Brak úr öryggisgirðingu kastaðist yfir leigubíl Birgir Olgeirsson skrifar 13. desember 2017 13:56 Ökumaður bíls, sem grunaður er um ölvun við akstur, ók á girðinguna eftir að hafa teygti sig í veski sem hann missti á gólfið. Vísir/Ernir Litlu mátti mun að illa færi þegar brak úr öryggisgirðingu sem aðskilur akbrautir á Miklubraut kastaðist í leigubíl aðfaranótt síðastliðins sunnudag. Atvikið þegar ökumaður á leið vestur á Miklubraut, milli Stakkahlíðar og Lönguhlíðar, ók á öryggisgirðinguna. Leigubíll sem var á leið austur á Miklubraut með farþega fékk brakið úr girðingunni yfir sig en samkvæmt heimildum Vísis mátti litlu muna að illa færi. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að engin slys hafi orðið á fólki.Teygði sig eftir veski sem hann missti í gólfiðÖkumaður bílsins sem ók á öryggisgirðinguna er grunaður um ölvun við akstur. Ökumaðurinn gaf lögreglu þá útskýringu að hann hefði misst sjónar af veginum þegar hann teygði sig eftir veski sem hann hafði misst í gólfið. Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú að því að taka þessar öryggisgirðingar niður. Barst tilkynning í dag frá Vegagerðinni þess efnis að unnið yrði að því að taka þessar girðingar sem aðskilja akbrautar á Miklubraut frá svæðinu við Snorrabraut til austurs í átt að Lönguhlíð. Vegna þess verður hraði um vinnusvæðið lækkaður niður í fimmtíu kílómetra á klukkustund og eru vegfarendur beðnir um að virða merkingar.Frá vettvangi banaslyssins á Miklubraut í nóvember síðastliðnum.VísirGirðingarnar þykja hættulegarGirðingar af þessari tegund þykja hættulegar, sem sannaðist nýverið þegar bíl var ekið utan í eina slíka á Miklubraut til móts við Skeifuna með þeim afleiðingum að ökumaðurinn kastaðist út og hafnaði á öryggisgirðingu, þar sem hann beið bana. Vegagerðin ákvað að fjarlægja girðingarnar eftir umrætt banaslys. Girðingarnar voru settar upp til að varna því að gangandi vegfarendur reyni að komast yfir hættulegur og umferðarmiklar götur. Vegagerðin taldi að vegrið beggja vegna girðinganna kæmi í veg fyrir að hætta stafaði af þeim fyrir akandi vegfarendur en annað kom í ljós. Er unnið að því að finna viðeigandi lausn sem mun varna því að vegfarendur reyni að komast yfir hættulegar og umferðarmiklar götur. Samgöngur Tengdar fréttir Vegagerðin fjarlægir járngirðingar eftir banaslys á Miklubraut Töldu þær öruggar samhliða vegriðum, en svo reyndist ekki að sögn Vegagerðarinnar. 27. nóvember 2017 19:40 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Litlu mátti mun að illa færi þegar brak úr öryggisgirðingu sem aðskilur akbrautir á Miklubraut kastaðist í leigubíl aðfaranótt síðastliðins sunnudag. Atvikið þegar ökumaður á leið vestur á Miklubraut, milli Stakkahlíðar og Lönguhlíðar, ók á öryggisgirðinguna. Leigubíll sem var á leið austur á Miklubraut með farþega fékk brakið úr girðingunni yfir sig en samkvæmt heimildum Vísis mátti litlu muna að illa færi. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að engin slys hafi orðið á fólki.Teygði sig eftir veski sem hann missti í gólfiðÖkumaður bílsins sem ók á öryggisgirðinguna er grunaður um ölvun við akstur. Ökumaðurinn gaf lögreglu þá útskýringu að hann hefði misst sjónar af veginum þegar hann teygði sig eftir veski sem hann hafði misst í gólfið. Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú að því að taka þessar öryggisgirðingar niður. Barst tilkynning í dag frá Vegagerðinni þess efnis að unnið yrði að því að taka þessar girðingar sem aðskilja akbrautar á Miklubraut frá svæðinu við Snorrabraut til austurs í átt að Lönguhlíð. Vegna þess verður hraði um vinnusvæðið lækkaður niður í fimmtíu kílómetra á klukkustund og eru vegfarendur beðnir um að virða merkingar.Frá vettvangi banaslyssins á Miklubraut í nóvember síðastliðnum.VísirGirðingarnar þykja hættulegarGirðingar af þessari tegund þykja hættulegar, sem sannaðist nýverið þegar bíl var ekið utan í eina slíka á Miklubraut til móts við Skeifuna með þeim afleiðingum að ökumaðurinn kastaðist út og hafnaði á öryggisgirðingu, þar sem hann beið bana. Vegagerðin ákvað að fjarlægja girðingarnar eftir umrætt banaslys. Girðingarnar voru settar upp til að varna því að gangandi vegfarendur reyni að komast yfir hættulegur og umferðarmiklar götur. Vegagerðin taldi að vegrið beggja vegna girðinganna kæmi í veg fyrir að hætta stafaði af þeim fyrir akandi vegfarendur en annað kom í ljós. Er unnið að því að finna viðeigandi lausn sem mun varna því að vegfarendur reyni að komast yfir hættulegar og umferðarmiklar götur.
Samgöngur Tengdar fréttir Vegagerðin fjarlægir járngirðingar eftir banaslys á Miklubraut Töldu þær öruggar samhliða vegriðum, en svo reyndist ekki að sögn Vegagerðarinnar. 27. nóvember 2017 19:40 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Vegagerðin fjarlægir járngirðingar eftir banaslys á Miklubraut Töldu þær öruggar samhliða vegriðum, en svo reyndist ekki að sögn Vegagerðarinnar. 27. nóvember 2017 19:40