Það þarf aukinn og víðtækan stöðugleika Ingólfur Bender skrifar 13. desember 2017 07:00 Ákall iðnaðarins um stöðugleika snýst um stöðug starfsskilyrði. Í því sambandi er verðbólgan ekki eina viðmiðið þó að hún sé mikilvægur mælikvarði. Viðmiðið er að starfsskilyrðin séu nokkuð fyrirsjáanleg þannig að hér á landi sé hægt að gera áætlanir með viðunandi vissu og á grundvelli þeirra fjárfesta í uppbyggingu iðnaðar og annarrar starfsemi sem skilar sér í aukinni verðmætasköpun og hagsæld hér á landi. Aukinn og víðtækur stöðugleiki er ekki bara til hagsbóta fyrir iðnaðinn heldur allt íslenskt samfélag. Stöðugleiki er mikilvægur fyrir hagkerfið, heimilin og fyrirtækin. Um þetta virðast flestir sammála. Er almennur skilningur á mikilvægi stöðugleikans jákvæður en óstöðugleiki í efnahagsmálum hér á landi hefur lengi verið eitt af meginvandamálum íslenska hagkerfisins. Áhersla á stöðugleikann í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er í þessu sambandi sérstaklega jákvæð.Þverrandi samkeppnisstaða Stöðugleiki er margþættur. Sá stöðugleiki sem oft er vísað til um þessar mundir er stöðugt verðlag en það er meginmarkmið Seðlabankans. Í því sambandi hefur gengið vel síðustu ár en verðbólgan er við verðbólgumarkmiðið og hefur verið það frá upphafi árs 2014. Um er að ræða lengsta tímabil verðstöðugleika síðan verðbólgumarkmiðið var tekið upp í mars 2001. En á þessum tíma verðstöðugleika hefur ekki verið mikill stöðugleiki að öðru leyti í íslensku efnahagslífi. Hefur gengi krónunnar til dæmis hækkað um 31 prósent á þessum tíma. Einnig hafa laun hækkað um 36 prósent sem er langt umfram framleiðnivöxt og þær launahækkanir sem sést hafa í þeim löndum sem íslensk fyrirtæki keppa helst við. Það hefur því ekki verið neinn stöðugleiki á þessum tíma í samkeppnisstöðu íslensks iðnaðar eða annarra íslenskra fyrirtækja þó að verðbólgan hafi verið við markmið Seðlabankans.Hvað höfum við boðið upp á? Ekkert land innan OECD hefur gengið í gegnum viðlíka sveiflu í raungengi gjaldmiðils síns og Ísland síðastliðinn áratug en raungengi krónunnar er mælikvarði á þróun samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum. Ekkert iðnvætt ríki hefur því boðið sínum fyrirtækjum upp á jafn mikinn óstöðugleika í samkeppnisstöðu á þessum tíma. Það hefur því verið mikill óstöðugleiki hér á landi á þann mælikvarða. Þegar fjárfestar taka ákvörðun um hvort byggja eigi upp fyrirtæki hér á landi sjá þeir tilviljanakenndar ákvarðanir stjórnvalda, óstöðugan gjaldmiðil og vinnumarkað sem einkennist af kapphlaupi á milli launþegahópa um hver fær mest. Þetta er það sem við bjóðum og það er ekki stöðugleiki. Þessu þurfum við að breyta.Upphaf aukins stöðugleika? Vonandi er nýhafið kjörtímabil upphafið að tíma aukins og víðtækari stöðugleika. Til þess að svo megi verða þarf ný ríkisstjórn að leggja áherslu á stöðugleikann í víðri merkingu þess orðs. Það er ekki nægjanlegt að áherslan sé á verðbólgumarkmið eitt heldur þarf einnig að draga úr hagsveiflum og auka stöðugleika í gengismálum. Einnig þarf ný ríkisstjórn að hvetja til þess að launabreytingar taki meira mið af framleiðnivexti og þróun í útflutningsgreinunum. Með slíkum stöðugleika væri bætt til muna starfsumhverfi íslensks iðnaðar og íslenskra fyrirtækja almennt til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Bender Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Ákall iðnaðarins um stöðugleika snýst um stöðug starfsskilyrði. Í því sambandi er verðbólgan ekki eina viðmiðið þó að hún sé mikilvægur mælikvarði. Viðmiðið er að starfsskilyrðin séu nokkuð fyrirsjáanleg þannig að hér á landi sé hægt að gera áætlanir með viðunandi vissu og á grundvelli þeirra fjárfesta í uppbyggingu iðnaðar og annarrar starfsemi sem skilar sér í aukinni verðmætasköpun og hagsæld hér á landi. Aukinn og víðtækur stöðugleiki er ekki bara til hagsbóta fyrir iðnaðinn heldur allt íslenskt samfélag. Stöðugleiki er mikilvægur fyrir hagkerfið, heimilin og fyrirtækin. Um þetta virðast flestir sammála. Er almennur skilningur á mikilvægi stöðugleikans jákvæður en óstöðugleiki í efnahagsmálum hér á landi hefur lengi verið eitt af meginvandamálum íslenska hagkerfisins. Áhersla á stöðugleikann í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er í þessu sambandi sérstaklega jákvæð.Þverrandi samkeppnisstaða Stöðugleiki er margþættur. Sá stöðugleiki sem oft er vísað til um þessar mundir er stöðugt verðlag en það er meginmarkmið Seðlabankans. Í því sambandi hefur gengið vel síðustu ár en verðbólgan er við verðbólgumarkmiðið og hefur verið það frá upphafi árs 2014. Um er að ræða lengsta tímabil verðstöðugleika síðan verðbólgumarkmiðið var tekið upp í mars 2001. En á þessum tíma verðstöðugleika hefur ekki verið mikill stöðugleiki að öðru leyti í íslensku efnahagslífi. Hefur gengi krónunnar til dæmis hækkað um 31 prósent á þessum tíma. Einnig hafa laun hækkað um 36 prósent sem er langt umfram framleiðnivöxt og þær launahækkanir sem sést hafa í þeim löndum sem íslensk fyrirtæki keppa helst við. Það hefur því ekki verið neinn stöðugleiki á þessum tíma í samkeppnisstöðu íslensks iðnaðar eða annarra íslenskra fyrirtækja þó að verðbólgan hafi verið við markmið Seðlabankans.Hvað höfum við boðið upp á? Ekkert land innan OECD hefur gengið í gegnum viðlíka sveiflu í raungengi gjaldmiðils síns og Ísland síðastliðinn áratug en raungengi krónunnar er mælikvarði á þróun samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum. Ekkert iðnvætt ríki hefur því boðið sínum fyrirtækjum upp á jafn mikinn óstöðugleika í samkeppnisstöðu á þessum tíma. Það hefur því verið mikill óstöðugleiki hér á landi á þann mælikvarða. Þegar fjárfestar taka ákvörðun um hvort byggja eigi upp fyrirtæki hér á landi sjá þeir tilviljanakenndar ákvarðanir stjórnvalda, óstöðugan gjaldmiðil og vinnumarkað sem einkennist af kapphlaupi á milli launþegahópa um hver fær mest. Þetta er það sem við bjóðum og það er ekki stöðugleiki. Þessu þurfum við að breyta.Upphaf aukins stöðugleika? Vonandi er nýhafið kjörtímabil upphafið að tíma aukins og víðtækari stöðugleika. Til þess að svo megi verða þarf ný ríkisstjórn að leggja áherslu á stöðugleikann í víðri merkingu þess orðs. Það er ekki nægjanlegt að áherslan sé á verðbólgumarkmið eitt heldur þarf einnig að draga úr hagsveiflum og auka stöðugleika í gengismálum. Einnig þarf ný ríkisstjórn að hvetja til þess að launabreytingar taki meira mið af framleiðnivexti og þróun í útflutningsgreinunum. Með slíkum stöðugleika væri bætt til muna starfsumhverfi íslensks iðnaðar og íslenskra fyrirtækja almennt til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar