Gunnar: Þurfti að hvíla heilann út árið eftir rothöggið Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2017 12:00 Gunnar Nelson berst ekki meira á þessu ári. Mynd/Sóllilja Baltasars Gunnar Nelson, fremsti bardagaíþróttakappi Íslands, vissi, skömmu eftir að hann var rotaður af Santiago Ponzinibbio í Glasgow í júlí, að hann þurfti að taka sér frí út árið. Frá þessi segir hann í viðtali við ESPN. Gunnar var allt annað en sáttur við þann bardaga en Argentínumaðurinn potaði nokkrum sinnum í augað á Gunnari með þeim afleiðingum að Íslendingurinn sá ekki þegar að rothöggið kom. Þrátt fyrir að vera ekki sáttur við niðurstöðu bardagans veit Gunnar af mögulegum afleiðingum svona högga og hvað þau geta gert við heilabúið. Það er eitthvað sem Gunnar tekur alvarlega. „Ég var rotaður. Ég vil gefa heilanum og líkamanum tíma til að jafna sig á því. Ég hef séð menn fara of snemma aftur inn í hringinn og ég skil alveg að það er eitthvað sem menn vilja gera. Maður vill vill koma sér aftur á ról og bæta upp fyrir tapið,“ segir Gunnar. „Aftur á móti er ég að horfa fram veginn. Ég ætla ekki að fara of snemma inn í búrið og enda uppi með einhverja glerhöku.“ Eftir að Gunnar var rotaður mátti hann ekki æfa af neinu viti í 30 daga en hann fjórfaldaði þann tíma sjálfur til að passa vel upp á sig. „Ég rétt svo byrjaði að taka á því á æfingum fyrir mánuði síðan. Ég hef hitt taugasérfræðing nokkrum sinnum og hann sagði mér að stundum sést ekki heilaskaði á röntgenmyndum. Þetta þurfa ekki endilega að vera alvarleg meiðsli en það tekur langan tíma fyrir þau að jafna sig,“ segir Gunnar. „Hættan er ef að maður verður rotaður aftur eða fær heilahristing. Ég hef samt farið í nokkrar skoðanir og það er í fínu lagi með heilann á mér. Ég vil halda honum fullkomnum. Ég er að eldast og vill í framtíðinni geta eytt tíma með börnum og barnabörnum,“ segir Gunnar Nelson. MMA Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Gunnar Nelson, fremsti bardagaíþróttakappi Íslands, vissi, skömmu eftir að hann var rotaður af Santiago Ponzinibbio í Glasgow í júlí, að hann þurfti að taka sér frí út árið. Frá þessi segir hann í viðtali við ESPN. Gunnar var allt annað en sáttur við þann bardaga en Argentínumaðurinn potaði nokkrum sinnum í augað á Gunnari með þeim afleiðingum að Íslendingurinn sá ekki þegar að rothöggið kom. Þrátt fyrir að vera ekki sáttur við niðurstöðu bardagans veit Gunnar af mögulegum afleiðingum svona högga og hvað þau geta gert við heilabúið. Það er eitthvað sem Gunnar tekur alvarlega. „Ég var rotaður. Ég vil gefa heilanum og líkamanum tíma til að jafna sig á því. Ég hef séð menn fara of snemma aftur inn í hringinn og ég skil alveg að það er eitthvað sem menn vilja gera. Maður vill vill koma sér aftur á ról og bæta upp fyrir tapið,“ segir Gunnar. „Aftur á móti er ég að horfa fram veginn. Ég ætla ekki að fara of snemma inn í búrið og enda uppi með einhverja glerhöku.“ Eftir að Gunnar var rotaður mátti hann ekki æfa af neinu viti í 30 daga en hann fjórfaldaði þann tíma sjálfur til að passa vel upp á sig. „Ég rétt svo byrjaði að taka á því á æfingum fyrir mánuði síðan. Ég hef hitt taugasérfræðing nokkrum sinnum og hann sagði mér að stundum sést ekki heilaskaði á röntgenmyndum. Þetta þurfa ekki endilega að vera alvarleg meiðsli en það tekur langan tíma fyrir þau að jafna sig,“ segir Gunnar. „Hættan er ef að maður verður rotaður aftur eða fær heilahristing. Ég hef samt farið í nokkrar skoðanir og það er í fínu lagi með heilann á mér. Ég vil halda honum fullkomnum. Ég er að eldast og vill í framtíðinni geta eytt tíma með börnum og barnabörnum,“ segir Gunnar Nelson.
MMA Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira