Eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld var veginum lokað vegna hálku og þurftu nokkrir ökumenn aðstoð við að komast í burtu í dag. Ekki fengust upplýsingar um það hvort bílarnir hefðu farið í Heiðmörk eftir að veginum var lokað.
Flughált er á þessum slóðum og var því ekki talið heppilegt að reyna að koma bílunum í burtu, sem flestir voru fólksbílar. Því voru 11 manns fluttir af vettvangi í kvöld og aðstoðaðir við að komast til byggða en bílar þeirra skildir eftir.

Samkvæmt upplýsingum frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur mun Vegagerðin salta veginn í nótt og er stefnt að því að hafa veginn opinn á morgun.