar leiðir til að fá því framfylgt en hún gerði það ekki, og það eru kannski ákveðnar ástæður fyrir því að hún gerði það ekki,“ segir Hlynur. Aðspurður segir hann ekki liggja fyrir hvenær forsjármálinu sem nú er í gangi lýkur. Þá vill Hlynur ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Tengdar fréttir Móðirin segir föður barnsins ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í fjögurra vikna farbann vegna gruns um barnsrán. 6. desember 2017 14:45 Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Hlynur Jónsson, lögmaður manns sem á nú í forsjárdeilu við barnsmóður sína sem úrskurðuð hefur verið í farbann til 29. desember grunuð um barnsrán, segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föðurins við barnið þegar hann fór í forsjármál gegn konunni í haust. Þá hafi íslensk fjölskylda barnsins enga vitneskju um hvar það er búsett í Brasilíu, heimalandi móðurinnar, en móðirin fór með barnið þangað í mars síðastliðnum ásamt núverandi sambýlismanni. Var það án samþykkis og vitundar föðurins að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms. Barnið er þar enn en skömmu eftir að þau fóru til Brasilíu sneri móðirin aftur til Íslands til að vinna og er hún skráð til heimilis hér á landi. Í frétt Vísis í gær þar sem rætt var við lögmann konunnar kom bæði fram að samskipti við föður hefðu hvorki verið hindruð né að því væri haldið leyndu hvar barnið sé. Þvert á móti væri íslensk fjölskylda barnsins meðvituð um hvar barnið væri búsett í Brasilíu og að samskipti við barnið færu reglulega fram í gegnum Skype.Fékk að ræða við barnið framan af „Það er rétt að faðirinn fékk að tala við barnið í gegnum Skype framan af eftir að hún brottnumdi barnið á sínum tíma en því lauk þegar að minn umbjóðandi fór í forsjármál gegn konunni. Þá vildi hún ekki leyfa honum að tala áfram við barnið og klippti algjörlega á þau samskipti. [...] Þetta liggur alveg fyrir í málinu að hún hefur ekki leyft honum að tala við barnið eftir að hann höfðaði þetta mál,“ segir Hlynur, lögmaður mannsins, í samtali við Vísi en forsjárdeilan sem nú er í gangi hófst í haust. Fyrir um viku úrskurðaði svo Héraðsdómur Reykjaness að faðirinn skyldi fá bráðabirgðaforsjá barnsins. Þá segir Hlynur jafnframt að íslensk fjölskylda barnsins hafi enga vitneskju eða staðfestingu á því hvar barnið sé búsett í Brasilíu.„Ótrúleg málsástæða“ Forsaga málsins er sú að konan, sem er af erlendu bergi brotin, og barnsfaðir hennar skildu árið 2012. Fór þá í hönd forsjárdeila og að því er fram kom í frétt Vísis í gær þar sem rætt var við lögmann konunnar lauk henni með dómsátt sem laut að sameiginlegri forsjá þeirra yfir barninu. Sáttinni fylgdi að barnið hefði lögheimili hjá föður fyrstu tvö árin en lögheimili hjá konunni þar á eftir. Lögheimili barnsins hefur hins vegar ekki verið flutt til konunnar og telur hún barnsföður sinn hafa brotið þar gegn sér. Konan hefur neitað að koma með barnið aftur til Íslands fyrr en faðirinn flytur lögheimili þess á heimili hennar á höfuðborgarsvæðinu. Um þetta segir Hlynur að það hafi ekki verið skilyrðislaust í dómsáttinn að lögheimilið ætti að flytjast til móður eftir tvö ár. „Og það eru ákveðnar ástæður fyrir því að lögheimilið var ekki flutt á sínum tíma. Svo er það ótrúleg málsástæða í málinu að halda því fram að það réttlæti brottnám barnsins að lögheimili hafi ekki verið flutt. Ef móðir barnsins telur að lögheimilið átti að flytjast til hennar þá hefði hún átt að fara lögboðnar leiðir til að fá því framfylgt en hún gerði það ekki, og það eru kannski ákveðnar ástæður fyrir því að hún gerði það ekki,“ segir Hlynur. Aðspurður segir hann ekki liggja fyrir hvenær forsjármálinu sem nú er í gangi lýkur. Þá vill Hlynur ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.
Tengdar fréttir Móðirin segir föður barnsins ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í fjögurra vikna farbann vegna gruns um barnsrán. 6. desember 2017 14:45 Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Móðirin segir föður barnsins ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í fjögurra vikna farbann vegna gruns um barnsrán. 6. desember 2017 14:45
Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54