Gunnar: Til í að mæta Colby en hef ekki gaman af því að rífast á netinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. desember 2017 19:15 Gunnar Nelson er í leit að nýjum andstæðingi og vill komast aftur í búrið hjá UFC snemma á næsta ári. Hann hefur ekki barist síðan í júlí er hann tapaði gegn Santiago Ponzinibbio í umdeildum bardaga. Það vakti mikla athygli fyrir um mánuði síðan er Gunnar kallaði eftir bardaga í fyrsta sinn á ferlinum. Þá var Englendingurinn Darren Till að kvarta yfir því að allir væru hræddir við sig en Gunnar hélt nú ekki. Hann bauðst til þess að mæta Till í heimaborg hans, Liverpool. „Við vorum að reyna að negla þennan bardaga í febrúar en mér sýnist verða af því og þetta bardagakvöld verður væntanlega ekki í Liverpool. Þá kemur London til greina í mars en það er ekkert komið í ljós. Við fengum engin svör frá mönnum Till né UFC. Ég berst í febrúar eða mars en á móti hverjum verður að koma í ljós,“ segir Gunnar sem hefur ekki útilokað að berjast við Till þrátt fyrir fá svör. Sá enski var að rífa mikinn kjaft en virðist ekki getað staðið við stóru orðin þegar honum býðst bardagi gegn reyndum kappa. „Hann er eitthvað að skrifa á netið að það séu allir hlaupandi skíthræddir undan honum og það vilji enginn berjast við hann. Það var bara einfaldlega ekki rétt og ég svaraði því. Ég lít ekki beint á þetta sem eitthvað „trash talk“. Æi, það eru alltaf einhverjir að væla á netinu og ég ákvað að svara þessu.“ Þó svo Gunnar fái ekki bardaga gegn Till vonast hann eftir sterkum andstæðingi í febrúar eða mars. „Vonandi eins og alltaf fæ ég einhvern á topp tíu. Það væri líka gaman að fá Colby,“ segir Gunnar en hann er að tala þar um Colby Covington sem er fljótt orðinn hataðasti maðurinn í UFC enda með ólíkindum dónalegur. Gunnar er samt ekki viss um að hann óski eftir þeim bardaga á netinu. „Það hafði ekki mikið upp á sig síðast og ekki hef ég neitt svakalega gaman af því.“ Sjá má viðtalið við Gunnar hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Covington flýgur upp styrkleikalista UFC Ruslakjafturinn umdeildi, Colby Covington, getur farið fram á titilbardaga í veltivigt UFC fljótlega ef hann heldur áfram á sömu braut. 31. október 2017 10:30 UFC ekki ánægt með Covington sem móðgaði heila þjóð Colby Covington er orðinn maðurinn sem fólk elskar að hata hjá UFC enda gengur hann lengra en flestir í móðgunum sínum. 30. október 2017 23:00 Gunnar Nelson kallar eftir bardaga í fyrsta sinn: „Ég er klár stóri strákur“ Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson gæti á verið á leiðinni í bardaga á móti Darren Till frá Liverpool ef marka má skrif hans inn á Instagram-síðu Darren Till í kvöld. 10. nóvember 2017 20:12 Kavanagh gefur í skyn að Gunnar eigi að mæta Till í stað undradrengsins Darren Till er orðinn einn áhugaverðasti bardagamaðurinn í veltivigt í UFC á skömmum tíma. 9. nóvember 2017 13:00 Werdum kastaði bjúgverpli í Covington fyrir brasilísku þjóðina | Myndband Veltivigtarkappinn Colby Covington er hataður í Brasilíu eftir að hann barðist þar á dögunum og kallaði íbúa landsins skítug dýr. 16. nóvember 2017 22:15 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Enn einn Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira
