Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2017 23:42 Maðurinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðar með vísan til almannahagsmuna. Vísir/Heiða Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. Lögreglan hefur undir höndum tvö vegabréf í eigu mannsins, annað þeirra er falsað og hitt gefa þau mismunandi upplýsingar um nafn, fæðingardag og upprunaland mannsins. Maðurinn er með dvalarleyfi hér á landi og er nú til skoðunar hjá Útlendingastofnun að afturkalla dvalarleyfi mannsins. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar sem staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum í dag, eins og Vísir greindi frá. Þar segir einnig að tvö vitni séu að árásinni. Annað vitnið hafi heyrt manneskju öskra „get ekki andað, get ekki andað“ og „hann var að reyna að drepa mig – hann var að kyrkja mig.“ Annað vitni kveðst hafa séð stúlku sem hafi átt erfitt með að ná andanum.Gögnin renni stoðum undir framburð konunnar Konan var með marga höggáverka á ýmsum hlutum líkamans samkvæmt áverkavottorði réttarmeinafræðings. Á hlið hálsins, einkum hægra megin hafi greinst rauðar litabreytingar á hörundi, sem „má túlka sem kyrkingarummerki, sem líklegast samsvara stöðu upphandleggs og framhandleggs við kyrkingartak.“ Lögreglan kom á vettvang í Holtunum laust eftir klukkan 5 þann 3. desember og stúlkan tók þar á móti þeim. Að sögn lögreglu var hún í miklu uppnámi og tjáði lögreglumönnum að maðurinn hefði kyrkt hana þangað til hún hafi misst meðvitund. Maðurinn hafi gefið sig fram á vettvangi og í kjölfarið verið handtekinn. Lögreglan tók tvær skýrslur af konunni, á slysadeild og hjá lögreglu. Þar lýsti hún atburðum með sama hætti, maðurinn hafi haldið henni í kyrkingartaki þar til hún hafi misst meðvitund. Hafi hún kveðið kærða hafa sagst ætla að drepa hana í sama mund og hann hafi tekið hana hálstaki. Maðurinn neitar sök en gögn málsins eru talin renna stoðum undir framburð konunnar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Lögreglumál Tengdar fréttir Grunaður um tilraun til manndráps: Áverkavottorð þýsks réttarmeinafræðings lykilgagn í málinu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. 13. desember 2017 11:08 Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20 Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps laus úr haldi Hæstiréttur féllst ekki á sjónarmið lögreglunnar um að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 6. desember 2017 11:01 Aftur í varðhald þvert á dóm Hæstaréttar Erlendur karlmaður var í lok síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. janúar næstkomandi grunaður um tilraun til manndráps. 11. desember 2017 06:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. Lögreglan hefur undir höndum tvö vegabréf í eigu mannsins, annað þeirra er falsað og hitt gefa þau mismunandi upplýsingar um nafn, fæðingardag og upprunaland mannsins. Maðurinn er með dvalarleyfi hér á landi og er nú til skoðunar hjá Útlendingastofnun að afturkalla dvalarleyfi mannsins. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar sem staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum í dag, eins og Vísir greindi frá. Þar segir einnig að tvö vitni séu að árásinni. Annað vitnið hafi heyrt manneskju öskra „get ekki andað, get ekki andað“ og „hann var að reyna að drepa mig – hann var að kyrkja mig.“ Annað vitni kveðst hafa séð stúlku sem hafi átt erfitt með að ná andanum.Gögnin renni stoðum undir framburð konunnar Konan var með marga höggáverka á ýmsum hlutum líkamans samkvæmt áverkavottorði réttarmeinafræðings. Á hlið hálsins, einkum hægra megin hafi greinst rauðar litabreytingar á hörundi, sem „má túlka sem kyrkingarummerki, sem líklegast samsvara stöðu upphandleggs og framhandleggs við kyrkingartak.“ Lögreglan kom á vettvang í Holtunum laust eftir klukkan 5 þann 3. desember og stúlkan tók þar á móti þeim. Að sögn lögreglu var hún í miklu uppnámi og tjáði lögreglumönnum að maðurinn hefði kyrkt hana þangað til hún hafi misst meðvitund. Maðurinn hafi gefið sig fram á vettvangi og í kjölfarið verið handtekinn. Lögreglan tók tvær skýrslur af konunni, á slysadeild og hjá lögreglu. Þar lýsti hún atburðum með sama hætti, maðurinn hafi haldið henni í kyrkingartaki þar til hún hafi misst meðvitund. Hafi hún kveðið kærða hafa sagst ætla að drepa hana í sama mund og hann hafi tekið hana hálstaki. Maðurinn neitar sök en gögn málsins eru talin renna stoðum undir framburð konunnar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Lögreglumál Tengdar fréttir Grunaður um tilraun til manndráps: Áverkavottorð þýsks réttarmeinafræðings lykilgagn í málinu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. 13. desember 2017 11:08 Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20 Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps laus úr haldi Hæstiréttur féllst ekki á sjónarmið lögreglunnar um að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 6. desember 2017 11:01 Aftur í varðhald þvert á dóm Hæstaréttar Erlendur karlmaður var í lok síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. janúar næstkomandi grunaður um tilraun til manndráps. 11. desember 2017 06:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Grunaður um tilraun til manndráps: Áverkavottorð þýsks réttarmeinafræðings lykilgagn í málinu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. 13. desember 2017 11:08
Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20
Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps laus úr haldi Hæstiréttur féllst ekki á sjónarmið lögreglunnar um að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 6. desember 2017 11:01
Aftur í varðhald þvert á dóm Hæstaréttar Erlendur karlmaður var í lok síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. janúar næstkomandi grunaður um tilraun til manndráps. 11. desember 2017 06:00