„Við karlar eigum að hlusta, skilja og breyta“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. desember 2017 15:49 #Metoo var til umræðu í borgarstjórn í dag. Vísir/Anton Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir að karlar eigi að vera hluti af þeirri breytingu sem kallað er eftir þegar konur stíga fram og segja sögur af áreitni og ofbeldi á vinnustað. Borgarstjórn samþykkti í dag tillögu um aðgerðaráætlun til að bregðast við áreitni innan starfsstöðva borgarinnar. „Heiða Björg Hilmsdóttir og fjöldi kvenna í stjórnmálum á heiður skilinn fyrir að stíga fram og rjúfa þögnina undir merkjum #ískuggavaldsins. Leik- og sviðslistakonur einnig fyrir #tjaldiðfellur og von er á að fleiri hópar kvenna muni stíga fram,“ segir Dagur á Facebook síðu sinni. Hann segir að borgin þurfi einnig að gera sitt og bregðast við og geta stutt við starfsfólk þegar mál koma upp í starfsemi borgarinnar eða hjá starfsfólki hennar. „Við verðum að tryggja öruggan vinnustað. Borgin ætlar að líka að bjóða fram reynslu og verkferla til að vinna úr málum gagnvart Borgarleikhúsinu, íþróttahreyfingunni og öðrum mikilvægum samstarfsaðilum borgarinnar,“ skrifar Dagur. Karlar þurfi að vera hluti af breytingunni „En síðast en ekki síst þufa karlar líka að gera sitt. Við karlar eigum að hlusta, skilja og breyta. Vera hluti af þeirri breytingu sem kallað er eftir.“ Mörg hundruð íslenskar konur úr ýmsum starfstéttum hafa stigið fram undanfarnar vikur og greint frá ofbeldi eða áreitni sem þær hafa orðið fyrir í starfi. Þar hafa frásagnir stjórnmálakvenna og kvenna í sviðslitum og kvikmyndaiðnaði vakið hvað mesta athygli. Stjórnendur stærstu leikhúsanna hafa fundað vegna frásagna kvenna sem starfað hafa við leikhúsin og þá viðraði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi félagsmálaráðherra, einnig áhyggjur sínar af ástandinu þegar konur í sviðslistum stigu fram. Hann sagði að það yrði að rannsaka málið og bregðast við. MeToo Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Í skugga valdsins: Vísindakonur deila 106 sögum af áreitni og ofbeldi 30. nóvember 2017 21:43 Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Siðareglur hjá Reykjavíkurborg endurskoðaðar í kjölfar #Metoo Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að fela forsætisnefnd og ofbeldisvarnarnefnd að gera tillögur að aðgerðum til að bregðast við kynferðislegir áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi borgarinnar. 5. desember 2017 14:59 Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir að karlar eigi að vera hluti af þeirri breytingu sem kallað er eftir þegar konur stíga fram og segja sögur af áreitni og ofbeldi á vinnustað. Borgarstjórn samþykkti í dag tillögu um aðgerðaráætlun til að bregðast við áreitni innan starfsstöðva borgarinnar. „Heiða Björg Hilmsdóttir og fjöldi kvenna í stjórnmálum á heiður skilinn fyrir að stíga fram og rjúfa þögnina undir merkjum #ískuggavaldsins. Leik- og sviðslistakonur einnig fyrir #tjaldiðfellur og von er á að fleiri hópar kvenna muni stíga fram,“ segir Dagur á Facebook síðu sinni. Hann segir að borgin þurfi einnig að gera sitt og bregðast við og geta stutt við starfsfólk þegar mál koma upp í starfsemi borgarinnar eða hjá starfsfólki hennar. „Við verðum að tryggja öruggan vinnustað. Borgin ætlar að líka að bjóða fram reynslu og verkferla til að vinna úr málum gagnvart Borgarleikhúsinu, íþróttahreyfingunni og öðrum mikilvægum samstarfsaðilum borgarinnar,“ skrifar Dagur. Karlar þurfi að vera hluti af breytingunni „En síðast en ekki síst þufa karlar líka að gera sitt. Við karlar eigum að hlusta, skilja og breyta. Vera hluti af þeirri breytingu sem kallað er eftir.“ Mörg hundruð íslenskar konur úr ýmsum starfstéttum hafa stigið fram undanfarnar vikur og greint frá ofbeldi eða áreitni sem þær hafa orðið fyrir í starfi. Þar hafa frásagnir stjórnmálakvenna og kvenna í sviðslitum og kvikmyndaiðnaði vakið hvað mesta athygli. Stjórnendur stærstu leikhúsanna hafa fundað vegna frásagna kvenna sem starfað hafa við leikhúsin og þá viðraði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi félagsmálaráðherra, einnig áhyggjur sínar af ástandinu þegar konur í sviðslistum stigu fram. Hann sagði að það yrði að rannsaka málið og bregðast við.
MeToo Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Í skugga valdsins: Vísindakonur deila 106 sögum af áreitni og ofbeldi 30. nóvember 2017 21:43 Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Siðareglur hjá Reykjavíkurborg endurskoðaðar í kjölfar #Metoo Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að fela forsætisnefnd og ofbeldisvarnarnefnd að gera tillögur að aðgerðum til að bregðast við kynferðislegir áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi borgarinnar. 5. desember 2017 14:59 Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Siðareglur hjá Reykjavíkurborg endurskoðaðar í kjölfar #Metoo Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að fela forsætisnefnd og ofbeldisvarnarnefnd að gera tillögur að aðgerðum til að bregðast við kynferðislegir áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi borgarinnar. 5. desember 2017 14:59
Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00
Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00