Gunnar Nelson er í leit að nýjum andstæðingi og vill komast aftur í búrið hjá UFC snemma á næsta ári. Hann hefur ekki barist síðan í júlí er hann tapaði gegn Santiago Ponzinibbio í umdeildum bardaga. Það vakti mikla athygli fyrir um mánuði síðan er Gunnar kallaði eftir bardaga í fyrsta sinn á ferlinum. Þá var Englendingurinn Darren Till að kvarta yfir því að allir væru hræddir við sig en Gunnar hélt nú ekki. Hann bauðst til þess að mæta Till í heimaborg hans, Liverpool. „Við vorum að reyna að negla þennan bardaga í febrúar en mér sýnist verða af því og þetta bardagakvöld verður væntanlega ekki í Liverpool. Þá kemur London til greina í mars en það er ekkert komið í ljós. Við fengum engin svör frá mönnum Till né UFC. Ég berst í febrúar eða mars en á móti hverjum verður að koma í ljós,“ segir Gunnar sem hefur ekki útilokað að berjast við Till þrátt fyrir fá svör. Sá enski var að rífa mikinn kjaft en virðist ekki getað staðið við stóru orðin þegar honum býðst bardagi gegn reyndum kappa. „Hann er eitthvað að skrifa á netið að það séu allir hlaupandi skíthræddir undan honum og það vilji enginn berjast við hann. Það var bara einfaldlega ekki rétt og ég svaraði því. Ég lít ekki beint á þetta sem eitthvað „trash talk“. Æi, það eru alltaf einhverjir að væla á netinu og ég ákvað að svara þessu.“ Þó svo Gunnar fái ekki bardaga gegn Till vonast hann eftir sterkum andstæðingi í febrúar eða mars. „Vonandi eins og alltaf fæ ég einhvern á topp tíu. Það væri líka gaman að fá Colby,“ segir Gunnar en hann er að tala þar um Colby Covington sem er fljótt orðinn hataðasti maðurinn í UFC enda með ólíkindum dónalegur. Gunnar er samt ekki viss um að hann óski eftir þeim bardaga á netinu. „Það hafði ekki mikið upp á sig síðast og ekki hef ég neitt svakalega gaman af því.“ Sjá má viðtalið við Gunnar hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Covington flýgur upp styrkleikalista UFC Ruslakjafturinn umdeildi, Colby Covington, getur farið fram á titilbardaga í veltivigt UFC fljótlega ef hann heldur áfram á sömu braut. 31. október 2017 10:30 UFC ekki ánægt með Covington sem móðgaði heila þjóð Colby Covington er orðinn maðurinn sem fólk elskar að hata hjá UFC enda gengur hann lengra en flestir í móðgunum sínum. 30. október 2017 23:00 Gunnar Nelson kallar eftir bardaga í fyrsta sinn: „Ég er klár stóri strákur“ Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson gæti á verið á leiðinni í bardaga á móti Darren Till frá Liverpool ef marka má skrif hans inn á Instagram-síðu Darren Till í kvöld. 10. nóvember 2017 20:12 Kavanagh gefur í skyn að Gunnar eigi að mæta Till í stað undradrengsins Darren Till er orðinn einn áhugaverðasti bardagamaðurinn í veltivigt í UFC á skömmum tíma. 9. nóvember 2017 13:00 Werdum kastaði bjúgverpli í Covington fyrir brasilísku þjóðina | Myndband Veltivigtarkappinn Colby Covington er hataður í Brasilíu eftir að hann barðist þar á dögunum og kallaði íbúa landsins skítug dýr. 16. nóvember 2017 22:15 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Enn einn Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira
Covington flýgur upp styrkleikalista UFC Ruslakjafturinn umdeildi, Colby Covington, getur farið fram á titilbardaga í veltivigt UFC fljótlega ef hann heldur áfram á sömu braut. 31. október 2017 10:30
UFC ekki ánægt með Covington sem móðgaði heila þjóð Colby Covington er orðinn maðurinn sem fólk elskar að hata hjá UFC enda gengur hann lengra en flestir í móðgunum sínum. 30. október 2017 23:00
Gunnar Nelson kallar eftir bardaga í fyrsta sinn: „Ég er klár stóri strákur“ Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson gæti á verið á leiðinni í bardaga á móti Darren Till frá Liverpool ef marka má skrif hans inn á Instagram-síðu Darren Till í kvöld. 10. nóvember 2017 20:12
Kavanagh gefur í skyn að Gunnar eigi að mæta Till í stað undradrengsins Darren Till er orðinn einn áhugaverðasti bardagamaðurinn í veltivigt í UFC á skömmum tíma. 9. nóvember 2017 13:00
Werdum kastaði bjúgverpli í Covington fyrir brasilísku þjóðina | Myndband Veltivigtarkappinn Colby Covington er hataður í Brasilíu eftir að hann barðist þar á dögunum og kallaði íbúa landsins skítug dýr. 16. nóvember 2017 22:15