Leiðtogaskipti kunna að skapa ný vandamál fyrir Merkel Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2017 15:32 Horst Seehofer og Markus Söder fyrr í dag. Vísir/AFP Angela Merkel Þýskalandskanslari kann að standa frammi fyrir nýjum vandamálum, nú þegar hún vinnur að því að koma saman nýrri ríkisstjórn í landinu. CSU, systurflokkur flokks Merkel, CDU, virðist vera á leið lengra til hægri á sama tíma og Jafnaðarmenn (SPD) hafa lagt fram nýjar kröfur fyrir fyrirhugaðar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna. Flokkur Merkel, CDU, hefur lengi átt í samstarfi við CSU, flokk Kristilegra demókrata í Bæjaralandi. Nú er ljóst að Horst Seehofer, leiðtogi CSU, mun stíga til hliðar og segja þýskir fjölmiðlar að Markus Söder, sem hefur gegnt embætti fjármálaráðherra Bæjaralands, muni taka við keflinu sem leiðtogi flokksins. Líkt og CDU og SPD þá missti CSU mikið fylgi í þýsku þingkosningunum sem fram fóru 24. september. Söder mun nú leiða flokkinn og er ekki útilokað að leiðtogaskiptin kunni að skapa vandræði við myndun nýrrar stjórnar.Deilt um innflytjendamál Líklegt þykir að málefni innflytjenda og hælisleitenda verði helsti ásteitingarsteinninn í viðræðunum. Söder hefur áður sagt að hann geti ekki ímyndað sér að mynda nýja stjórn með CDU ef ekki verði dregið hressilega úr fjölda flóttamanna til landsins. Margir kjósendur CSU ákváðu að kjósa hægripopúlistaflokkinn AfD í kosningunum í september og var Seehofer að stórum hluta kennt um slæma niðurstöðu flokksins. Vildu margir meina að hann hefði átt að þrýsta meira á Merkel að takmarka straum flóttamanna til landsins. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn kanna nú möguleikann á að framlengja stjórnarsamstarf flokkanna eftir að Jafnaðarmann höfðu áður útilokað stjórnarþátttöku í kjölfar þess að hafa beðið afhroð í kosningunum. Jafnaðarmenn, með Martin Schulz í broddi fylkingar, hefur kynnt nokkrar hugmyndir Jafnaðarmanna sem flestar ganga þvert á þau stjórnmál sem Söder hefur boðað. Kristilegir demókratar (CDU, CSU) reyndu eftir kosningar að mynda stjórn með Frjálslynda flokknum og Græningjum en þær viðræður sigldu í strand. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Munu fyrst ræða saman á nýju ári Viðræður Krisilegra demókrata (CDU, CSU) og Jafnaðarmanna (SDP) í Þýskalandi um mögulega stjórnarmyndun munu fyrst eiga sér stað á næsta ári. 27. nóvember 2017 12:57 Margt á huldu eftir fund í Berlín Lítið hefur spurst út eftir samtöl fulltrúa þýskra Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna um mögulega stjórnarmyndun í Berlín í gærkvöldi. 1. desember 2017 11:06 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari kann að standa frammi fyrir nýjum vandamálum, nú þegar hún vinnur að því að koma saman nýrri ríkisstjórn í landinu. CSU, systurflokkur flokks Merkel, CDU, virðist vera á leið lengra til hægri á sama tíma og Jafnaðarmenn (SPD) hafa lagt fram nýjar kröfur fyrir fyrirhugaðar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna. Flokkur Merkel, CDU, hefur lengi átt í samstarfi við CSU, flokk Kristilegra demókrata í Bæjaralandi. Nú er ljóst að Horst Seehofer, leiðtogi CSU, mun stíga til hliðar og segja þýskir fjölmiðlar að Markus Söder, sem hefur gegnt embætti fjármálaráðherra Bæjaralands, muni taka við keflinu sem leiðtogi flokksins. Líkt og CDU og SPD þá missti CSU mikið fylgi í þýsku þingkosningunum sem fram fóru 24. september. Söder mun nú leiða flokkinn og er ekki útilokað að leiðtogaskiptin kunni að skapa vandræði við myndun nýrrar stjórnar.Deilt um innflytjendamál Líklegt þykir að málefni innflytjenda og hælisleitenda verði helsti ásteitingarsteinninn í viðræðunum. Söder hefur áður sagt að hann geti ekki ímyndað sér að mynda nýja stjórn með CDU ef ekki verði dregið hressilega úr fjölda flóttamanna til landsins. Margir kjósendur CSU ákváðu að kjósa hægripopúlistaflokkinn AfD í kosningunum í september og var Seehofer að stórum hluta kennt um slæma niðurstöðu flokksins. Vildu margir meina að hann hefði átt að þrýsta meira á Merkel að takmarka straum flóttamanna til landsins. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn kanna nú möguleikann á að framlengja stjórnarsamstarf flokkanna eftir að Jafnaðarmann höfðu áður útilokað stjórnarþátttöku í kjölfar þess að hafa beðið afhroð í kosningunum. Jafnaðarmenn, með Martin Schulz í broddi fylkingar, hefur kynnt nokkrar hugmyndir Jafnaðarmanna sem flestar ganga þvert á þau stjórnmál sem Söder hefur boðað. Kristilegir demókratar (CDU, CSU) reyndu eftir kosningar að mynda stjórn með Frjálslynda flokknum og Græningjum en þær viðræður sigldu í strand.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Munu fyrst ræða saman á nýju ári Viðræður Krisilegra demókrata (CDU, CSU) og Jafnaðarmanna (SDP) í Þýskalandi um mögulega stjórnarmyndun munu fyrst eiga sér stað á næsta ári. 27. nóvember 2017 12:57 Margt á huldu eftir fund í Berlín Lítið hefur spurst út eftir samtöl fulltrúa þýskra Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna um mögulega stjórnarmyndun í Berlín í gærkvöldi. 1. desember 2017 11:06 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Munu fyrst ræða saman á nýju ári Viðræður Krisilegra demókrata (CDU, CSU) og Jafnaðarmanna (SDP) í Þýskalandi um mögulega stjórnarmyndun munu fyrst eiga sér stað á næsta ári. 27. nóvember 2017 12:57
Margt á huldu eftir fund í Berlín Lítið hefur spurst út eftir samtöl fulltrúa þýskra Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna um mögulega stjórnarmyndun í Berlín í gærkvöldi. 1. desember 2017 11:06