Skráningar í VG tekið kipp eftir lyklaskiptin Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. desember 2017 18:09 Skráningar í VG hafa tekið kipp eftir að Katrín Jakobsdóttir tók við embætti forsætisráðherra á fimmtudag. Vísir/Eyþór Á annað hundrað manns hafa sagt sig úr Vinstri grænum síðan ákvörðun var tekin um að hefja stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokknum. Þá hafa um áttatíu manns skráð sig í flokkinn á sama tíma. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, segir að skráningum í flokkinn hafi fjölgað eftir að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir tók við völdum. „Fólk hefur róast, ég hef það á tilfinningunni,“ segir Björg Eva í samtali við Vísi. Hún segir að mest hafi verið um skráningar úr flokknum fyrst eftir að stjórnarmyndunarviðræður hófust, einhver hreyfing hafi orðið aftur þegar ráðherralistinn hafi verið kynntur, en það sé þó lítil breyting á félagafjölda í heild. „Við erum næstum því sex þúsund og í því ljósi er frekar hæpið að það sé einhver svakalegur klofningur og flótti þó að þessi hreyfing verði.“ „Ef þú skoðar breytingarnar á félagatalinu núna eftir að ríkisstjórnin var mynduð þá eru ekki lengur fleiri sem skrá sig úr heldur en inn, heldur eru innskráningar álíka margar og úrskráningar og jafnvel ívið fleiri.“Umdeildur sáttmáli samþykktur Margir þeirra sem hafa skráð sig úr flokknum síðustu misseri hafa tekið virkan þátt í starfi hans, meðal annars í ungliðahreyfingu og sem varaþingmenn. Þrátt fyrir ýmsar óánægjuraddir var stjórnarsáttmálinn samþykktur með um 80 prósent atkvæða á flokksráðsfundinum og tók ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur við völdum á fimmtudag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, sem greiddu atkvæði gegn sáttmálanum, hafa sagt að þau muni áfram starfa sem þingmenn á vegum VG en ætla þó að vera gagnrýnin á störf ríkisstjórnarinnar sem þingmenn flokksins. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Styðja bæði ráðherralista VG og verða áfram í þingflokknum Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verða bæði áfram í þingflokki Vinstri grænna þrátt fyrir að þau hafi greitt atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi í gær. 30. nóvember 2017 14:13 Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann með miklum meirihluta Flokksráð Vinstri grænna samþykkti ríkisstjórnarsáttmála VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem borinn var upp á fundi ráðsins í kvöld. Fátt er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun. 29. nóvember 2017 21:39 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Á annað hundrað manns hafa sagt sig úr Vinstri grænum síðan ákvörðun var tekin um að hefja stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokknum. Þá hafa um áttatíu manns skráð sig í flokkinn á sama tíma. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, segir að skráningum í flokkinn hafi fjölgað eftir að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir tók við völdum. „Fólk hefur róast, ég hef það á tilfinningunni,“ segir Björg Eva í samtali við Vísi. Hún segir að mest hafi verið um skráningar úr flokknum fyrst eftir að stjórnarmyndunarviðræður hófust, einhver hreyfing hafi orðið aftur þegar ráðherralistinn hafi verið kynntur, en það sé þó lítil breyting á félagafjölda í heild. „Við erum næstum því sex þúsund og í því ljósi er frekar hæpið að það sé einhver svakalegur klofningur og flótti þó að þessi hreyfing verði.“ „Ef þú skoðar breytingarnar á félagatalinu núna eftir að ríkisstjórnin var mynduð þá eru ekki lengur fleiri sem skrá sig úr heldur en inn, heldur eru innskráningar álíka margar og úrskráningar og jafnvel ívið fleiri.“Umdeildur sáttmáli samþykktur Margir þeirra sem hafa skráð sig úr flokknum síðustu misseri hafa tekið virkan þátt í starfi hans, meðal annars í ungliðahreyfingu og sem varaþingmenn. Þrátt fyrir ýmsar óánægjuraddir var stjórnarsáttmálinn samþykktur með um 80 prósent atkvæða á flokksráðsfundinum og tók ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur við völdum á fimmtudag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, sem greiddu atkvæði gegn sáttmálanum, hafa sagt að þau muni áfram starfa sem þingmenn á vegum VG en ætla þó að vera gagnrýnin á störf ríkisstjórnarinnar sem þingmenn flokksins.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Styðja bæði ráðherralista VG og verða áfram í þingflokknum Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verða bæði áfram í þingflokki Vinstri grænna þrátt fyrir að þau hafi greitt atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi í gær. 30. nóvember 2017 14:13 Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann með miklum meirihluta Flokksráð Vinstri grænna samþykkti ríkisstjórnarsáttmála VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem borinn var upp á fundi ráðsins í kvöld. Fátt er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun. 29. nóvember 2017 21:39 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Styðja bæði ráðherralista VG og verða áfram í þingflokknum Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verða bæði áfram í þingflokki Vinstri grænna þrátt fyrir að þau hafi greitt atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi í gær. 30. nóvember 2017 14:13
Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann með miklum meirihluta Flokksráð Vinstri grænna samþykkti ríkisstjórnarsáttmála VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem borinn var upp á fundi ráðsins í kvöld. Fátt er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun. 29. nóvember 2017 21:39