Bókabúðir auðga bæinn Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. desember 2017 07:00 Ný ríkisstjórn hefur þegar gengið á bak orða sinna. Þrátt fyrir fögur fyrirheit fyrir kosningar og síðan í stjórnarsáttmála liggur fyrir að samkvæmt fjárlögum verður virðisaukaskattur á bækur ekki afnuminn strax. Þess í stað er að finna í fjárlögum loðin fyrirheit um að skoðaðar verði frekari skattalækkanir, meðal annars á bækur, á fyrsta starfsári nýrrar ríkisstjórnar. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir þá sem starfa við bókaútgáfu sem höfðu talið skattalækkunina í höfn við útgáfu stjórnarsáttmálans, og jafnvel gert rekstraráætlanir á þeim grundvelli. Það er illa gert gagnvart atvinnugrein sem á undir högg að sækja. Þetta er ekki sérlega beysin byrjun hjá nýjum menntamálaráðherra, en bókaútgefendur höfðu áður hrósað Lilju Alfreðsdóttur í hástert fyrir að berjast fyrir afnámi bókaskattsins. Kannski voru fyrirheit þar að lútandi hennar helsta skrautfjöður í kosningabaráttunni. Skjótt skipast veður í lofti. Rökin að baki meðgjafar með innlendri bókaútgáfu eru öllum kunn. Sumum þykir nauðsynlegt að vernda íslenska tungu sem á undir högg að sækja á tölvuöld. Önnur rök eru, að bókum á íslensku eigi að halda að fólki, einkum börnum og unglingum, af þeirri ömurlegu ástæðu að lestrarkunnátta íslenskra ungmenna hefur hrakað ár frá ári. Í þeim efnum erum við orðin eftirbátar margra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Bókaþjóðin virðist smátt og smátt vera að hætta að lesa. Ekki er sjálfgefið að hygla eigi bókaútgáfu umfram annað sem getur orðið til þess að varðveita íslenska tungu. Mætti ekki af sömu ástæðu aðstoða prentmiðla sem koma út á íslensku, eða sjónvarpsstöðvarnar sem framleiða efni á ástkæra ylhýra? Væri ekki sömuleiðis sjálfsagt að ríkið greiddi eða tæki þátt í kostnaði við textun og talsetningu sjónvarpsstöðva? Auðvitað á að skoða þetta allt í varnarbaráttunni. En óneitanlega eru það hrífandi rök, að ástæða sé til að halda lífi í bókaverslun, einfaldega vegna þess að hún auðgar bæjarlífið, nú þegar allt er að verða eins og túristabúðir sem fylla verslunarrými í bestu verslunarhverfum í borgum heimsins. Við höfum útlend fordæmi fyrr því að ýtt sé undir bókina, til dæmis í Frakklandi. Þar fær bókaverslun opinberan stuðning gagngert til að forða því, að bæjarlíf verði einsleitni að bráð. En óumdeilt er að ríkisstjórnin og menntamálaráðherra hafa valdið stórum hópum vonbrigðum með því að standa ekki við stóru orðin. Bókin á sér marga öfluga talsmenn og það gæti orðið nýrri ríkisstjórn, sem nýtur mikils meðbyrs, dýrkeypt að fá þá upp á móti sér. Fáir hafa meiri áhrif á umræðuna en skáld og rithöfundar, sem kunna að orða hugsun sína svo eftir sé tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur þegar gengið á bak orða sinna. Þrátt fyrir fögur fyrirheit fyrir kosningar og síðan í stjórnarsáttmála liggur fyrir að samkvæmt fjárlögum verður virðisaukaskattur á bækur ekki afnuminn strax. Þess í stað er að finna í fjárlögum loðin fyrirheit um að skoðaðar verði frekari skattalækkanir, meðal annars á bækur, á fyrsta starfsári nýrrar ríkisstjórnar. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir þá sem starfa við bókaútgáfu sem höfðu talið skattalækkunina í höfn við útgáfu stjórnarsáttmálans, og jafnvel gert rekstraráætlanir á þeim grundvelli. Það er illa gert gagnvart atvinnugrein sem á undir högg að sækja. Þetta er ekki sérlega beysin byrjun hjá nýjum menntamálaráðherra, en bókaútgefendur höfðu áður hrósað Lilju Alfreðsdóttur í hástert fyrir að berjast fyrir afnámi bókaskattsins. Kannski voru fyrirheit þar að lútandi hennar helsta skrautfjöður í kosningabaráttunni. Skjótt skipast veður í lofti. Rökin að baki meðgjafar með innlendri bókaútgáfu eru öllum kunn. Sumum þykir nauðsynlegt að vernda íslenska tungu sem á undir högg að sækja á tölvuöld. Önnur rök eru, að bókum á íslensku eigi að halda að fólki, einkum börnum og unglingum, af þeirri ömurlegu ástæðu að lestrarkunnátta íslenskra ungmenna hefur hrakað ár frá ári. Í þeim efnum erum við orðin eftirbátar margra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Bókaþjóðin virðist smátt og smátt vera að hætta að lesa. Ekki er sjálfgefið að hygla eigi bókaútgáfu umfram annað sem getur orðið til þess að varðveita íslenska tungu. Mætti ekki af sömu ástæðu aðstoða prentmiðla sem koma út á íslensku, eða sjónvarpsstöðvarnar sem framleiða efni á ástkæra ylhýra? Væri ekki sömuleiðis sjálfsagt að ríkið greiddi eða tæki þátt í kostnaði við textun og talsetningu sjónvarpsstöðva? Auðvitað á að skoða þetta allt í varnarbaráttunni. En óneitanlega eru það hrífandi rök, að ástæða sé til að halda lífi í bókaverslun, einfaldega vegna þess að hún auðgar bæjarlífið, nú þegar allt er að verða eins og túristabúðir sem fylla verslunarrými í bestu verslunarhverfum í borgum heimsins. Við höfum útlend fordæmi fyrr því að ýtt sé undir bókina, til dæmis í Frakklandi. Þar fær bókaverslun opinberan stuðning gagngert til að forða því, að bæjarlíf verði einsleitni að bráð. En óumdeilt er að ríkisstjórnin og menntamálaráðherra hafa valdið stórum hópum vonbrigðum með því að standa ekki við stóru orðin. Bókin á sér marga öfluga talsmenn og það gæti orðið nýrri ríkisstjórn, sem nýtur mikils meðbyrs, dýrkeypt að fá þá upp á móti sér. Fáir hafa meiri áhrif á umræðuna en skáld og rithöfundar, sem kunna að orða hugsun sína svo eftir sé tekið.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun