„Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. desember 2017 18:45 Verslunin Kostur í dag Visir/Jóhann K. Jóhannsson Eigandi Kosts telur að verslunarrisinn Costco hafi nýtt sér viðskiptagögn verslunarinnar í viðskiptum þeirra á milli til þess að átta sig markaðinum hér áður en verslunarkeðjan hóf rekstur hér á landi. Kostur hefur orðið undir í samkeppninni og verður versluninni lokað. Koma verslunarrisans Costco á markað hér á landi hefur haft víðtæk áhrif. Til að mynda hefur hlutabréfaverð í Högum, sem rekur Bónus og Hagkaup, lækkað um ríflega 30%. Það var sagt frá því í október að verslunin Víðir væri til sölu og í gær var tilkynnt að versluninni Kosti yrði lokað. Jón Gerald Sullenberger stofnaði og opnaði verslunina fyrir átta árum. En með vöruúrvalinu var lögð áhersla á amerískar gæðavörur sem seldar voru í stórum pakkningum til að ná fram stærðarhagkvæmni. Verslunin kynnti meðal annars vörumerkið Kirkland fyrir Íslendingum en það er helsta vörumerki Costco. Þegar tilkynnt var um komu Costco á markaðinn var Jón bjartsýnn en hann átti ekki von á hvernig verslunarmódelinu yrði hagað og bætir við að vörur sem verslunarkeðjan býður séu mikið niðurgreiddar, jafnvel langt undir kostnaðarverði. „Við keppum engan veginn við þetta. Við getum ekki keppt við svona risa sem niðurgreiðir markaðinn. Ég tel að markaðurinn á eftir að breytast mjög mikið næstu mánuði. Við gátum ekki keppt við þá á markaðnum hérna,“ segir Jón Gerald Sullenberger, eigandi Kosts. Jón segir að ákvörðunin með að loka versluninni hafi verið afar erfið. „Þetta er búið að vera gríðarlega erfitt. Gríðarlega erfitt gagnvart starfsfólkinu okkar. Það er fullt af starfsfólki búið að vera hjá okkur frá við opnuðum búðina. Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt. Sú ákvörðun að segja öllum upp korter í jól,“ segir Jón. Þrjátíu og sjö kom til með að vinna vinnuna þegar búðin lokar en Jón segir að reynt hafi verið með öllum mætti að endurskipuleggja viðskiptamódelið en það hafi svo hafi reynst óraunhæft. Hann segir að í raun hafi Kostur byrjað markaðssetningu Costco á Íslandi með því að kynna vörur verslunarkeðjunnar og verið grandalaus þegar verslunarrisinn nýtti sér viðskiptagögn Kosts til þess að átta sig á markaðnum hér.Hvernig kemur þú fjárhagslega út úr þessu? „Það á eftir að koma í ljós hvernig það fer,“ segir Jón.Ertu sár? „Sár? Þetta er barnið okkar og við erum búin að leggja gríðarlega vinnu í þetta,“ segir Jón. Tengdar fréttir Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
Eigandi Kosts telur að verslunarrisinn Costco hafi nýtt sér viðskiptagögn verslunarinnar í viðskiptum þeirra á milli til þess að átta sig markaðinum hér áður en verslunarkeðjan hóf rekstur hér á landi. Kostur hefur orðið undir í samkeppninni og verður versluninni lokað. Koma verslunarrisans Costco á markað hér á landi hefur haft víðtæk áhrif. Til að mynda hefur hlutabréfaverð í Högum, sem rekur Bónus og Hagkaup, lækkað um ríflega 30%. Það var sagt frá því í október að verslunin Víðir væri til sölu og í gær var tilkynnt að versluninni Kosti yrði lokað. Jón Gerald Sullenberger stofnaði og opnaði verslunina fyrir átta árum. En með vöruúrvalinu var lögð áhersla á amerískar gæðavörur sem seldar voru í stórum pakkningum til að ná fram stærðarhagkvæmni. Verslunin kynnti meðal annars vörumerkið Kirkland fyrir Íslendingum en það er helsta vörumerki Costco. Þegar tilkynnt var um komu Costco á markaðinn var Jón bjartsýnn en hann átti ekki von á hvernig verslunarmódelinu yrði hagað og bætir við að vörur sem verslunarkeðjan býður séu mikið niðurgreiddar, jafnvel langt undir kostnaðarverði. „Við keppum engan veginn við þetta. Við getum ekki keppt við svona risa sem niðurgreiðir markaðinn. Ég tel að markaðurinn á eftir að breytast mjög mikið næstu mánuði. Við gátum ekki keppt við þá á markaðnum hérna,“ segir Jón Gerald Sullenberger, eigandi Kosts. Jón segir að ákvörðunin með að loka versluninni hafi verið afar erfið. „Þetta er búið að vera gríðarlega erfitt. Gríðarlega erfitt gagnvart starfsfólkinu okkar. Það er fullt af starfsfólki búið að vera hjá okkur frá við opnuðum búðina. Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt. Sú ákvörðun að segja öllum upp korter í jól,“ segir Jón. Þrjátíu og sjö kom til með að vinna vinnuna þegar búðin lokar en Jón segir að reynt hafi verið með öllum mætti að endurskipuleggja viðskiptamódelið en það hafi svo hafi reynst óraunhæft. Hann segir að í raun hafi Kostur byrjað markaðssetningu Costco á Íslandi með því að kynna vörur verslunarkeðjunnar og verið grandalaus þegar verslunarrisinn nýtti sér viðskiptagögn Kosts til þess að átta sig á markaðnum hér.Hvernig kemur þú fjárhagslega út úr þessu? „Það á eftir að koma í ljós hvernig það fer,“ segir Jón.Ertu sár? „Sár? Þetta er barnið okkar og við erum búin að leggja gríðarlega vinnu í þetta,“ segir Jón.
Tengdar fréttir Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14