Útgjöld ríkissjóðs aukast um 66 milljarða á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2017 13:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarpið í morgun. Vísir/Ernir Útgjöld ríkissjóðs á næsta ári hækka um 66 milljarða króna miðað við fjárlög ársins í ár samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem lagt verður fram á Alþingi í dag. Útgjöld til heilbrigðismála aukast um 21 milljarð króna og framlög til mennta- og samgöngumála aukast töluvert milli ára. Þingsetning verður með hefðbundnu sniði og hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30 en Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setur síðan þingið formlega um klukkan 14. Að lokinni setningu verður þingfundi framhaldið með kjöri forseta Alþingis, kosið í nefndir, hlutað um sæti alþingismanna og fleira. Katrín Jakobsdóttir flytur síðan stefnuræðu sína klukkan 19:30 í kvöld og í framhaldinu fara fram umræður um hana. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið hefst á Alþingi í fyrramálið. Í frumvarpinu sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í morgun er gert ráð fyrir 35 milljarða króna afgangi, níu milljörðum minni afgangi en fjárlagafrumvarp fyrri stjórnar gerði ráð fyrir. Fjármálaráðherra segir tekjur ríkissjóðs aukast töluvert á næsta ári en útgjöld aukist líka um 66 milljarða króna í samræmi við áherslur nýrrar ríkisstjórnar. „Við ætlum að setja meira inn í heilbrigðiskerfið en áður var áformað. Við setjum sömuleiðis stóraukna fjármuni inn í menntamál. Bæði til háskóla og framhaldsskólastigsins. Við ætlum að auka framlög til vegagerðar í landinu. En afkoman er engu að síður mjög sterk. Við erum að leggja hér upp með um 35 milljarða afgang af fjárlögum sem er töluvert umfram það sem Alþingi afgreiddi fyrir árið 2017,“ segir Bjarni.Útgjöld til heilbrigðismála hækka um 21 milljarð Þrátt fyrir aukin útgjöld er áætlað að lækka skuldir ríkissjóðs um 50 milljarða á næsta ári en vaxtaútgjöld ríkissjóðs eru með stærstu útgjaldaliðum hans og nema um 72 miiljörðum á næsta ári. Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála verður um 21 milljarður króna, sem fer til heilsugæslunnar, sjúkrastofnana á landsbyggðinni sem og til Landsspítalans. „Við erum bæði að styðja sérstaklega við mönnun spítalans, við erum líka að setja fjármuni í húsnæði á spítalnum. Það á bæði við um barna- og unglingageðdeildina en líka annars staðar. Það koma fjármunir til tækjakaupa og þetta fer inn í ýmis áherslumál heilbrigðisráðuneytisins. En ég vil líka halda því til haga að við erum að setja fjármuni til tækjakaupa á landsbyggðinni og styðja við rekstur sjúkrastofnana utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Bjarni. Útgjöld til barnabóta hækka um tæpan 1 milljarð frá árinu 2017. Framlög vegna fæðingarorlofs hækka um rúmlega 1 milljarð króna og frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega verður hækkað í upphafi árs 2018 úr 25.000 kr. í 100.000 kr. á mánuði, sem eykur útgjöld um 1,1 ma.kr.Bjarni segir Ísland hafa efni á hágæða menntastofnunum Á sviði mennta, menningar og íþróttamála verða talsverðar breytingar til hækkunar, sé miðað við forsendur fjármálaáætlunar. Framlag til máltækniverkefnis hækkar um 450 milljónir, framlög til framhaldsskóla um 400 milljónir og framlög til háskóla um 1 milljarð króna. Alls aukast framlög til mennta-, menningar- og íþróttamála um 5,5 ma.kr. En ríkisstjórnin stefnir að því að framlög verði á við meðaltal OECD ríkjanna árið 2020 og framlög Norðurlandanna árið 2025. „Við erum á topp tíu lista allra þjóða í heiminum varðandi verðmætasköpun á hvern landsmann. Það hlýtur að verða að endurspeglast í því að við höldum hér úti mjög sterku menntakerfi. Sömuleiðis heilbrigðiskerfi og öðrum sterkum innviðum í landinu,“ segir fjármálaráðherra. Framlög til verkefna á sviði samgöngu- og fjarskiptamála hækka samtals um 3,6 milljarðar króna, og til umhverfismála um 1,7 milljarða. Einnig er veitt 90 milljón króna framlag til vöktunar á ám vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi í sjókvíum. Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Útgjöld ríkissjóðs á næsta ári hækka um 66 milljarða króna miðað við fjárlög ársins í ár samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem lagt verður fram á Alþingi í dag. Útgjöld til heilbrigðismála aukast um 21 milljarð króna og framlög til mennta- og samgöngumála aukast töluvert milli ára. Þingsetning verður með hefðbundnu sniði og hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30 en Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setur síðan þingið formlega um klukkan 14. Að lokinni setningu verður þingfundi framhaldið með kjöri forseta Alþingis, kosið í nefndir, hlutað um sæti alþingismanna og fleira. Katrín Jakobsdóttir flytur síðan stefnuræðu sína klukkan 19:30 í kvöld og í framhaldinu fara fram umræður um hana. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið hefst á Alþingi í fyrramálið. Í frumvarpinu sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í morgun er gert ráð fyrir 35 milljarða króna afgangi, níu milljörðum minni afgangi en fjárlagafrumvarp fyrri stjórnar gerði ráð fyrir. Fjármálaráðherra segir tekjur ríkissjóðs aukast töluvert á næsta ári en útgjöld aukist líka um 66 milljarða króna í samræmi við áherslur nýrrar ríkisstjórnar. „Við ætlum að setja meira inn í heilbrigðiskerfið en áður var áformað. Við setjum sömuleiðis stóraukna fjármuni inn í menntamál. Bæði til háskóla og framhaldsskólastigsins. Við ætlum að auka framlög til vegagerðar í landinu. En afkoman er engu að síður mjög sterk. Við erum að leggja hér upp með um 35 milljarða afgang af fjárlögum sem er töluvert umfram það sem Alþingi afgreiddi fyrir árið 2017,“ segir Bjarni.Útgjöld til heilbrigðismála hækka um 21 milljarð Þrátt fyrir aukin útgjöld er áætlað að lækka skuldir ríkissjóðs um 50 milljarða á næsta ári en vaxtaútgjöld ríkissjóðs eru með stærstu útgjaldaliðum hans og nema um 72 miiljörðum á næsta ári. Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála verður um 21 milljarður króna, sem fer til heilsugæslunnar, sjúkrastofnana á landsbyggðinni sem og til Landsspítalans. „Við erum bæði að styðja sérstaklega við mönnun spítalans, við erum líka að setja fjármuni í húsnæði á spítalnum. Það á bæði við um barna- og unglingageðdeildina en líka annars staðar. Það koma fjármunir til tækjakaupa og þetta fer inn í ýmis áherslumál heilbrigðisráðuneytisins. En ég vil líka halda því til haga að við erum að setja fjármuni til tækjakaupa á landsbyggðinni og styðja við rekstur sjúkrastofnana utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Bjarni. Útgjöld til barnabóta hækka um tæpan 1 milljarð frá árinu 2017. Framlög vegna fæðingarorlofs hækka um rúmlega 1 milljarð króna og frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega verður hækkað í upphafi árs 2018 úr 25.000 kr. í 100.000 kr. á mánuði, sem eykur útgjöld um 1,1 ma.kr.Bjarni segir Ísland hafa efni á hágæða menntastofnunum Á sviði mennta, menningar og íþróttamála verða talsverðar breytingar til hækkunar, sé miðað við forsendur fjármálaáætlunar. Framlag til máltækniverkefnis hækkar um 450 milljónir, framlög til framhaldsskóla um 400 milljónir og framlög til háskóla um 1 milljarð króna. Alls aukast framlög til mennta-, menningar- og íþróttamála um 5,5 ma.kr. En ríkisstjórnin stefnir að því að framlög verði á við meðaltal OECD ríkjanna árið 2020 og framlög Norðurlandanna árið 2025. „Við erum á topp tíu lista allra þjóða í heiminum varðandi verðmætasköpun á hvern landsmann. Það hlýtur að verða að endurspeglast í því að við höldum hér úti mjög sterku menntakerfi. Sömuleiðis heilbrigðiskerfi og öðrum sterkum innviðum í landinu,“ segir fjármálaráðherra. Framlög til verkefna á sviði samgöngu- og fjarskiptamála hækka samtals um 3,6 milljarðar króna, og til umhverfismála um 1,7 milljarða. Einnig er veitt 90 milljón króna framlag til vöktunar á ám vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi í sjókvíum.
Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26
Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37
Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda