Sigmundur Davíð segir Katrínu vilja fé til að fylgjast með öðrum ráðherrum Heimir Már Pétursson skrifar 15. desember 2017 20:00 Framlög til forsætisráðuneytisins hækka um fimmtíu prósent í fjárlagafrumvarpinu. Formaður Miðflokksins segir að þetta sé gert til að forsætisráðherra geti haft eftirlit með öðrum ráðherrum. Forsætisráðherra segir fjármunina hins vegar fara til fjölmargra verkefna. Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi vakti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins athygli á að framlög til forsætisráðuneytisins hækkuðu um fimmtíu prósent milli ára. Hefði hann aldrei séð slíka hækkun til ráðuneytisins. „Stór hluti af aukningunni er nýtt 105 milljóna króna framlag sem á að nota í forsætisráðuneytinu til að hafa eftirlit með ráðherrum í ríkisstjórninni. Samræma aðgerðir og passa upp á að þeir fylgi réttri stefnu. Fyrir þessa upphæð gæti forsætisráðherra ráðið tíu manns til að hafa eftirlit með ráðherrunum. Einn eftirlitsmann fyrir hvern ráðherra. Hundrað og fimm milljónir á ári í að passa upp á að stefna Vinstri grænna verði framfylgt,“ sagði Sigmundur Davíð. „Nei það er nú ekki svo gott að það sé þannig. Þessi fjárhæð sem um ræðir skiptist niður á nokkra þætti. Þar á meðal eru ný verkefni sem ég hyggst vinna að sem forsætisráðherra,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í viðtali við fréttastofu í dag. Þetta væru t.d. verkefni sem tengist vinnumarkaðnum en það hafi skort á fullnægjandi vinnumarkaðs- og launatölfræði sem þurfi að bæta úr og gæti greitt fyrir samtali stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins. Þá þurfi að greiða fyrir ritara nýstofnaðs Þjóðaröryggisráðs sem heyri undir ráðuneytið og kostnað við störf peningastefnunefndar sem ljúki störfum seinna en áætlað hafi verið. „En síðan að sjálfsögðu eru þarna fjármunir sem ætlað er að fylgja sérstaklega eftir verkefnum í stjórnarsáttmála og tryggja betur samræmi á milli ráðuneyta. Þannig að þegar allt þetta kemur saman má sjá að þetta dreifist víða,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Íslands er ekki fjölskipað stjórnvald heldur fer hver ráðherra alfarið með forræði í sínum málaflokkum.Er þetta kannski líka tilraun nýs forsætisráðherra til að auka völd forsætisráðherrans og koma á fjölskipuðu stjórnvaldi?„Ég kem náttúrlega ekki á fjölskipuðu stjórnvaldi eins og sér. En ég leyni því ekki að ég hef talið það bæði af reynslu minni sem ráðherra í ríkisstjórn og líka sem almennur þingmaður í mörg ár, að ráðuneytin gætu unnið miklu betur saman. Það eru margir málaflokkar sem skarast á milli ráðuneyta. Ég get nefnt jafnréttismálin, umhverfis- og loftlagsmál og fleiri málaflokka. Þar sem miklu meiri þörf er á að ráðuneyti vinni betur saman. Við erum með mörg mál sem hreinlega festast í kerfinu af því að það skortir á samráð innan kerfisins,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Framlög til forsætisráðuneytisins hækka um fimmtíu prósent í fjárlagafrumvarpinu. Formaður Miðflokksins segir að þetta sé gert til að forsætisráðherra geti haft eftirlit með öðrum ráðherrum. Forsætisráðherra segir fjármunina hins vegar fara til fjölmargra verkefna. Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi vakti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins athygli á að framlög til forsætisráðuneytisins hækkuðu um fimmtíu prósent milli ára. Hefði hann aldrei séð slíka hækkun til ráðuneytisins. „Stór hluti af aukningunni er nýtt 105 milljóna króna framlag sem á að nota í forsætisráðuneytinu til að hafa eftirlit með ráðherrum í ríkisstjórninni. Samræma aðgerðir og passa upp á að þeir fylgi réttri stefnu. Fyrir þessa upphæð gæti forsætisráðherra ráðið tíu manns til að hafa eftirlit með ráðherrunum. Einn eftirlitsmann fyrir hvern ráðherra. Hundrað og fimm milljónir á ári í að passa upp á að stefna Vinstri grænna verði framfylgt,“ sagði Sigmundur Davíð. „Nei það er nú ekki svo gott að það sé þannig. Þessi fjárhæð sem um ræðir skiptist niður á nokkra þætti. Þar á meðal eru ný verkefni sem ég hyggst vinna að sem forsætisráðherra,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í viðtali við fréttastofu í dag. Þetta væru t.d. verkefni sem tengist vinnumarkaðnum en það hafi skort á fullnægjandi vinnumarkaðs- og launatölfræði sem þurfi að bæta úr og gæti greitt fyrir samtali stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins. Þá þurfi að greiða fyrir ritara nýstofnaðs Þjóðaröryggisráðs sem heyri undir ráðuneytið og kostnað við störf peningastefnunefndar sem ljúki störfum seinna en áætlað hafi verið. „En síðan að sjálfsögðu eru þarna fjármunir sem ætlað er að fylgja sérstaklega eftir verkefnum í stjórnarsáttmála og tryggja betur samræmi á milli ráðuneyta. Þannig að þegar allt þetta kemur saman má sjá að þetta dreifist víða,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Íslands er ekki fjölskipað stjórnvald heldur fer hver ráðherra alfarið með forræði í sínum málaflokkum.Er þetta kannski líka tilraun nýs forsætisráðherra til að auka völd forsætisráðherrans og koma á fjölskipuðu stjórnvaldi?„Ég kem náttúrlega ekki á fjölskipuðu stjórnvaldi eins og sér. En ég leyni því ekki að ég hef talið það bæði af reynslu minni sem ráðherra í ríkisstjórn og líka sem almennur þingmaður í mörg ár, að ráðuneytin gætu unnið miklu betur saman. Það eru margir málaflokkar sem skarast á milli ráðuneyta. Ég get nefnt jafnréttismálin, umhverfis- og loftlagsmál og fleiri málaflokka. Þar sem miklu meiri þörf er á að ráðuneyti vinni betur saman. Við erum með mörg mál sem hreinlega festast í kerfinu af því að það skortir á samráð innan kerfisins,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira