Séra Flóki flæktur í vafasaman jólasveinavef Jakob Bjarnar skrifar 14. desember 2017 15:23 Karen vill ekki tjá sig um málið en ef Flóki segir satt þá var hún hreinlega að skálda við hann viðtal árið 2005. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Séra Flóki Kristinsson sóknarprestur á Hvanneyri hafni því alfarið að hafa nokkru sinni lýst því yfir að jólasveinninn væri ekki til. Heldur þvert á móti. „Ég svaraði drengnum þannig að ég sagði: Auðvitað er jólasveinninn til eins og Grýla er til í ævintýrunum. Þetta var nú allt og sumt,“ segir Flóki. Nokkrum dögum síðar hafi hann síðan verið í matvöruverslun og þá séð mynd af sjálfum sér á forsíðu DV,“ segir í Fréttablaðinu í gær. Ef svo er í pottinn búið stendur það að frétt DV frá 19. desember 2005, þar sem greint var frá því að Flóki hefði sagt börnum í 1. bekk Andakílsskóla að jólasveinninn væri ekki til, sé hreinn og klár tilbúningur. Og blaðamaðurinn hafi hreinlega skáldað viðtal við Séra Flóka, og/eða lagt honum orð í mun, látið hann segja einhverja fjarstæðu sem hann aldrei sagði. En, í frétt DV er haft eftir honum:Frétt DV vakti gríðarlega athygli á sínum tíma.„Ég gat ekki hugsað mér að fara að ljúga að börnunum og svaraði því spurningum þeirra um hvort jólasveinninn væri til neitandi. Hvað átti ég að gera annað“ Karen Kjartansdóttir, sem nú er upplýsingafulltrúi fyrirtækisins United Silicon, var blaðamaðurinn sem skrifaði umrædda frétt sem svo mikla athygli vakti. Hún vildi ekki tjá sig um málið, taldi alls ekki vert að skattyrðast við klerkinn um þetta einkennilega mál. En, ekki var annað á henni að skilja að fráleitt væri að láta sér til hugar koma að hún hafi hreinlega skáldað viðtal sem blaðamaður. Vart þarf að taka fram að þetta eru býsna alvarlegar ásakanir að setja fram. Þó með óbeinum hætti sé. Þá stenst það ekki sem Séra Flóki segir að DV hafa „ítrekað birt fréttir af málinu“. Eftir því sem næst verður komist voru þær fréttir einungis tvær. Fjölmiðlar Jól Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Flóki segist ekki hafa afneitað jólasveininum "Ég lifi við það að það er búið að búa til mynd af mér sem ókunnugir margir hafa tileinkað sér,“ segir séra Flóki Kristinsson. Segist ekki hafa sagt börnum að jólasveinninn væri ekki til. 13. desember 2017 07:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í gær að Séra Flóki Kristinsson sóknarprestur á Hvanneyri hafni því alfarið að hafa nokkru sinni lýst því yfir að jólasveinninn væri ekki til. Heldur þvert á móti. „Ég svaraði drengnum þannig að ég sagði: Auðvitað er jólasveinninn til eins og Grýla er til í ævintýrunum. Þetta var nú allt og sumt,“ segir Flóki. Nokkrum dögum síðar hafi hann síðan verið í matvöruverslun og þá séð mynd af sjálfum sér á forsíðu DV,“ segir í Fréttablaðinu í gær. Ef svo er í pottinn búið stendur það að frétt DV frá 19. desember 2005, þar sem greint var frá því að Flóki hefði sagt börnum í 1. bekk Andakílsskóla að jólasveinninn væri ekki til, sé hreinn og klár tilbúningur. Og blaðamaðurinn hafi hreinlega skáldað viðtal við Séra Flóka, og/eða lagt honum orð í mun, látið hann segja einhverja fjarstæðu sem hann aldrei sagði. En, í frétt DV er haft eftir honum:Frétt DV vakti gríðarlega athygli á sínum tíma.„Ég gat ekki hugsað mér að fara að ljúga að börnunum og svaraði því spurningum þeirra um hvort jólasveinninn væri til neitandi. Hvað átti ég að gera annað“ Karen Kjartansdóttir, sem nú er upplýsingafulltrúi fyrirtækisins United Silicon, var blaðamaðurinn sem skrifaði umrædda frétt sem svo mikla athygli vakti. Hún vildi ekki tjá sig um málið, taldi alls ekki vert að skattyrðast við klerkinn um þetta einkennilega mál. En, ekki var annað á henni að skilja að fráleitt væri að láta sér til hugar koma að hún hafi hreinlega skáldað viðtal sem blaðamaður. Vart þarf að taka fram að þetta eru býsna alvarlegar ásakanir að setja fram. Þó með óbeinum hætti sé. Þá stenst það ekki sem Séra Flóki segir að DV hafa „ítrekað birt fréttir af málinu“. Eftir því sem næst verður komist voru þær fréttir einungis tvær.
Fjölmiðlar Jól Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Flóki segist ekki hafa afneitað jólasveininum "Ég lifi við það að það er búið að búa til mynd af mér sem ókunnugir margir hafa tileinkað sér,“ segir séra Flóki Kristinsson. Segist ekki hafa sagt börnum að jólasveinninn væri ekki til. 13. desember 2017 07:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Flóki segist ekki hafa afneitað jólasveininum "Ég lifi við það að það er búið að búa til mynd af mér sem ókunnugir margir hafa tileinkað sér,“ segir séra Flóki Kristinsson. Segist ekki hafa sagt börnum að jólasveinninn væri ekki til. 13. desember 2017 07:00